Frétt

| 27.07.2001 | 19:59„...sjálfgefið að forsendur sameiningarinnar voru gjörsamlega brostnar“

Í framhaldi af næstu frétt hér á undan á BB-vefnum um að ákveðið hafi verið að hætta rekstri tölvuþjónustunnar Vestmarks á Ísafirði („Grundvöllurinn brostinn eftir að Snerpa rifti samkomulagi um sameiningu fyrirtækjanna“) hafa borist athugasemdir frá Birni Davíðssyni f.h. Snerpu ehf. Athugasemdirnar fara hér á eftir í heild:
Vegna þess sem fram hefur komið hjá Magnúsi B. Eyþórssyni í Bæjarins besta í dag og í Svæðisútvarpinu í gær um málefni Vestmarks og Snerpu vilja eigendur Snerpu taka eftirfarandi fram:

Talað er um að 22. júní hafi runnið út frestur varðandi sameiningu félaganna án þess að skýrt sé nánar við hvað er átt. Þann 22. júní lauk birtingartímabili tilkynningar í Lögbirtingablaði um fyrirhugaða sameiningu en mánuður þarf að líða frá birtingu slíkrar tilkynningar þar til hægt er að ganga til sameiningar. Birting tilkynningarinnar var á höndum framkvæmdastjóra Vestmarks og því honum einum um að kenna að birting hennar dróst um mánuð frá því að upprunalegt samkomulag var gert.

Fram að þessum degi gátu eigendur Snerpu einungis byggt á afleiddum tölum úr rekstri Vestmarks hvað varðaði stöðu félagsins. Eigendur Snerpu höfðu á þessu tímabili endurtekið óskað eftir frumgögnum úr bókhaldi Vestmarks til að gera sér grein fyrir stöðu félagsins en ekki fengið. Tveimur dögum áður fékkst hins vegar frá framkvæmdastjóra Vestmarks fjögurra mánaða milliuppgjör sem sýndi mjög mikið frávik frá þeim tölum sem eigendur Vestmarks höfðu sýnt í upphafi viðræðna. Tekjur Vestmarks reyndust langt undir væntingum og fram kom einnig að Menntaskólinn á Ísafirði hafði sagt upp öllum viðskiptum við Vestmark sem voru um helmingur allrar viðskiptavildar Vestmarks. Fjögurra mánaða uppgjör Snerpu var hins vegar í samræmi við það sem Vestmarksmönnum hafði áður verið kynnt og var í takt við rekstraráætlun félagsins.

Þegar fram kom að afkoma Vestmarks var langt undir væntingum og að mikið tap hafði verið af rekstri var sjálfgefið að forsendur sameiningarinnar voru gjörsamlega brostnar. Þrátt fyrir það buðu eigendur Snerpu upp á að áfram yrði haldið með sameininguna, enda höfðu þeir lagt mjög mikla vinnu í hana og verið hinn virki aðili í samrunaferlinu öllu. Það var hins vegar sett það skilyrði að eigendur Vestmarks bættu stöðu félagsins með því að auka hlutafé um 8 milljónir eftir að félögin yrðu sameinuð. Samkvæmt þessu var það forsenda hlutafjáraukningar að af sameiningu yrði og var hún því formlega samþykkt af eigendum Snerpu eftir að gengið hafði verið frá pappírum um hlutafjáraukninguna.

Eftir að formlega hafði verið gengið frá sameiningu féll hlutafjárloforðið í eindaga en eigendur Vestmarks greiddu það ekki. Forsendur sameiningar brast því enn á ný og Snerpa gerði því Vestmarksmönnum fimm úrslitakosti en einn þeirra hljóðaði upp á lítilsháttar framlengingu á eindaga greiðslu hlutafjár. Forsvarsmenn Vestmarks geta því ekki borið því við að riftun hafi komið flatt upp á þá eins og haft hefur verið eftir Magnúsi B. Eyþórssyni. Vestmarksmönnum voru gefnir allir þeir frestir í þessu efni sem hægt var að gera en þeir treystu sér ekki til að standa við gerða samninga og á þeirri forsendu var sameiningunni rift þann 4. júlí sl. eftir tvíframlengdan frest á eindaga. Án þess að við sjáum að það skipti neinu máli skal þó einnig áréttað að það var uppástunga Magnúsar sjálfs í nóvember sl. að gengið yrði til sameiningarviðræðna.

Þess má síðan geta í „forbifarten“ að það er ekki rétt að tveir starfsmenn Vestmarks hafi strax kosið að hætta störfum. Annar þeirra, Geir Gígja, var látinn fara með fullu samþykki eigenda Vestmarks. Ekki var gerður við hann sérstakur starfslokasamningur vegna þessa. Hinn starfsmaðurinn, Bjarki Bjarnason, sagði lausu starfi sínu frá og með 1. júlí og gerði hann það 21. júní, þ.e. um viku áður en uppsögn hans átti að taka gildi, og daginn áður en hann skilaði af sér fjögurra mánaða uppgjöri. Þá fyrst, eftir að hann lagði fram uppsögn sína, fékk Snerpa aðgang að bókhaldi Vestmarks og voru þá samdægurs gerðar athugasemdir við það sem enduðu með áðurnefndri riftun. Leggi menn svo saman tvo og tvo og fái þá ekki út fimm eins og Magnús B. Eyþórsson virðist gera.

Að beinlínis halda því fram að rekstrargrundvöllur Vestmarks sé ekki fyrir hendi sem bein afleiðing af því að Snerpa rifti samrunanum er sandkassaleikur sem sæmir ekki manni eins og Magnúsi. Það er

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli