Frétt

| 27.07.2001 | 15:56Grundvöllurinn brostinn eftir að Snerpa rifti samkomulagi um sameiningu fyrirtækjanna

Stjórn Tölvuþjónustunnar Vestmarks á Ísafirði ákvað í gær að hætta rekstri fyrirtækisins. Að sögn Magnúsar Böðvars Eyþórssonar, stjórnarformanns Vestmarks, er rekstrargrundvöllur ekki lengur til staðar eftir að Tölvuþjónustan Snerpa rifti samkomulagi um sameiningu fyrirtækjanna. „Lögfræðingar okkar eru að skoða þessi mál. Hugsanlegt er að mál verði höfðað gegn vegna samningsrofa en á þessari stundu er of snemmt að segja til um það“, sagði Magnús í samtali við Bæjarins besta í dag.
Magnús segir að forsvarsmenn Snerpu hafi átt frumkvæðið að samningaviðræðum milli fyrirtækjanna sem hófust í marsmánuði síðastliðnum. „Þeir báðu um þessar viðræður“, segir Magnús. „Við sáum auðvitað hagkvæmnina sem var fólgin í því að hafa fyrirtækið stærra og nýta betur húsakost og vélakost og ná fram hagræðingu og svo fór að sameining fyrirtækjanna var samþykkt 24. apríl í vor. Þá fór í gang ákveðinn ferill við undirbúning og framkvæmd sameiningarinnar. Strax farið að flytja búnað og starfsmenn Vestmarks yfir í húsnæði Snerpu sem átti að verða húsnæði hins sameinaða félags. Tveir af starfsmönnum Vestmarks ákváðu strax að taka ekki boði um starf hjá hinu nýja sameinaða fyrirtæki og ákváðu að hverfa til annarra starfa.

22. júní rann út frestur eftir tilkynningu í hlutafélagaskrá varðandi sameiningu félaganna. Áður var gert um það samkomulag að eigendur Vestmarks myndu leggja fram 8 milljón króna hlutafé til að lækka skuldir Vestmarks fyrir sameininguna og gera þannig rekstrarumhverfið þægilegra fyrir sameinað félag.

Viku eða tíu dögum seinna rifti Snerpa þessari sameiningu. Sameiningin var þá gengin í gegn, tilbúin og lögformlega framkvæmd eins og á að gera. Öll starfsemi Vestmark frá því í apríl hafði miðast við það að koma starfseminni yfir í þetta sameiginlega félag og áðurnefndir starfsmenn, sem voru stjórnendur hjá fyrirtækinu, voru farnir annað. Öll sölu- og markaðstækifæri og viðskiptavild hafði verið fært yfir í sameinað félag þannig að þegar þeir rifta þessu samkomulagi er fótunum í raun kippt undan áframhaldandi rekstri Vestmarks. Það eru þrír starfsmenn eftir hjá fyrirtækinu, eingöngu tækni- og skrifstofufólk, en engir til að stjórna.

Ef þessi riftun af hálfu Snerpu er ekki ólögleg þá er hún allavega siðlaus og ég hef aldrei kynnst slíkum vinnubrögðum þau tæpu tuttugu ár sem ég hef verið viðloðandi þekkingariðnaðinn á Íslandi. Þetta er fáheyrt“, sagði Magnús.

„Í ljósi þessa ákvað stjórn Vestmarks í gær að stefna að því að hætta rekstri fyrirtækisins. Í framhaldi af því munum við innheimta útistandandi kröfur og veltufjármuni og gera okkar ítrasta til þess að standa við þær skuldbindingar Vestmarks sem gerðar hafa verið við viðskiptavini. Stærsti viðskiptavinurinn er stjórnsýsla Ísafjarðarbæjar sem er með kerfisleigu fyrir u.þ.b. 40 útstöðvar. Við ætlum að tryggja Ísafjarðarbæ áframhaldandi þjónustu og þegar hefur verið rætt við fjármálastjóra bæjarins um þetta mál. Hann er sáttur við þessa niðurstöðu og telur að þjónustan geti haldið áfram á sömu nótum. Einn af tæknimönnum Vestmarks, Þórólfur Halldórsson, mun sinna þjónustunni við bæinn og aðra viðskipavini. Um mánaðamótin verður gerður starfslokasamningur við aðra starfsmenn. Stefnt er að því að ljúka þá öllum málum Vestmarks og þá hættir reksturinn“, sagði Magnús Böðvar Eyþórsson, stjórnarformaður Vestmarks.

bb.is | 26.09.16 | 11:48 Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með frétt Húsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði prófkjörið

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði prófkjörið og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja Rafney ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli