Frétt

bb.is | 01.11.2004 | 07:00Úr skýrslu Samkeppnisráðs: „og varla viljum við hefja verðstríð úti á landi“

Bensínstöð þriggja olíufélaga á Ísafirði.
Bensínstöð þriggja olíufélaga á Ísafirði.
Í skýrslu Samkeppnisráðs um meint samráð olíufélaganna er að finna mikinn fróðleik um samskipti olíufélaganna á ýmsum sviðum. Á árinu 2000 var nokkur umræða á milli félaganna vegna hugsanlegra nýrra bensínstöðva á landsbyggðinni. Í ágúst árið 2000 sendi starfsmaður Olíufélagsins tölvupóst til forstjóra félagsins þar sem segir: „Við höfum fengið staðfest að Olís ætlar að setja upp bensín og gasolíudælur í litum ÓB stöðvanna – ekki búið að ákveða verðlagningu. Fram hefur komið að Olís er að flytja úr núverandi húsnæði þar sem Olíudreifing tekur birgðastöðina yfir. Ljóst er að verðlagning úti á landi er að breytast og það er ekki umflúið að taka þátt í þeim slag.“

Skömmu síðar skrifar forstjóri Olís eftirfarandi: „Þetta voru aldeilis upplýsingar sem þú hefur eftir Heimi um að ef þeir opni í Grindavík verði það mannlaust. Varla færu þeir að bjóða sama verð og fyrir fulla þjónustu í mannlausri stöð og því eru þessi áform algerlega úr takt við það sem Geir tönglast stöðugt á um að samstaða haldist við að hafa fullt verð á landsbyggðinni án tillits til þjónustu. Ýtir enn undir að við setjum upp ÓB í Grindavík.“

Í desember 1998 eru rædd á milli olíufélaganna hugsanleg opnun sjálfsafgreiðslustöðvar á Hornafirði. Í skýrslu samkeppnisstofnunar segir frá því að málið hafi verið rætt „á forstjórafundinum 16. desember 1998 og forstjóri Olís hefur upplýst að forstjóri Olíufélagsins hf (OHF) hafi óskað eftir stuðningi vegna þessara fyrirætlana Skeljungs en OHF hafi óttast lægra verð úti á landi.

Hér má einnig líta til tölvupósts framkvæmdastjóra fjármálasviðs OHF til forstjóra félagsins. Í honum var m.a. fjallað um þá hugmynd að leysa rekstrarvanda bensínstöðvar á Dalvík með því að koma upp sjálfsala. Framkvæmdastjórinn taldi lausnina með sjálfsala ekki ganga upp „þegar annar aðili þ.e. Olís er á staðnum nema bjóða afslátt og varla viljum við hefja verðstríð út á landi.“

Í athugasemdum OHF við frumathugun kemur fram að félagið kannast ekki við að hafa gefið tilefni til að haft væri eftir félaginu framangreind ummæli um fullt verð á landsbyggðinni og er því ekki kunnugt um hvaða ástæður hafi legið á bak við það að Olís hafi látið þessi orð falla. Hvað sem þessu líði bendi gögn málsins til þess að olíufélögin hafi reist bensínstöðvar í Njarðvík og Grindavík í óþökk hvors annars árið 2000. Bendir það til þess að samkeppni hafi í raun verið milli félaganna á landsbyggðinni burt séð frá einstaka ummælum félaganna.

Framangreindur tölvupóstur forstjóra Olís frá september 2000 er ritaður þegar þessi atvik málsins áttu sér stað og án tengsla við síðari rannsókn. Telur samkeppnisráð því sönnunargildi hans ríkt, sbr. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 14/2001. Tölvupósturinn sýnir að mati ráðsins að félögin hafi haldið áfram á árinu 2000 að ræða verðlagningu á landsbyggðinni, sbr. þau orð forstjóra Olís að forstjóri OHF hafi „stöðugt“ lagt áherslu á „að samstaða haldist við að hafa fullt verð á landsbyggðinni án tillits til þjónustu“. Markmiðið með þessum samskiptum var að takmarka verðsamkeppni í eldsneytissölu á landsbyggðinni. Framangreind gögn sýna að öðru leyti áframhaldandi ólögmæt upplýsingaskipti um viðkvæm viðskiptaleg málefni sem áhrif hafa á verðsamkeppni félaganna.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli