Frétt

| 01.04.2000 | 12:18Snerpa ehf. býður AxDSL-þjónustu

Tölvuþjónustan Snerpa ehf. á Ísafirði býður nú heimilum um land allt svonefnda AxDSL-þjónustu. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að ljóst varð, að Landssíminn hyggst ekki bjóða ADSL-þjónustu sína nema á höfuðborgarsvæðinu til að byrja með. ADSL-tækni Landssímans er að nokkru leyti hliðstæð hinni nýju þjónustu Snerpu.
Póst- og fjarskiptastofnun úrskurðaði í gær, að Landssímanum sé skylt að veita Snerpu fullan aðgang að kopardreifikerfi sínu, þ.e. heimtaugum, ef notandi óskar. AxDSL-tæknin byggist á því að notuð er sérstök símalína en ekki samnýtt eins og í ADSL-kerfi Landssímans. Þessar línur eru nefndar notendalínur en fyrir þær eru einungis greiddar kr. 2.000 á mánuði óháð afköstum þeirra. Eftir lækkun Landssímans á ADSL-tengingum, sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við úrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar um hækkun á fastagjaldi á innanlandssímtölum, er gjald fyrirtækisins fyrir takmarkaða tengingu þó 50% hærra en hjá Snerpu.

Svo bregður við, að nú þegar Snerpa hefur birt sína verðskrá hefur Landssíminn fjarlægt af vef sínum upplýsingar um verð fyrirtækisins á notendalínum. Verðskrána er að finna á slóðinni http://www.simi.is/fyrirtaeki/gagnalausnir/leigulinur.htm en eins og áður segir hefur tengillinn „Verð" nú verið gerður óvirkur.

AxDSL-lausnin er byltingarkennd nýjung en skammstöfunin AxDSL stendur fyrir „Asyncronous xiberian Dedicated Syncronized Link". Tæknin er þróuð af fyrirtækinu Xranch og hefur verið prófuð í leynd fyrir hinum vestræna heimi. Xranch er rússneskt fyrirtæki og í nánum tengslum við Kaspersky Lab í Moskvu, framleiðanda veiruvarnaforritsins AVP (AntiViral Toolkit Pro) sem Snerpa hefur íslenskað og margir þekkja.

Þar sem á eftir að ganga frá dreifingarsamningum og einkaleyfum í Evrópu fyrir Xranch fást ekki að sinni nánari upplýsingar um þennan nýja staðal en Snerpa er fyrsta íslenska fyrirtækið sem setur upp búnað frá Xranch. Nú þegar hafa verið settar upp tvær AxDSL tengingar við Snerpu á Ísafirði til reynslu og gefast þær mjög vel. Fyrir 2.000 króna gjaldið er þannig hægt að flytja allt að 2 mbit á koparpari innan símstöðvarsvæðis með ódýrari búnaði en áður hefur þekkst. Nokkrar mismunandi gerðir eru til en sú öflugasta flytur gögn yfir 8 km langar línur.

Snerpa er nú í samningum við tölvuþjónustur víða um land um að hýsa svokallaða poppa sem eru hnútpunktar þar sem línurnar eru tengdar í stjörnu og þaðan teknar inn á nýtt ATM-net og þaðan í gólfnet Snerpu. Hraði innan gólfnetsins verður allt að 155 mbit/s og þaðan verða síðan tengingar í gegnum New York og Bretland. Breska tengingin verður inn á nýja Ten-155 netið sem verður opnað í sumar.

Snerpa hefur pantað 18.000 stk. af endabúnaðinum til landins en það er það magn sem fer í fullan 40 feta gám. Um er að ræða svokölluð ISA-spjöld sem fara í tölvu notandans og þess vegna er nauðsynlegt að hafa lausa ISA-rauf í tölvunni en flestar nýjar vélar hafa einungis eina slíka rauf.

Næsti gámur fæst síðan ekki fyrr en í júní og þess vegna hefur verið ákveðið að pantanir verði afgreiddar með fyrirkomulaginu Fyrstur kemur - fyrstur fær. Þeir sem vilja koma til greina þurfa aðeins að senda tölvupóst í netfangið axdsl@snerpa.is með nafni sínu (netfang kemur sjálfkrafa með) og mun afgreiðsla pantana fara eftir tímastimpli sem skeytið fær þegar það berst Snerpu.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli