Frétt

| 26.07.2001 | 13:29Afkoma ríkissjóðs versnar

Greiðsluafkoma ríkissjóðs var neikvæð um 1,7 milljarða króna fyrstu sex mánuði þessa árs, samanborið við 10,6 milljarða kr. jákvæða stöðu í fyrra. Þessi staða er tæplega 5,8 milljörðum króna lakari en gert var ráð fyrir í áætlunum. Tekjur eru rúmlega 1 milljarði yfir áætlun en gjöldin eru 6,8 milljörðum umfram það sem áætlað var. Að mestu má rekja það til svokallaðra sérstakra tilefna, svo sem vaxtagreiðslna vegna forinnlausnar spariskírteina, hæstaréttardóms vegna málefna öryrkja og fleira, að því er fram kemur í greinargerð sem fjármálaráðuneytið hefur tekið saman um afkomu ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins 2001.
Fram kemur að í samanburði við síðasta ár hækka tekjurnar um 7,2 milljarða, einkum vegna aukinnar innheimtu tekjuskatta. Útgjöld hækka á hinn bóginn mun meira, eða um 19,5 milljarða króna. Tæplega helming útgjaldaaukningarinnar má rekja til sérstakra tilefna. Hækkun vaxtagreiðslna nemur um 3,4 milljörðum kr., sérstakar greiðslur til öryrkja 1,3 milljörðum kr., 1,7 milljarðar kr. stafa af auknum útgjöldum Tryggingastofnunar ríkisins vegna sjúkratrygginga og bóta vegna félagslegrar aðstoðar, uppkaup á fullvirðisrétti bænda nema 0,8 milljörðum kr. og sérstök hækkun framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 1,3 milljörðum kr. Að þessum hækkunartilefnum frátöldum hækka útgjöld um 11 milljarða kr. milli ára. Hluti af þessari hækkun kemur þó ekki til gjalda á rekstrargrunni á þessu ári.

Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 3,7 milljarða kr. sem er 6,4 milljörðum lakari útkoma en áætlað var og 17,3 milljörðum lakari en í fyrra. Skýringin á lakari útkomu en í fyrra er, auk þess sem áður er nefnt, að á árinu 2000 komu til greiðslu 5,5 milljarðar kr. vegna sölu á hlutabréfum í ríkisbönkunum á árinu 1999. Á fyrri helmingi þessa árs voru auk þess greiddir 7,5 milljarðar kr. í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR, til að grynnka á framtíðarskuldbindingum ríkissjóðs, en samkvæmt fjárlögum 2001 er áformað að greiða 15 milljarða í LSR.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 107,9 milljörðum kr. á fyrri helmingi ársins og voru um milljarði umfram áætlun. Hækkunin milli ára nemur 7,2 milljörðum, eða rúmlega 7%. Skatttekjur hækkuðu heldur minna, eða um 6,5%. Til samanburðar nam hækkun skatttekna á sama tíma í fyrra um 12% og 16,5% árið þar á undan. Fjármálaráðuneytið telur að þessar tölur gefi góða mynd af því hve mjög hafi dregið úr vexti innlendrar eftirspurnar, einkum á þessu ári. Aukin innheimta skatta á launa- og fjármagnstekjur og hagnað, einstaklinga sem fyrirtækja, skýrir að langmestu leyti tekjuauka ríkissjóðs frá fyrra ári. Veltuskattar eru á hinn bóginn rúmlega milljarði lægri í krónutölu á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra og 4 milljörðum kr. undir áætlun. Þessi þróun endurspeglar, að mati fjármálaráðuneytisins, umtalsverðan samdrátt að raungildi, eða sem nemur 8%. Þetta er rakið til verulegs samdráttar í neysluvöruútgjöldum og t.a.m. hafi vörugjöld af innflutningi bifreiða dregist saman um hartnær 40% milli ára.

Heildargreiðslur ríkissjóðs námu tæpum 110 milljörðum kr. á fyrri árshelmingi og er það 6,8 milljörðum kr. umfram áætlun. Gjöldin hækka um 19,5 milljarða kr. frá fyrra ári. Tæplega 60% af útgreiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu janúar-júní runnu til ýmissa félagsmála. Útgjöld vegna málaflokksins hækkuðu í heild um 10,9 milljarða kr. milli ára, þar af nemur hækkun vegna fræðslumála 2 milljörðum og 4,3 milljörðum vegna heilbrigðismála, þar af 1,3 milljarðar vegna aukinna greiðslna til Tryggingastofnunar ríkisins á þessu ári. Rekstrarframlög til sjúkrastofnana hækka um rúmlega 1,6 milljarða og greiðslur almannatrygginga hækka um 4,1 milljarð, eða 27,4%. Þá hækka útgjöld til atvinnumála um tæplega 3,2 milljarða kr., sem er 23,5% hækkun frá því í fyrra, vaxtagreiðslur hækka um 3,4 milljarða, eða 37,7% og önnur útgjöld um 1,9 milljarða, eða 53%.

Ríkissjóður tók að láni um 31,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins, þar af 10,5 milljarða innanlands og 20,8 milljarða erlendis til langs tíma sem runnu að stærstum hluta til niðurgreiðslu annarra erlendra skulda. Á sama tíma í fyrra nam heildarlántakan rúmum 9,4 milljörðum kr. og 8,6 milljörðum á fyrri helmingi ársins 1999. Afborganir lána ríkissjóðs námu 22 milljörðum kr. og eru að stærstum hluta vegna erlendra lána. Það sem af er árinu hefur stofn ríkisvíxla stækkað um 6 milljarða kr. auk þess sem seld hafa verið ríkisbréf í nýjum 6 ára flokki fyrir um 4,4 milljarða kr.

Mbl.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli