Frétt

| 26.07.2001 | 11:33Landhelgisgæsla Íslands – nýtt varðskip!

Í síðustu viku var fjallað um annir Landhelgisgæslunnar 8. og 9. júlí síðast liðinn þegar fjögur norsk loðnuveiðiskip voru tekin í fiskveiðilögsögu Íslands. Vikið var að því hvernig Landhelgisgæslan er búin tækjum. Barátta Íslendinga fyrir útfærslu landhelginnar – í 4 mílur 1952, í 12 mílur 1958, í 50 mílur 1972 og loks í 200 mílur 1975 – hefur verið nátengd sjálfstæðisvitund þjóðarinnar. Hún virðist þó hafa dofnað. Kannski er það of mikilli velmegun að kenna eða þeirri staðreynd, að sjáanlega verður landhelgin ekki færð frekar út í bráð. Alltaf mótmæltu erlendar þjóðir, einkum Bretar, og þorskastríð voru háð. Þar barðist Davíð við Golíat. Íslendingar mættu Bretum og Þjóðverjum, stórþjóðum í Evrópu og reyndar heiminum öllum, af fullri festu. Leikurinn var þó ójafn enda lítilli þjóð með nokkur varðskip og fámennt lið ekki auðvelt um vik að fást við flota Hennar Hátignar, Elísabetar Bretadrottningar.

Þorskastríðunum lauk ávallt með því að Íslendingar höfðu betur, enda þeirri viturlegu aðferð beitt að semja um stríðslok. Á þessu ári eru einmitt 25 ár, aldarfjórðungur, frá lokum Þorskastríðsins sem hófst með útfærslu landhelginnar í 200 mílur 15. október 1975. Þá var landhelgi Íslands orðin 758 þúsund ferkílómetrar eða sem svarar landsvæði Íslands sjö sinnum og hálfu Íslandi þó betur. Ljóst má vera að talsvert þarf til að gæta landhelginnar. Það er nefnilega svo, að ekki er nóg að afla réttinda. Þeirra verður einnig að gæta vel. Máltækið segir að erfiðara sé að gæta fengins fjár en afla þess. Ýmsar leiðir eru til gæslu og tækni ýmiss konar, svo sem fjarskipta- og staðsetningartækni, auðveldar mjög gæslustörf. Engu að síður er sérstaklega mikilvægt að sinna gæslustörfum með skipum og flugvélum. Landhelgisgæsla Íslands hefur staðið sig mjög vel í störfum sínum, einkum ef tekið er tillit til þess hvernig hún er búin tækjum. Flugflotinn samanstendur af tveimur þyrlum og Fokker-flugvél. Öllum landsmönnum er kunnugt um þyrlusveitina, svo oft sem til hennar er leitað þegar slys ber að höndum. Nægir að minna á, að í lok júní sótti þyrla fjóra Þjóðverja sem veltu bíl sínum á Hrafnseyrarheiði.

En nauðsynlegt er að endurnýja skipaflota Landhelgisgæslunnar. Skipin eru þrjú, Óðinn sem þjónað hefur í nærri 42 ár, Ægir í 33 ár og Týr í 26 ár. Skipin hafa reynst happadrjúg og nægir að minna á Þorskstríðin, að ógleymdri töku norsku loðnuskipanna í fyrri viku. Vestfirðingar hafa lengi notið aðstoðar Landhelgisgæslunnar með ýmsu móti. Snjóflóðaárið 1995 komu varðskip strax til aðstoðar bæði í Súðavík og á Flateyri, að ógleymdri stærri þyrlunni í síðara skiptið. Á Vestfjörðum hafa menn sótt sjóinn af kappi um aldir. Vestfirðingar þekkja yfirgang útlendinga á miðunum. Þeir vita að nauðsynlegt er að eiga góð varðskip.

Nú þarf að skora á alþingismenn og ríkisstjórn að herða nú mjög undirbúning að smíði nýs skips. Það er ekki vansalaust fyrir þjóð, sem byggir afkomu sína á sjósókn, að eiga ekki nýtískuleg, stór og kraftmikil varðskip. Um leið og hvatt er til smíði nýs varðskips eru starfsmönnum Landhelgisgæslunnar þökkuð góð störf og árangur.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli