Frétt

Stakkur 44. tbl. 2004 | 03.11.2004 | 10:01Of mörg og smá sveitarfélög

Verkfall grunnskólakennara hefur dregið athyglina að því að núverandi skipan sveitarstjórnarmála er úr öllum takti við nútímann og þær aðferðir sem beitt er við stjórnun, bæði fyrirtækja og opinberra stofnana. Mikil tregða virðist þó ríkja þegar kemur að hugmyndum þess efnis að stokka upp, sem löngu er tímabært. Í Danmörku, okkar gamla konungsríki, er nú stefnt að fækkun sveitarfélaga í 35 með lagasetningu. Þau munu reyndar vera heldur fleiri nú en á á Íslandi. Hér eru þau rúmlega 100 eftir síðustu sameiningu eystra. Íbúar Íslands eru ríflega 290 þúsund, en Danmerkur 6 milljónir eða þar um bil. Allir hljóta að sjá að þar er mikill munur á. Allt íslenska ríkið hefur á að skipa ríflega meðaltals íbúafjölda sveitarfélaga í Danmörku að breytingu lokinni. Það er löngu orðið tímabært að breyta þessu ástandi, sem kostar of mikið fé í stjórnsýslu, sem ýmist er gagnslaus að stórum hluta eða ekki skilvirk svo neinu nemi.

Mörgum kann að finnast alhæft sé um sveitarstjórnarstigið. Það gæti verið en sannleikurinn hrópar samt á alla sem kynnt hafa sér nútíma stjórnunarhætti. Lítil sveitarfélög með fáa íbúa halda uppi skrifstofu, sem kostar sitt en hefur eðli máls samkvæmt ekki tök á koma við sérhæfingu sem er nauðsynleg í flókinni tilveru nútímafólks. Í hinni að mörgu leyti steingeldu umræðu um kennaraverkfallið, sem alltaf hefur farið út á aðrar brautir en að ræða verkfallið sjálft og hvers vegna kennarar í nútímasamfélagi, sem stærir sig af menntun í hæsta flokki, hvað svo sem það þýðir í raun, fóru í verkfall, draga kennarar athyglina frá sjálfum sér að samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Einhverjum hefði þá fundist eðlilegt að þessi vel upplýsti hópur íslensks þjóðfélags myndi þá víkja umræðunni að því meini sem þeir velta á tungunni en segja aldrei upphátt. Það mein er fólgið í ólíkum sveitarfélögum, sem búa við mismunandi aðstæður og eru sum alltof fámenn. Hvað eiga Grímsey og Reykjavík sameiginlegt? Að vera sveitarfélög, en lítið meira. Annað er með yfir 100 þúsund íbúa, nánar til tekið 113 þúsund, en hitt með nálægt 100 íbúa og er við heimskautsbaug og býr við tiltölulega erfiðar samgöngur, sigla þarf eða fljúga. Í Reykjavík er allt til alls Annað er uppi á teningnum í Grímsey.

Nú er rætt um sameiningu sveitarfélaga. Hún er bráðnauðsynleg, einkum landsbyggðinni ætli menn sér að hún lifi af. Akureyri og Eyjafjörður er í raun eina svæðið utan suðvesturhornsins sem á sér lífsvon. Þar eru íbúar nægilega margir til að mynda byggðarkjarna. Samt þarf markvissar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar til þess að ýta undir þróun byggðarinnar. Það kostar sitt, en flestir telja fórnarkostnaðinn þess virði. Samt þrást íbúar í Eyjafirði við að viðurkenna þessa forgjöf og sameina sveitarfélögin við fjörðinn. Kannski er þar þörf lagasetningar. Eru stjórnvöld ef til vill á villigötum með því að leggja tillögur undir íbúa um sameiningu? Íslendingar verða að horfast í augu við það að sú hreppaskipan sem gilti um aldir þjónar ekki íbúum landsins í dag. Von Austfirðinga liggur í stóriðjunni, en þar eru sveitarfélög að sameinast. Annars staðar nota menn bolvísku aðferðina og segja við getum vel verið sjálfstæðir ef ríkið borgar okkur meira. Aðrir eiga að borga. Það vantar frumkvæði heimamanna að sameiningu ella verður Alþingi að taka af skarið og nota dönsku leiðina. Þá væri unnt að ná fram hagræðingu í skólahaldi og betri launum. Svo einfalt er það.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli