Frétt

mbl.is | 26.10.2004 | 08:09Sharon segir brottflutning styrkja Ísrael

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti yfir því í gær að áætlun hans um brottflutning landtökumanna frá Gaza-svæðinu myndi styrkja Ísrael. Lét forsætisráðherrann þessi orð falla skömmu eftir að fréttir höfðu borist um að 14 Palestínumenn, hið minnsta, hefðu týnt lífi í gær og á sunnudag í umfangsmiklum aðgerðum Ísraelshers á Gaza-ströndinni. Ellefu ára gamall drengur var á meðal þeirra sem drepnir voru.

Palestínumennirnir voru ýmist drepnir í loftárásum eða árásum skriðdreka og stórskotaliðs í og við Khan Yunis-flóttamannabúðirnar á sunnanverðu Gaza-svæðinu. Aðgerðir þessar hófu Ísraelar seint á sunnudag en Gaza er eitt þéttbýlasta svæði í heimi hér. Var því óttast að tala látinna ætti eftir að hækka. Palestínumenn segja að 70 menn hið minnsta hafi særst í átökum þessum.

Talsmaður Ísraelshers sagði að "umsvif" liðsaflans við Khan Yunis hefðu verið aukin í kjölfar þess að sprengjukúlum hefði verið skotið á byggðir landtökumanna þar nærri á undanliðnum dögum. Ísraelar beittu m.a. fjarstýrðri flugvél sem skaut eigi færri en fjórum eldflaugum. Ein hæfði varðstöð Palestínumanna og varð tveimur mönnum að bana. Óbreyttir borgarar voru sagðir hafa týnt lífi í átökum ísraelskra hermanna og skæruliða við Khan Yunis auk þess sem fullyrt var að eldflaugar Ísraela hefðu hæft íbúðarhús í flóttamannabúðunum.

Árásirnar voru gerðar fáeinum klukkustundum eftir að ríkisstjórn Ísraels samþykkti að greiða bæri landtökumönnum á Gaza og fjölskyldum þeirra bætur vegna þeirrar ákvörðunar Ariels Sharons forsætisráðherra að leggja byggðir þeirra niður og kalla heraflann heim frá Gaza. Þing Ísraels, Knesset, greiðir í dag atkvæði um þá áætlun Sharons. Þykir líklegt að hún verði samþykkt jafnvel þótt allt að 18 af 40 þingmönnum Likud, flokks Sharons, greiði trúlega atkvæði gegn áætluninni. Þingmenn tveggja vinstri flokka, Verkamannaflokksins og Yahad, hyggjast styðja Sharon og því er spáð að flokkur hans kunni að klofna eftir atkvæðagreiðsluna í dag.

Áætlun Sharons felur í sér að 8.000 landtökumenn á Gaza-svæðinu munu þurfa að yfirgefa byggðir sínar sem og nokkur hundruð þeirra til viðbótar sem tekið hafa sér land á Vesturbakkanum. Alls eru landtökumenn gyðinga um 240.000 talsins þannig að hér ræðir aðeins um rúm þrjú prósent þeirra.

Umræða um áætlun Sharons hófst á þingi í gær og sagði forsætisráðherrann að brottflutningur frá Gaza myndi "styrkja Ísrael". Hann lýsti og yfir því að brottflutningnum væri ekki ætlað að koma í stað viðræðna við Palestínumenn og myndi því ekki reynast fallinn til "að frysta" ferli það sem gangsett hefur verið í því augnamiði að stilla til friðar með Ísraelum og Palestínumönnum. Sagði forsætisráðherrann að með þessu móti myndu Ísraelar "þokast fram veginn í átt til friðarsamnings við nágranna okkar, Palestínumenn". Hét hann því að fylgja áætluninni eftir og víaði á bug ásökunum um að hann hefði blekkt kjósendur og almenning í Ísrael. "Ég sagði hreint út að ég væri fylgjandi palestínsku ríki," sagði Sharon.

Áætlun Sharons hefur orðið til þess að auka vopnaskakið á Gaza. Segja fréttamenn á staðnum að palestínskir skæruliðar hafi hert árásir sínar í því augnamiði að láta líta út sem Ísraelar hafi afráðið að hörfa þaðan. Ísraelsher sakar Palestínumenn um að hafa hert árásir sínar á byggðir landtökumanna.

Tala fallinna fer enda sífellt hækkandi. Réttir tíu dagar eru nú liðnir frá síðustu meiriháttar aðgerð herafla Ísraela á norðanverðu Gaza-svæðinu sem kostaði ekki færri en 107 Palestínumenn og fimm Ísraela lífið. Alls hafa nú 4.528 manns týnt lífi frá því að seinni uppreisn eða intifada Palestínumanna hófst í septembermánuði árið 2000. Af þeim sem fallið hafa eru 3.498 Palestínumenn og 956 Ísraela.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli