Frétt

Stakkur 43. tbl. 2004 | 27.10.2004 | 09:25Verkföll fara illa með alla

Þegar þetta er skrifað eru fimm vikur af skólagöngu íslenskra barna foknar út í veður og vind vegna mannlegra ákvarðana, sem þrátt fyrir allt byggjast á lögum sem menn settu á Alþingi. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú, að allt ætti því að vera í himnalagi. Sitja ekki ávallt bestu menn þjóðarinnar, karlar og konur, á Alþingi Íslendinga? Það er á þeim að heyra næstum allt árið með þeirri undantekningu þó, að alþingismennirnir í hinu liðinu eru heimskir og ómögulegir. Stjórnarliðið segir fulltrúa stjórnarandstöðu vonda og ekki haga sér gáfulega. Þessi skoðun er einnig uppi á teningnum í stjórnarandstöðunni, að stjórnarliðar séu ekki ýkja gáfulegir og takist alla jafna fremur illa upp. Eina undantekningin sem einhverju skiptir er í kringum kosningar. Þá eru allir frambjóðendur sammála um að frambjóðendur annarra stjórnmálaflokka séu undir þess sök settir. Að öðru leyti má segja að nánast allir þingmenn telji sig í hópi bestu manna. Er þá nokkuð að?

Engum náttúruhamförum virðast fylgja þeir eiginleikar að afleiðingar geti tekið fram afleiðingum mannlegra verka. Þó eru allir menn gæddir þeirri hugsun að vilja vel og langflestir láta hana ráða í störfum sínum. Engu að síður eru 4500 kennarar í verkfalli og börn fá ekki lögbundna kennslu. Kennarar féllust ekki á miðlunartillögu ríkissáttasemjara og þá lagðist allt í fyrirsjáanlegan tveggja vikna lögbundinn dvala. Ekki verður hann rofinn nema eitthvað nýtt gerist og ekkert slíkt er að sjá í spilunum, því miður. Hvað er þá til ráða? Engar einfaldar lausnir virðast í stöðunni. Þess í stað reyna kennarar af miklu kappi að gera sveitarfélögin, eða öllu heldur forsvarsmenn þeirra, tortryggileg. Sagt er að ríkið eigi að láta sveitarfélögin hafa meira fé til ráðstöfunar. Það væri því miður galið að hlaupa upp til handa og fóta og verða við þessari ósk. Ef það er vilji ríkis og sveitarfélaga að breyta samskiptum sínum verður það að gerast undir öðrum kringumstæðum en ógn og hótunum vegna launabaráttu einnar stéttar, hver sem hún er. Þessi staða sýnir hve verkföll geta farið illa með marga. Það er ekki lengur verið að tala um aðalatriðin.

Verkföll eru að margra mati tímaskekkja og gagnast í raun engum. Verkföll eru það sem heitir á máli hagfræðinnar ,,allra tap”. Ef til vill er vandi kennara fólgin í því að kunna of lítið í hagfræði og hafa ekki hagfræðina sér til leiðsagnar og hagfræðinga sér til aðstoðar. Nútíminn er flókinn eins í ljós kemur á hverjum degi. En sá hræðilegi misskilningur, sem kennarar eru að reyna að ýta að örvæntingarfullum foreldrum grunnskólabarna, að málið snúist um samskipti ríkis og sveitarfélaga er ógn og sýnir óbilgirni í besta falli, en afar ósvífna baráttuaðferð yfirleitt. Þessi aðferð er lævís og til þess fallin að draga athyglina frá aðalatriðum, sem er skólahald á Íslandi. Börnin fá ekki kennslu og kennarar virðast ætla að fara aftur undir ríkið og losna frá sveitarfélögunum. Hvers vegna eru þeir að beita fyrir sig börnum? Því skal ekki svarað hér, en ekki er lagður dómur á það hver sanngjörn laun kennara skuli vera. En kennarar vissu það þegar þeir kröfðust eins heildarsamnings við sveitarfélögin, að þau eru of mörg, sum, reyndar flest, allt of lítil, og ekki megnug þess að gera öll jafn vel við starfsmenn sína. Verkfallið hefur leikið alla grátt, einkum kennara, er flestir vilja komast aftur til kennslu. Margra ára verk verður að vinna aftur traust þjóðarinnar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli