Frétt

bb.is | 25.10.2004 | 14:21Vill að nemendur njóti jafnræðis þegar kemur að greiðslu húsaleigubóta

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði hefur ritað Árna Magnússyni félagsmálaráðherra bréf þar sem vakin er athygli ráðherrans á að nemendur skólans njóti ekki jafnræðis þegar kemur að rétti til húsaleigubóta. Nemar frá Dýrafirði, Önundarfirði og Súgandafirði fá ekki húsaleigubætur þrátt fyrir að eiga um lengri veg að fara en margir aðrir nemar sem fá bætur. Félagsmálaráðherra segir Ísafjarðarbæ í sjálfsvald sett hvort nemendur sem búa í sveitarfélaginu njóti húsaleigubóta til jafns við aðra nemendur.

Forsaga þessa máls er sú að fyrir nokkru var ákveðið að hækka húsaleigu á heimavist MÍ til samræmis við leigu í öðrum skólum. Leigan hefur hækkað nokkuð á heimavistum á undanförnum árum þar sem skólunum er ætlað að standa undir stærri hluta rekstrarins en áður. Umrædd hækkun átti einungis að hafa óveruleg áhrif á fjárhag nemenda þar sem húsaleigubætur kæmu á móti hækkuninni. Ólína Þorvarðardóttir skólameistari segir að haft hafi verið samráð við félagsmálaráðuneytið og starfsmenn Ísafjarðarbæjar, sem hafi staðfest að allir nemendur á heimavist myndu njóta húsaleigubóta.

Bergur Torfason starfsmaður skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar segist hafa talið að allir nemendur ættu að njóta húsaleigubóta sem í þessu tilfelli séu 8 þúsund krónur á mánuði. Eftir fyrirspurn til félagsmálaráðuneytis hafi sú túlkun ráðuneytisins komið fram að aðeins nemendur utan Ísafjarðarbæjar skuli fá bætur. Í lögunum um húsaleigubætur segir að nemar þurfi að stunda nám utan síns sveitarfélags til þess að eiga rétt á bótum. Bergur segir að í framhaldi af túlkun ráðuneytisins hafi Ísafjarðarbær hafnað óskum nemenda um húsleigubætur sem búsettir eru í sveitarfélaginu. Málið hafi þó ekki komið til kasta bæjarstjórnar.

Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði segir mál þetta afar einkennilegt og þarna sé lagabókstafurinn ekki í samræmi við megin hugsun laganna um jafnræði til náms. Hún segir að mál þetta snerti átta nemendur sem búsettir eru í Dýrafirði, Önundarfirði og Súgandafirði, sem valið hafi að búa á heimavist skólans í stað þess að keyra daglega til síns heima. Nemar sem eigi um styttri veg að fara eins og Bolvíkingar og Súðvíkingar njóti hinsvegar húsaleigubóta þar sem þeir eiga lögheimili í öðru sveitarfélagi. Slík mismunun sé ekki ásættanleg og í raun í andstöðu við þá megin hugsun að allir njóti jafnræðis. Í raun þurfi aðeins einu orði að breyta í núverandi lögum; orðið sveitarfélag breytist í byggðarlag. Ólína segir að í lögum um námsstyrki sé hins vegar talað um vegalengdir frá skóla og þar skipti sveitarfélagamörk engu máli.

Ólína segir augljóst að lögin um húsaleigubætur hafi ekki fylgt þeirri þróun sem átt hafi sér stað með sameiningum sveitarfélaga. Ólína segist fyrir nokkrum dögum hafa sent bréf til félagsmálaráðherra þar sem vakin var athygli á þessu misræmi. Hún segir að jafnframt hafi skólinn ákveðið að veita þeim nemendum sem málið snertir afslátt af leigunni sem nemur húsaleigubótum í þeirri von að málið leysist fljótlega.

Húsaleigubætur eru fjármagnaðar í sameiningu af ríki og sveitarfélögum og sjá sveitarfélögin um framkvæmd laganna. Blaðamaður hafði samband við Sigurjón Örn Þórsson aðstoðarmann Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og óskaði svara ráðherra hvort ekki væri rétt að breyta umræddu ákvæði laganna þannig að íbúar á heimavistum nytu jafnræðis. Sigurður Örn sagði ráðherra ekki hafa í hyggju að leggja til breytingar á umræddum lögum að svo stöddu. Hann sagði sveitarfélögin í landinu hafa óskað eftir því að lögum um húsaleigubætur yrði ekki breytt nema í fullu samkomulagi við sveitarfélögin og við það myndi ráðherrann standa. Aðspurður hvort þetta mál væri ekki réttlætismál þar sem það væri á skjön við þá stefnu að sameina og stækka sveitarfélögin sagði Sigurður Örn að það væri ekkert í lögunum sem bannaði sveitarfélögunum sjálfum að greiða húsaleigubætur til þessara nema. Slíka ákvörðun gætu þau tekið ef þau vildu.

Staða þeirra nemenda sem eiga lögheimili í Ísafjarðarbæ er snúin. Þrátt fyrir að þeir eigi um mun lengri veg að fara en sumir skólafélaganna njóta þeir ekki bóta til jafns við aðra vegna þess að sveitarfélagamörk hafa færst til. Vegalengdir hafa að sjálfsögðu ekki styst. Sú leið er fær að nemar yfir átján ára aldri færi lögheimili sitt á heimavistina og gætu þannig væntanlega notið húsaleigubóta. Þá skapast nýr vandi, nefnilega sá að þar með missa þeir rétt til þess að sækja um svokallaðan jöfnunarstyrk. Þeir nemar sem yngri eru en átján ára geta ekkert gert því þeir geta lögum samkvæmt ekki búið annars staðar en á heimili foreldra. Því má við þetta bæta að á sama tíma og menn takast á um þetta mál leggur félagsmálaráðherra til enn frekari sameiningar sveitarfélaga.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli