Frétt

mbl.is | 25.10.2004 | 08:11Segir kennara að „tala sig út í ólöglegt verkfall“

Illugi Gunnarsson, annar stjórnandi Sunnudagsþáttarins á Skjá einum og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, telur að ummæli formanns Kennarasambands Íslands í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag séu þess eðlis að verkfall þeirra hljóti að vera ólöglegt. Segir hann ennfremur „að 17. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna hljóti að vekja kennara til töluverðrar umhugsunar“.

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var gestur Illuga í Sunnudagsþættinum í gær þar sem vinnudeila kennara við sveitarfélögin var til umræðu.

Las Illugi upp ummæli Eiríks í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag og kvað eftirfarandi haft eftir honum. „Eina lausnin sem nú blasir við er að ríkisstjórnin komi að málinu með aukið fjármagn. Hún þarf að koma að þessum málum með því að viðurkenna að skiptingin milli ríkis og sveitarfélaga er röng og hefur verið það lengi.“

Sagði Illugi, að miðað við þessi ummæli Eiríks og ummæli talsmanna sveitarfélaganna, mætti segja að staðan væri sú núna að "raunverulega beinist verkfallið að hluta til að ríkisvaldinu. Það að segja að lausnin er þessi," sagði Illugi.

Síðan bætti hann við: „Gott og vel, mér sýnist staða þessarar kjaradeilu vera þannig, að verkfallið beinist að því að ríkið verði þar með að breyta tekjuskiptingunni milli ríkis og sveitarfélaga. En þegar maður lítur á lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna og flettir upp á 17. greininni, þá er talað um það hvenær óheimilt sé að hafa vinnustöðvun og hvenær verkfallið er ólöglegt. Það er þegar deiluaðilar, eða sá sem fer í verkfall krefst þess að ríkið geri eitthvað, breyti hegðun sinni eða geri eitthvað sem því er ekki skylt að gera samkvæmt lögum, þar sem ríkið er ekki aðili að vinnudeilunni. Nú eruð þið ekki starfsmenn ríkisins, þið eruð starfsmenn sveitarfélaganna. Þið eruð með kröfur á sveitarfélögin um það að þau eigi að borga ykkur ákveðið kaup. Sveitarfélögin segja „við eigum ekki peninga“. Þið hafið viðurkennt að þau eigi ekki þessa peninga og segið núna; við erum í verkfalli og höldum áfram að vera í verkfalli. Ríkið verður að koma inn og leysa málið með meiri pening. Ég sé ekki betur en að þið séu að tala verkfallið ykkar út í það að verða ólöglegt,“ sagði Illugi.

Eiríkur sagði svo ekki vera. „Nei. Okkar krafa beinist að sveitarfélögunum og það eru sveitarfélögin sem eiga að leysa málið. Við höfum hins vegar bent sveitarstjórnarmönnum á það með hvaða hætti þeir geti leyst vandann. Þetta er þannig lagað séð þríhliða; að við erum að semja við sveitarfélögin. Sveitarfélögin eru síðan í samstarfi við ríkið og eins og ég hef nú bent á áður er aðalvandinn þessi pólitíska samtrygging, sem ég kalla, að þessir flokkar eru ýmist með eða á móti. Það eru tveir flokkar sem mynda ríkisstjórn, en sums staðar eru þessir tveir flokkar í minnihluta í sveitarstjórnum,“ sagði Eiríkur.

Illugi ítrekaði það viðhorf að lausn kennaradeilunnar fælist í því að „ríkisvaldið komi inn og borgi þann mismun sem sveitarfélögin treysta sér ekki til þess að greiða“.

„Nákvæmlega,“ sagði Eiríkur.

„En það er ólöglegt,“ sagði Illugi.

„Nei, nei, nei, nei. Við erum bara að leiðbeina fólki sem er í sveitarstjórnum sem greinilega kann ekki og veit ekki að tekjurnar koma inn hjá ríkinu og það eru sjálfstæðir samningar milli ríkis og sveitarfélaga um þessa skiptingu. Við erum bara að bjóðast til þess að aðstoða sveitarstjórnarstigið við að ná meiri peningum frá ríkinu,“ sagði Eiríku

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli