Frétt

| 25.07.2001 | 12:23Gamla Apótekið á Ísafirði beðið að útnefna annan af tveimur fulltrúum Íslands

Gamla Apótekinu, menningarhúsi ungs fólks á Ísafirði, hefur hlotnast sá heiður að útnefna annan tveggja fulltrúa íslenskra barna á Barnaþing Sameinuðu þjóðanna og auka-allsherjarþing SÞ í haust. Barnaþing SÞ verður í New York 16.-18. september nk og í beinu framhaldi af því standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir auka-allsherjarþingi um réttindi barna sem haldið verður á sama stað 19.-21. september. Þingið er haldið í þeim tilgangi að meta hvernig velferð barna í heiminum hefur þróast á undanförnum áratug og til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta kjör barna og tryggja réttindi þeirra.
Í drögum að lokaskjali ráðstefnunnar er lögð áhersla á að hagsmunir barna séu ávallt hafðir í fyrirrúmi, að öll mismunun gagnvart börnum verði stöðvuð, að börnum verði tryggðar þroskandi uppeldisaðstæður, að öll börn njóti ókeypis menntunar, að misnotkun á börnum verði stöðvuð, börn verði vernduð fyrir stríðsátökum, börn verði vernduð fyrir HIV-smiti, dregið verði úr fátækt meðal barna og réttindi þeirra tryggð, að hlustað verði á börnin og þau virt sem sjálfstæðir þegnar.

UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) boðar til sérstaks barnaþings sem haldið verður dagana á undan auka-allsherjarþinginu. Rík áhersla er lögð á að allar aðildarþjóðirnar sendi börn á þingið og er tveimur börnum frá hverri þjóð boðin þátttaka. Flestar þátttökuþjóðirnar munu senda börn á barnaþingið og er það skilyrði að þau verði hluti af sendinefndinni á auka-allsherjarþinginu sjálfu, svo og fylgdarmaður þeirra.

Félagsmálaráðuneytið hefur leitað til Gamla Apóteksins á Ísafirði í þeim tilgangi að finna einn fulltrúa til þingsetu. Óskað er eftir dreng á aldrinum 16-17 ára sem er vel máli farinn á ensku og verðugur fulltrúi íslenskra barna. Viðkomandi þarf að geta tekið þátt í umræðum um hagsmuni og réttindi barna og geta kynnt niðurstöður þingsins á Vestfjörðum að þinginu loknu.

UNICEF starfrækir heimasíðu sem undirbúning fyrir þingið. Þar eru umfjöllunarefnin kynnt og boðið upp á umræður um stöðu og réttindi barna.

Gamla Apótekið hvetur áhugasama til að skila inn umsóknum um þátttöku til Soffíu Vagnsdóttur, Þjóðólfsvegi 9, 415 Bolungarvík, eða netpósti fyrir föstudaginn 3. ágúst. Í umsókn skal tilgreina nafn, aldur, starf/nám og helstu skoðanir á málefnum barna á Íslandi.

Allar nánari upplýsingar fást í Gamla Apótekinu og hjá Soffíu Vagnsdóttur.

bb.is | 30.09.16 | 07:50 Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með frétt Ráðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli