Frétt

| 25.07.2001 | 09:36Megas, Sigur Rós og myndir úr Völuspá

Dagskrá Galdrastefs á Ströndum, sem er menningar- og fjölskylduhátíð í Bjarnarfirði, er nú fullbúin. Hátíðin verður sett kl. átta að kvöldi föstudagsins og hefst þá um leið þjóðsagnamaraþon. Galdramenn af Ströndum kveða niður drauga og aðra óáran til heilla komandi helgi en þá hefjast stórtónleikar. Sönghópurinn Gríma flytur nýfundna 17. aldar tónlist og Sigur Rós mun ásamt strengjasveitinni Anima og kvæðamanninum Steindóri Andersen flytja tónlistardagskrá sem farið hefur sigurför um heiminn. Haldin verður minningarathöfn um brennda galdramenn þá um kvöldið og flutt tónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson.
Á laugardag flytur Möguleikhúsið verkið Völuspá eftir Þórarin Eldjárn. Gott er fyrir gesti að fylgjast vel með því strax á eftir verður farið í ratleikinn „Hvar er Vala?“ þar sem leitað verður að myndum úr Völuspá um allan Bjarnarfjörð. „Fundvísir verða vitni að ótrúlegustu uppátækjum fjölmargra persóna úr Völuspá. Hvar eru Huginn og Muninn? Hvar er Suttungur og hvað er hann að semja? Getur hann yfir höfuð samið? Er Vala með köttinn eða eru það Gunnlöð og Óðinn? Hversu hættuleg eru Ragnarök? Er Fenrisúlfurinn jafn óttalegur og haldið er?“, segir í dagskrá Galdrastefs á Ströndum.

Þjóðsagnatjaldið verður opið allan sólarhringinn og verður þar maraþonlestur á alls kyns þjóðsögum. Á heila tímanum spretta fram lifandi þjóðsagnaverur, túlkaðar af listafólki úr Leikfélagi Hólmavíkur. Sölubásar með alls kyns réttum verða á svæðinu og Strandalömb, sem eru oft talin háfættust lamba, verða grilluð í heilum skrokkum seinnipart laugardags. Báts- og kajakferðir á Bjarnarfjarðará standa til boða yfir daginn og allskyns furðuuppákomur eiga sér stað á svæðinu.

Á laugardagskvöld verður mikið um dýrðir í Bjarnarfirði. Þá koma fram Megas, Gulli kuklari, Andrea Gylfadóttir og Eddi Lár, kvæðamaðurinn Steindór Andersen, MÖK tríóið og Galdramenn af Ströndum. Síðast en ekki síst verður frumflutt tónverk sem Hilmar Örn Hilmarsson samdi sérstaklega fyrir hátíðina. „Gerð verður grein fyrir flótta Þjóstólfs, friðils Hallgerðar langbrókar, norður til Bjarnarfjarðar á Ströndum. Svanur á Svanshóli, mesti galdramaður sögunnar, greip þar til sinna ráða og stjórnaði náttúruöflunum eftir sínu höfði til að ráða niðurlögum eftirreiðarmanna Þjóstólfs“, segir í dagskrá.

Kveiktir verða varðeldar bæði kvöldin. Þeir sem vilja taka þátt í Galdrastefi á Ströndum geta keypt miða á netinu. Einnig er hægt að kaupa miða hjá Galdrasýningunni á Ströndum, Hólmavík, eða hjá upplýsingamiðstöðvum á Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri.

Galdrastef á Ströndum

bb.is | 26.09.16 | 13:23 Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með frétt Það er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli