Frétt

Sælkeri vikunnar – Sigurbjörg Kristinsdóttir á Ísafirði | 22.10.2004 | 11:17Fiskisúpa með grænmeti og hvítlauksbrauði

Sælkeri vikunnar býður upp á fiskisúpu með grænmeti sem ætluð er fyrir 5-6 manns. Hún mælir með að bera súpuna fram með hvítlauksbrauði og góðu salati. Þá býður hún einnig upp á gott hvítlauksbrauði sem ætti að kitla bragðlaukana. Þar mælir Sigurbjörg með að notað sé rautt, papriku eða með sólþurrkuðum tómötum, tapenade. Í eftirréttinum mætast hollusta og ljúffengt bragð í einfaldri skyrköku.

Fiskisúpa með grænmeti

2 dósir Hunt´s Original Garlic
3 bollar vatn
½ bolli laukur, saxaður
½ bolli gulrætur, saxaðar
½ bolli sellerí, saxað
½ bolli paprika, söxuð
1 peli rjómi
½ kjúklingateningur
1 msk púðursykur
250 g rækja eða annar fiskur

Steikið grænmetið í potti og setjið tómatkryddsósuna út í. Bætið öllu nema rækjunum við og hrærið vel saman. Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mín. Setjið rækjurnar út í þegar súpan er fullsoðin, en ef notaður er fiskur má setja hann út í súpuna í bitum 5 mínútum áður en súpan er tekin af hellunni.

Gott hvítlauksbrauð

1 baguette brauð
slatti af rifnum ost
1 dós tapenade frá „Sacla“
Nokkur hvítlauksrif
2 skalottlaukar
Örlítið af ólívuolíu

Skerið brauðið í helming langsum og því næst í hæfilega stórar bita svo úr verði passlegar sneiðar. Smyrjið tapenade á hverja sneið. Kremjið hvítlauksrif og sneiðið skalottlauk smátt. Bætið út í ásamt örlitlu af olíu, til að bleyta í lauknum. Smyrjið laukblöndunni á hverja sneið og stráið rifnum osti yfir. Hitið við meðalhita þangað til osturinn bráðnar.

Frekar holl skyrkaka

botn:

1 pk Homeblest kex
2-3 msk smjör, brætt

kakan:

500 g skyr, t.d. jarðarberja
1 pakki jello, ananas
2 dl. sjóðandi vatn
1 peli þeyttur rjómi
1 dós kurlaður ananas
100 g saxaðar heslihnetur

Botninn: Myljið kexið og bræðið smjör og kælið. Hrærið saman. Þrýstið mylsnunni í botn á djúpu formi.
Kakan: Blandið sjóðandi vatninu og jello (hlaup) pakkanum saman, látið blönduna kólna. Blandið afganginum af hráefnunum saman við. Hellið blöndunni yfir botninn og setjið kökuna í kæli í nokkra klukkutíma áður en hún er borin fram. Skreytið með til dæmis jarðarberjum.

Ég skora á Ragnheiði Baldursdóttur á Ísafirði að töfra það besta fram úr uppskriftarbókum sínum.bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli