Frétt

| 24.07.2001 | 07:42Guðsþjónusta verður í Sæbólskirkju

Sæbólskirkja. Mynd: Kirkjunetið / Guðný Pálsdóttir.
Sæbólskirkja. Mynd: Kirkjunetið / Guðný Pálsdóttir.
Messað verður að Sæbóli á Ingjaldssandi á sunnudaginn. Prestur verður séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir og hefst messan klukkan tvö. Að henni lokinni verður haldinn fjölskyldudagur átthagafélagsins Vorblóms í samkomuhúsinu Vonarlandi. Félagsmenn verða með grillið tilbúið og allir eru velkomnir með eitthvað á það fyrir sig og sína. Sæbólskirkja á Ingjaldssandi er 72 ára gömul steinkirkja sem tekur 35 manns í sæti. Hún var vígð 1929, þá nýbyggð eftir að gamla kirkjan sem stóð ofar og vestar fauk í ofsaveðri nokkrum árum áður.
Núna á laugardaginn voru til grafar bornir frá Sæbólskirkju síðustu ábúendur af sinni kynslóð sem hafa lifað og starfað allan sinn aldur á Ingjaldssandi. Það voru þeir bræður Guðmundur og Guðni Sveinn Ágústssynir, en þeir bjuggu á Sæbóli alla sína tíð.

Á vef Sandara, Ingjaldsfréttum, segir svo Halla Signý Kristjánsdóttir frá Brekku m.a. um Átthagafélagið Vorblóm og nafn þess:

„Átthagafélagið Vorblóm var stofnað á vordögum 1996. Það voru nokkrir Sandarar sem komu saman og ákváðu að ekki væri við það búandi að allt það heiðursfólk sem af Sandinum væri ættað og eða ætti taugar þangað ætti sér ekki einhvern sameiginlegan félagsskap. Ekki þar fyrir að nóg er til af félögunum fyrir fólk sem vill koma saman til að sýna sig og sjá aðra. Nei, Sandarar eru og verða alltaf sér þjóðflokkur, sumir vilja kalla sér trúflokk. Hvað sem öðrum finnst, erum við öll jafnsannfærð um að ekki fyrirfinnist jafn skemmtilegt fólk og Sandarar eru, og því var tilvalið að við stofnuðum átthagafélag. Við fengum nafn ungmennafélagsins á Sandi lánað, Vorblóm. Það er þó enn á lífi og heldur félagaskrá undir öruggri stjórn Ásvaldar frá Ástúni. Við eigum í sameiningu samkomuhúsið á Ingjaldssandi sem heitir Vonarland.“

Ingjaldsfréttir

bb.is | 26.09.16 | 07:34 Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með frétt Flateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli