Frétt

bb.is | 18.10.2004 | 14:27Lagt til að Barðastrandarprófastsdæmi og Ísafjarðarprófastsdæmi sameinist

Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup hefur flutt tillögu á Kirkjuþingi, sem nú stendur yfir, þar sem lagt er til að Barðastrandarprófastsdæmi og Ísafjarðarprófastsdæmi verði sameinuð í nýju Vestfjarðaprófastsdæmi. Lagt er til að hin nýja skipan taki gildi 1. desember 2005. Tillagan er flutt af biskupafundi. Í athugasemdum með tillögunni kemur fram að tillagan sé nú flutt af biskupafundi í fjórða sinn. Þá segir m.a.: „Tillaga þessi er lögð fram í því skyni að styrkja samstarf kirkjulegra aðilja og embætta á Vestfjörðum svo og prófastsþjónustu og stjórnsýslu í því sambandi. Verkefni og ábyrgð prófastsdæmanna hafa aukist undanfarin ár og þau verða að vera í stakk búin til að axla þá ábyrgð, enda er sú þróun kirkjunni tvímælalaust til hagsbóta.“

Í greinargerðinni er einnig nefnd sú hugmynd að núverandi Reykhólaprestakall verði sameinað suður á bóginn. Þar segir: „Til viðbótar því má nefna að fyrirhugað er, af hálfu biskupafundar, að senda til kynningar í héraði tillögu um að Reykhólaprestakall tilheyri Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi og ef umsagnir gefa ekki tilefni til annars, verður tillagan lögð fram á Kirkjuþingi 2005. Verði slík tillaga lögð fram og samþykkt, eru tvö prestsembætti eftir í prófastsdæminu. Tillagan er í samræmi við núverandi skipan kjördæma til Kirkjuþings og breytir því engu um hana, verði hún samþykkt á Kirkjuþingi.“

Eins og áður sagði hafa áður komið fram tillögur í þessa átt á Kirkjuþingi. Um það segir svo í greinargerð með tillögunni nú: „Árið 2000 flutti biskupafundur tillögu um þetta mál á Kirkjuþingi. Var samþykkt að vísa henni til umsagnar heima í héraði. Umsagnir bárust og var Ísafjarðarprófastsdæmi fremur meðmælt tillögunni. Héraðsfundur Barðastrandarprófastsdæmis mælti fremur gegn tillögunni og taldi hana ekki tímabæra. Síðan þá eru liðin fjögur ár og er mat biskupafundar að nú sé tímabært að ráðast í þessa nauðsynlegu skipulagsbreytingu. [...] Eins og fram kemur hefur héraðsfundur Barðastrandarprófastsdæmis tvívegis fjallað um tillöguna – síðast fyrir tveimur árum. Biskupafundur telur ekki þörf á frekari umfjöllun heima í héraði, þ.e. þriðju umsögninni, enda vandséð að nokkuð hafi breyst sem geti leitt til annarrar niðurstöðu.“

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 13:24 Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með frétt Laugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli