Frétt

mbl.is | 18.10.2004 | 13:59Rifrildi leiddi til áreksturs

Ekið var aftan á bíl við Yrsufell í Reykjavík um miðjan dag í gær. Lögreglan segir, að aðdragandi árekstursins hafi verið með þeim hætti að ungt par með 7 mánaða gamalt barn var að rífast í öðrum bílnum. Í æsingnum nauðhemlaði ökumaðurinn og lenti þá annar bíll aftan á honum. Ökumaður þess bíls fór af vettvangi þar sem hann hræddist æsinginn í hinum bílstjóranum. Þetta kemur m.a. fram í yfirliti lögreglunnar í Reykjavík yfir helstu verkefni helgarinnar. Tilkynnt var um 10 líkamsárásir og í 22 tilvikum hafði lögregla afskipti af fólki vegna fíkniefnamála. Þá var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp með eignatjóni um helgina.

Á föstudag var ekið á 10 ára gamlan dreng á reiðhjóli á horni Dælustöðvarvegar og Reykjavegar í Mosfellsbæ. Talið er að drengurinn hafi orðið fyrir vinstra framhorni bifreiðar og þaðan farið undir hana. Drengurinn var með hjálm sem brotnaði við slysið. Drengurinn slasaðist nokkuð, hlaut m.a. brot á höfuðkúpu og blæðingu inn á heila auk annarra skráma og meiðsla. Bifreiðin sem ók á drenginn var breytt torfærubifreið, óskoðuð og voru hemlar hennar í ólagi.

Um hádegisbil á laugardag var bifreið ekið á miklum hraða austur Kringluna. Lenti hægri hliðarspegill bifreiðarinnar á bakhluta konu sem gekk áleiðis suður yfir götuna á gangbraut. Bifreiðinni var ekið á brott eftir óhappið en lögregla hafði upp á ökumanni skömmu síðar. Hann kvaðst ekki hafa tekið eftir að spegillinn hefði farið í konuna.

Á laugardagskvöld lenti sjúkrabifreið í forgangsakstri í árekstri við tvo fólksbíla á gatnamótum Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar. Ökumaður og tveir farþegar annarrar bifreiðarinnar fóru sjálfir á slysadeild með minni háttar meiðsli. Dráttarbíll fjarlægði allar þrjár bifreiðarnar af vettvangi.

Um helgina voru 30 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast fór var mældur á 130 km hraða á Kringlumýrarbraut þar sem leyfilegur hraði er 70 km/klst. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur.

föstudagsmorgun var óskað aðstoðar lögreglu vegna gruns um þjófnað starfsmanns í matvöruverslun í miðbænum. Talið er að starfsmaðurinn hafi stolið a.m.k. tvívegis úr sjóðsvél verslunarinnar.

Nokkru síðar var tilkynnt um hús sem virtist hafa fokið af palli pallbifreiðar og lægi á miðakrein Vesturlandsvegar í Ártúnsbrekku til austurs. Bifreiðin var farin úr Ártúnsbrekku en var síðar stöðvuð við Víkurveg í Grafarvogi. Var heitur pottur á palli bílsins og hafði ökumaður ekki haft fyrir því að festa hann þrátt fyrir að potturinn hafi fokið af í Ártúnsbrekkunni. Var ökumanni gert að festa pottinn áður en hann fékk að halda áfram för sinni og tók það hann 5 mínútur.

Rétt eftir hádegi á föstudag var tilkynnt um ungan mann að sprauta málningu á veggi fyrirtækis í austurborginni. Lögregla fór á staðinn og ræddi við „listamanninn" og fólk í húsinu sem var mjög sátt við framtakið. Því var ekkert aðhafst frekar í málinu.

Seinni hluta föstudags var hverfislögregla í Grafarvogi með eftirlit við áfengisverslunina í hverfinu þar sem nokkuð hafði borið á ungmennum við verslunina. Höfð voru afskipti af ungmennum sem tekist hafði að kaupa áfengi þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskyldum aldri og einnig voru höfð afskipti af manni sem uppvís var að því að kaupa áfengi fyrir unglinga. Af þessu tilefni vill lögregla brýna fyrir fólki, bæði starfsfólki áfengisverslana og öðrum, að óheimilt er að afhenda og veita þeim áfengi sem ekki hefur náð 20 ára aldri.

Á föstudagskvöldið hélt hljómsveitin Prodigy tónleika í Laugardalshöll. Lögregla, tollgæsla og fíkniefnaleitarhundar voru að störfum. Nokkur ölvun var á svæðinu en þurfti lögregla þó ekki að hafa mikil afskipti af fólki vegna ölvunar. Nokkrir minni háttar pústar voru á svæðinu en lögregla hafði ekki afskipti af þeim. Nokkur fjöldi fíkniefnamála kom upp en í flestum tilvikum var magnið lítið og voru fíkniefnin aðallega ætluð til eigin neyslu. Þá var maður fluttur á slysadeild eftir að þrír menn réðust á hann. Ekki er vitað hverjir gerendurnir voru.

Lögregla var tvívegis kölluð að Þjóðleikshúsinu um helgina. Á föstudagskvöldið fór brunaboði í gang í húsinu. Rýma þurfti húsið og gekk það vel þar sem hlé var á sýningunni þegar brunaboðinn fór í gang. Í ljós kom að eldur hafði kviknað í potti í eldhúsi í kjallara hússins. Kviknað hafði í feiti og tókst starfsmanni að mestu að slökkva eldinn. Mikill reykur varð þó af og reykræsti slökkviliðið húsið og slökkti leifar eldsins. Nokkurt tjón varð í eldhúsi. Á meðan slökkvistörf fóru fram hélt leiksýningin áfram úti á tröppum hússins.

Þá varð annað óhapp í húsinu á laugardagskvöld þegar starfsmaður fékk rafstraum í sig á leiksýningu.

Nokkuð margir voru í miðborginni aðfaranótt laugardags en lögregla þurfti þó ekki að hafa mikil afskipti af fólki. Undir morgun var maður sleginn með flösku í höfuðið á Laugaveginum. Hlaut hann sár á hnakka og flutti lögregla hann á slysadeild. Lýsing fékkst á árásarmönnum hjá vitnum en hinn slasaði taldi sig ekki geta lýst þeim. Lögregla grunar ákveðna menn um verknaðinn en þeir hinir sömu kannast ekki við málið.

Á laugardagsmorgun var tilkynnt um ókunnugan mann sem kominn var inn á herbergi hjá konu á hóteli í austurborginni. Var maðurinn kominn upp í rúm til konunnar sem hafði vaknað við það að verið var að strjúka á henni annað lærið. Maður hennar lá við hlið hennar í rúminu og gaf hún honum olnbogaskot þannig að hann vaknaði. Þegar eiginmaðurinn var vaknaður hafði ókunnugi maðurinn sig á brott. Hafði þessi sami maður reynt að elta konuna inn á herbergi kvöldið áður en verið vísað út. Hafði hann þá orðið sér úti um höfuðlykil að hótelinu og þannig komist inn í herbergi konunnar.

Nokkuð var um innbrot og þjófnaði um helgina eins og oft áður. Brotist var inn í hús í Fossvoginum og stolið þaðan fartölvu, farsíma og myndavél. Lögregla hafði upp á þjófunum og játuðu þeir verknaðinn en þeir eru á aldrinum14-17 ára. Þá var brotist inn í hús í Árbænum og stolið þaðan tveimur haglabyssum, tvíhleypu og annarri hálfsjálfvirkri. Þá höfðu þjófarnir skartgripi á brott með sér.

Seinni hluta laugardags fór lögregla og slökkvilið til að aðstoða slasaða konu í Árbænum. Konan hafði dottið og slasast á fæti eftir að hafa hrasað um snæri sem strengt hafði verið milli ljósastaurs og rafmagnskassa við gangstétt. Konan meiddist vinstra hné og fæti og var flutt á slysadeild. Ekki er vitað hver kom snærinu þarna fyrir.

Aðfaranótt laugardags var tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðbænum með einungis nokkurra mínútna millibili. Á Laugavegi lentu tveir menn í átökum við mann í hvítum jakkafötum. Annar þeirra var með bólgið enni, brotna tönn og skurð á augabrún eftir átökin en hinn var marinn í andliti og með skurð á augabrún. Þeir voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl. Á skemmtistað í miðborginni var tilkynnt um að maður hafi verið skorinn á háls. Maðurinn hafði verið skorinn 5-6 skurði í andliti með brotnu gleri. Hann var mjög illa skorinn og þurfti að sauma fjölmörg spor í andlit hans. Ekki var ljóst hver upptök átakanna voru en talið líklegt að þar hafi fjórir menn lent í slagsmálum.

Stuttu seinna var tilkynnt um mann þar rétt hjá sem lá í götunni eftir að hafa verið laminn. Í ljós kom að maðurinn hafði gengið berserksgang og einhver hafði ekki þolað meira og slegið hann niður. Maðurinn varð brjálaður þegar hann raknaði úr rotinu og varð að flytja hann á stöð og vista.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli