Frétt

mbl.is | 18.10.2004 | 13:08Sakborningar halda fast við fyrri framburð

Skýrslur hafa í morgun verið teknar af sakborningunum þremur í líkfundarmálinu svonefnda í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einnig hafa verið teknar skýrslur af þremur vitnum. Verður skýrslutöku haldið áfram eftir hádegið. Mönnunum þremur er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á 223,67 grömmum af amfetamíni, sem Litháinn Vaidas Jucivicius flutti hingað til lands í byrjun febrúar. Var hann með fíkniefnið innvortis en því hafði verið pakkað í tugi hylkja.

Thomas Malakauskas, einn sakborninganna, viðurkenndi að hafa skipulagt fíkniefnainnflutninginn ásamt Vaidasi og sagði hann að Grétar hefði vitað af því hvað til stóð skömmu áður en Vaidas kom til landsins. Grétar sagðist hafa fengið staðfest hvað til stóð þegar hann fór út á Keflavíkurflugvöll til að sækja Vaidas ásamt Thomasi og Jónasi Inga Ragnarssyni.

Mönnunum þremur er einnig gefið að sök að hafa ekki komið Vaidasi til hjálpar í lífsháska eftir að hann veiktist vegna stíflu í mjógirni af völdum fíkniefnapakkninga en þessi stífla leiddi Vaidas til dauða að morgni 6. febrúar. Þá er mönnunum þremur gefin að sök ósæmileg meðferð á líki Vaidasar með því að flytja líkið austur til Neskaupstaðar og sökkva því þar í sjó. Lík Vaidasar fannst í höfninni í Neskaupstað 11. febrúar.

Framburður þeirra Grétars og Thomas var í stórum dráttum samhljóða um þessa atburðarás en Jónas hélt fast við þann framburð sinn að hann hafi aldrei hitt Vaidas, og ekki vitað af fíkniefnainnflutningnum, af veikindum Vaidasar eða láti.

Jónas viðurkenndi að hafa farið til Keflavíkur til að sækja mann, sem hann þekkti aðeins undir nafninu Vaidas en sá hafi ætlað að standa að innflutningi sumarhúsa frá Litháen. Þremenningar fóru á mis við Vaidas sem tók rútu til Reykjavíkur og þeir hittu hann síðar um kvöldið á Hótel Loftleiðum. Jónas sagðist þá hafa verið sofandi í bílnum og ekki hitt umræddan mann.

Þeir Grétar og Thomas báru hins vegar að Jónas hefði komið nokkrum sinnum í íbúð Thomasar, þar sem Vaidas dvaldi, og tekið þátt í umræðum um fíkniefnin og um líðan Vaidasar og lagt á ráðin um hvernig losna ætti við lík hans.

Jónas var í för með hinum mönnununnum tveimur þegar ekið var með lík Vaidasar í bíl austur á Neskaupstað. Jónas sagðist hins vegar ekki hafa vitað af líkinu í bílnum eða af athöfnum félaga sinna í Neskaupstaðarhöfn. Grétar og Thomas báru hins vegar að Jónas hefði tekið þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni.

bb.is | 26.10.16 | 13:24 Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með frétt Laugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli