Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 17.10.2004 | 19:43Sérstakur vandi Vestfjarða – er hann fyrir hendi?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Staða Vestfjarða í tengslum við fiskveiðistjórnarpólitík er oft til umræðu. Það er þess vegna ekki óeðlilegt að menn spyrji. Hver er þessi staða? Hafa Vestfirðir sérstöðu og ef svo er í hverju felst hún? Óneitanlega hafa Vestfirðir margvíslega sérstöðu. Landfræðilega blasir hún við. Hlutfallslegt fámenni, einhæfni atvinnulífs og fleira sem við blasir við örstutta yfirsýn. Forsenda byggðanna á Vestfjörðum var sóknin á miðin. Staðarkostirnir lutu einkum að nálægðinni við fiskimiðin. Þegar farið var að stjórna fiskveiðum með magnbundnum úthlutunum, varð fiskveiðirétturinn skýrari og byggðirnar sem urðu til í öndverðu vegna nálgæðar við fiskimiðinn stóðu og féllu með því hvernig þeim hélst á fiskveiðiréttinum.

Þessi mál hafa þróast með margvíslegum hætti á Vestfjörðum. Myndin sem er dregin upp í umræðunni er óskaplega ein(feldningsleg)föld og til þess að fá hana rétta þarf að skýra hana dálítið betur.

Sagan rifjuð upp

Frá því að fiskveiðikvótum var fyrst úthlutað í bolfiski á árinu 1984 hefur þróunin verið býsna margslungin. Lengst af kvótakerfinu var heildaraflahlutdeild Vestfirðinga hreint ekki svo slæm. Hún breyttist sannarlega innbyrðis á þessu tímabili. Í meginatriðum má segja að með undantekningum hafi kvótaeignin minnkað á sunnanverðum fjörðunum en einkum aukist á Ísafirði. Síðar dróst kvótinn mikið saman á Ísafirði og þá sjáum við í yfirlitstölum hina umtöluðu minnkun í heildarbolfiskkvóta Vestfirðinga.

Ástæðurnar eru mjög margar og margbreytilegar. En nauðsynlegt er að hafa í huga þá sérstöðu sem Vestfirðingar bjuggu svo sannarlega við sem landsfjórðungur. Vestfirðir eru hefðbundið þorsksvæði í veiðum og vinnslu. Fyrirtækin einhæfðu sig í veiðum og vinnslu á þorski og almennt var það talið skynsamlegt að vinna með þeim hætti. Sérhæfing væri hagkvæm og menn gerðu sér þannig mat úr nálægðinni við miðin.

Lengst af skilaði þetta árangri. Niðurskurður í þorskaflaráðgjöf, sem leiddi síðan til kvótasetningar á árinu 1984 var auðvitað sérstakt áfall á Vestfjörðum sem notið hafði nálægðarinnar við þorskmiðin. Þó svo að kvótaúthlutunin hafi verið í samræmi við veiðarnar þrjú árin á undan var samdrátturinn þungbær, vegna þess að sem hlutfall af heild hlaut hann að verða erfiðastur þeim sem stærstir voru í þorskveiðunum. Uppsveiflan í þorskveiðunum á síðari hluta 9. áratugarins kom heldur ekki til góða fyrir þorskveiðibyggðirnar fyrir vestan eða annars staðar þar sem líkar aðstæður voru. Þá bjuggu menn við ofurgengi. Aflaaukningin skilaði sér ekki í tekjuaukningu, en útgjöldin ruku upp. Út úr uppgangsárunum í þorskveiðunum 1986-1989 komu menn í mígandi tapi og máttu leggjast í milljarðaskuldbreytingar í gegn um opinbera sjóði, sem frægt var. Þessi byggðarlög og fyrirtæki voru því mörg hver á hnjánum þegar hinn gríðarlegi þorskaflasamdráttur varð í kjölfarið. Mörg fyrirtæki um allt land þoldu þetta ekki. Skellurinn varð erfiðastur fyrir vestan af því að þar voru menn sem heild háðastir þorskinum. Í viðbót við þetta kom svo að í þá daga bjuggu menn við fjármálaumhverfi þar sem ákvarðanir gátu allt eins verið duttlungafullar, eða að þeim var stjórnað af annarlegum hvötum. Það var því ekki alltaf von á góðu.

Kvótinn kemur og kvótinn fer

Í framseljanlegu aflahlutdeildarkerfi ( hvort sem um er að ræða íslenskt aflakvótakerfi eða færeyskt sóknardagakerfi) getur sú staða alltaf komið upp að aflaheimildir hverfi úr byggðarlagi sem dögg fyrir sólu. Við sjáum mörg slík dæmi út um allt land. Með sameiningu fyrirtækja getur slíkt til dæmis gerst og stóru kvótatilfræslurnar á síðustu árum hafa orðið í gegn um slíkt frá Vestfjörðum(Básafell, Bakki, Hrönn). Það er ljóst mál að byggðarlag, sem hefur orðið til á forsendum útræðisins og fiskveiðiréttarins stenst ekki ef rétturinn til veiða er tekinn af þeim. Dæmin eru himinhrópandi og það tjóar engum að reyna að neita því. Það er vegna þessa sem við höfum þróað fiskveiðistjórnarkerfið þannig að það skapi möguleika fyrir minni byggðarlög; byggðarlög sem hafa tapað fiskveiðiréttinum í einhverri mynd. Dæmi um slíkt má finna fyrir vestan, en einnig fyrir norðan, sunnan og austan land.

Handbeitning og háskólastörf

Hið sérstaka aðskilda fiskveiðistjórnarkerfi smábátanna, krókaflamarkið hefur óneitanlega skapað byggðarlögum viðspyrnu sem ella hefðu ekki átt lífsmöguleika. Byggðakvóti hefur sums staðar reynst þýðingarmikið úrræði. Aflabætur við hrun einstakra fiskistofna hafa sömuleiðis verið hreint bjargræði og línuívilnunin hefur fest útræði smábáta í sessi í byggðarlögum sem liggja vel við slíkri sjósókn.

Það hefur svo sem ekki vantað að menn hafa reynt að úthrópa þetta og viljað kenna við úrelta fortíðarhyggju. Slíkt er ósanngjarnt. Í byggðarlögum þar sem atvinna er einhæf skipta sjávarútvegsstörfin öllu máli. Vinna við beitningu, til dæmis, er tiltölulega vel launuð, vinnutíminn er sveigjanlegur og hentar báðum kynjum. Þessi vinna gefur fólki tekjur, myndar arð í byggðunum og er því undirstaða þess að unnt sé að byggja upp aðra atvinnustarfsemi á fjölbreyttari grunni. Menn eiga þess vegna ekki að láta eins og slíkt sé andstæða annarra starfa, svo sem eins og háskólastarfa, ekki frekar en að starf á góðum frystitogara sé andstæða háskólastarfa, af því að það krefst ekki háskólamenntunar. Sjávarútvegurinn er undirstaðan í byggðunum okkar, hvort sem það er í Bolungarvík eða á Akureyri, Vestmannaeyjum eða Fjarðabyggð, svo dæmi séu tekin af handahófi.

Von á liðsauka

Ef ekki væri fyrir þessa undirstöðu, þá væri tómt mál að tala um uppbyggingu háskólanáms á Vestfjörðum, sem nú er unnið að hörðum höndum. Vonandi sækjum við stuðning til þeirra sem hafa ráðlagt okkur að hætta áherslunni á landróðra með línu en hyggja betur að háskólauppbyggingu fyrir vestan. Ég hlakka svo sannarlega til að eiga von á öflugri liðveislu í háskólamálinu frá kraftmiklum mönnum. Orð síðustu vikna sýna okkur svart á hvítu að í þessum efnum blasir við okkur mikill og vel þeginn liðsauki. Það verður tilhlökkunarefni að fá að vera í því liði.

Undirstaða frekari uppbyggingar

Á Vestfjörðum bendir nú margt til að sú undirstaða sem meðal annars smábátaútgerðin hefur reynst, geti skilað okkur inn á braut frekari uppbyggingar. Það virðist vera að rætast sem við vonuðum, að nú sé að skapast grundvöllur til annarrar uppbyggingar í sjávarútvegi, í byggðarlögum sem hafa átt í vanda og hafa orðið fyrir gríðarlegu íbúatapi. Mestan part er þetta vegna smábátaútgerðarinnar, og framtaks þeirra sem hana hafa stundað, en einnig sums staðar vegna byggðatengdra aðgerða. Nú á sér stað mjög mikil fjárfesting í stærri skipum, auknum aflaheimildum, tækninýjungum í fiskvinnslu og öðru því sem efla mun sjávarútveginn á Vestfjörðum. Það verða til fleiri störf og vonandi fjölgar íbúnum þá á nýjan leik. Þá verða til nýjir möguleikar, því eins og oft hefur verið sagt; það varðar mest til allra orða/að undirstaðan rétt sé fundin.

Hitt er svo annað mál, að það skiptir miklu máli að okkur takist að leggja niður vopnin í þessum endalausu erjum sem hafa staðið innbyrðis í sjávarútveginum. Fiskveiðistjórnunarkerfið okkar, með framseljanlegu aflahlutdeildarfyrirkomulagi hefur verið að festa sig í sessi. En hinu mega menn ekki gleyma að slíkt kerfi hefði verið gjörsamlega óhugsandi nema vegna þess að það var skapað svigrúm utan þess, t.d fyrir minni aðila í sjávarútvegi og byggðarlög sem höfðu orðið undir í slagnum. Án þess hefði kvótakerfið ekki staðist og enginn veit hverjar afleiðingarnar hefðu orðið.

Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og situr í sjávarútvegsnefnd.

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli