Frétt

bb.is | 15.10.2004 | 16:00Stóra púkamótið í fótbolta haldið næsta sumar

Þessi mynd var tekin árið 1991 þegar BÍ 88 lék gegn því frækna liði ÍBÍ sem vann það afrek að komast í fyrstu deild haustið 1981.
Þessi mynd var tekin árið 1991 þegar BÍ 88 lék gegn því frækna liði ÍBÍ sem vann það afrek að komast í fyrstu deild haustið 1981.
Merki mótsins sem Pétur Guðmundsson hannaði. Merkið sýnir á táknrænan hátt hvernig eldri knattspyrnumenn vilja styrkja þá yngir með því að skemmta sér eina helgi á Ísafirði.
Merki mótsins sem Pétur Guðmundsson hannaði. Merkið sýnir á táknrænan hátt hvernig eldri knattspyrnumenn vilja styrkja þá yngir með því að skemmta sér eina helgi á Ísafirði.
Merki mótsins sem Pétur Guðmundsson hannaði. Merkið sýnir á táknrænan hátt hvernig eldri knattspyrnumenn vilja styrkja þá yngir með því að skemmta sér eina helgi á Ísafirði.
Merki mótsins sem Pétur Guðmundsson hannaði. Merkið sýnir á táknrænan hátt hvernig eldri knattspyrnumenn vilja styrkja þá yngir með því að skemmta sér eina helgi á Ísafirði.
Stóra púkamótið í fótbolta verður haldið næsta sumar á Ísafirði. Mótið er eins og nafnið gefur til kynna ætlað öllum þeim sem einhvern tíma hafa verið fótboltapúkar á Ísafirði. Mótið er haldið til styrktar sjóði sem stofnaður verður til þess að styrkja þjálfara yngri flokka í knattspyrnu. Þannig vilja þeir sem hér hafa alist upp greiða til baka fyrir það þeir þáðu frá íþróttafélögunum fyrr á árum. Um nokkurt skeið hafa knattspyrnuáhugamenn sem rætur eiga að rekja til Ísafjarðar rætt þann möguleika sín í milli að koma á fót móti á Ísafirði þar sem allir þeir sem áhuga hafa haft á þessari íþrótt, hafa stundað hana sér til heilsubótar og einnig þeir sem gert hafa garðinn frægan í íþróttinni gætu komið saman, att kappi og rifjað upp gömul kynni. Nú hefur slíkt mót verið ákveðið og verður það haldið á Ísafirði 22. og 23. júlí næsta sumar.

Undirbúningsnefnd hefur verið skipuð og í henni sitja Frímann Sturluson, Pétur Guðmundsson, Guðmundur Ólafsson og Jóhann Torfason. Nefndin mun síðan kalla sér til aðstoðar fleiri menn á næstu vikum. Eins og sjá má eru í nefndinni valinkunnir sæmdarmenn sem allir hafa gert garðinn frægan í knattspyrnunni. Samsetning nefndarinnar sýnir líka að í þessu móti ætla að sameinast þeir sem hér búa og þeir sem lánaðir voru til annarra landshluta.

Mótið er ætlað öllum þeim sem á einhvern hátt hafa komið að störfum fyrir knattspyrnuíþróttina á Ísafirði. Verða þar allir jafngildir hvort sem þeir hafa verið leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn eða dómarar, svo einhver störf séu nefnd í kringum þessa íþrótt. Rétt til keppni í mótinu hafa þeir sem ná munu 30 ára aldri á næsta ári. Hver einstaklingur skráir sig til þátttöku á mótinu á skráningarsíðu sem kynnt verður síðar. Keppt verður í níu manna liðum þar sem sjö menn verða á velli í einu. Trúlega verður spilað í 2x10 mínútur en það fer þó eftir fjölda þátttakenda og líkamlegu ástandi þeirra. Þátttakendum verður skipað í lið af mótsstjórn eftir ýmsum reglum sem kynntar verða síðar. Er það gert til þess að jafna aðstöðumun manna eftir aldri og verður keppnin því jafnari og skemmtilegri fyrir vikið.

Eins og kunnugt er hefur knattspyrnuíþróttin staðið styrkum fótum í gegnum tíðina á Ísafirði. Í tvígang hafa lið héðan unnið sér keppnisrétt í hópi bestu liða landsins en það var árið 1961 og 1981. Ekki þarf að hafa mörg orð um allar þær knattspyrnustjörnur sem eiga rætur sínar að rekja hingað. Ekki er þó með þessu móti verið að einblína á þær. Þvert á móti. Menn verða stjörnur á svo misjöfnum aldri. Því eru nú hvað bestir í þessari íþrótt margir þeir sem af ýmsum ástæðum völdu að láta ljós sitt skína á öðrum vettvangi og létu knattspyrnuhæfileikana liggja í dvala til seinni tíma. Stóra púkamótið er ekki síst sett á fót til þess að gefa þessum mönnum tækifæri á því að láta nú loks ljós sitt skína á fótboltavellinum.

Þátttökugjald hefur ekki verið ákveðið og verður það kynnt síðar. Innifalið í því verður m.a. bolur sem sérstaklega verður framleiddur í tilefni af mótinu. Gerður hefur verið samningur við verksmiðju sem þekkt er fyrir að geta saumað fatnað í nánast hvaða stærðum sem er og því tryggt að allir fái bol við sitt hæfi. Hluti skráningargjaldsins á mótinu mun renna í sjóð sem stofnaður verður til styrktar þjálfurum yngri flokka í fótbolta á Ísafirði. Með því vilja skipuleggjendur mótsins greiða með táknrænum hætti fyrir allar þær ánægjustundir sem íþróttafélögin á Ísafirði veittu þeim með því að gera þeim kleift að stunda þessa skemmtilegu íþrótt. Um leið er stutt við bakið á þeim sem eru að þjálfa ungviðið sem á eftir að gera garðinn frægan á komandi árum.

Ekki verður eingöngu leikinn fótbolti á Ísafirði þessa helgi. Framkvæmdanefndin hefur sett sér það mark að í boði verði dagskrá fyrir alla aldurshópa þannig að hér verði sannkölluð fjölskylduhátíð. Brottfluttar knattspyrnustjörnur geta því komið vestur með alla sína afkomendur og sýnt við upprunalegar aðstæður allar þær listir sem þeir á undanförnum árum hafa lýst í orðum fyrir afkomendum sínum.

Mótinu lýkur síðan með stórdansleik þar sem hljómlistarmenn frá Ísafirði munu skemmta. Einn af efnilegri knattspyrnumönnum efri bæjarins, Rúnar Þór Pétursson, sem lagði tónlistina fyrir sig síðar, hefur tekið að sér að hóa saman gömlum poppstjörnum að vestan og æfa þær fyrir þennan dansleik.

Eins og áður sagði er dagskrá mótsins ennþá í mótun og verður kynnt nánar þegar nær dregur. Hinsvegar vilja skipuleggjendur mótsins hvetja alla þá sem á einhvern hátt hafa komið að starfi knattspyrnuíþróttarinnar í gegnum tíðina til þess að taka frá síðustu helgina í júlímánuði á næsta ári og huga að vesturferð.

hj@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli