Frétt

Sælkeri vikunnar – Erna Sigrún Jónsdóttir á Ísafirði | 15.10.2004 | 10:51Indversk veisla

Sælkeri vikunnar býður upp á indverska veislu. Aðalrétturinn er gómsætur indverskur grænmetisréttur. Hann er borinn fram með hrísgrjónum og Erna segir að í staðinn fyrir grænmetið sé hægt að nota frosna grænmetisblöndu. Einnig býður Erna upp á Agúrku Raita sem hún segir að sé ómissandi með indverskum mat, einnig er banana- og kókossalat og chapati brauð mjög gott meðlæti.

Gómsætur indverskur grænmetisréttur

150 g ab mjólk
1 msk. tómatpúrra
½ tsk. Garam Masala krydd
1 tsk. rifið engifer
1 tsk. chillý duft
¼ tsk. kardimommur
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 tsk. kóríander
1 tsk. salt
½ tsk. piparkorn
75 g smjörlíki
1 msk. matarolía
2 laukar, sneiddir
3 kanilstangir
6-8 kartöflur, skornar í teninga
2 gulrætur, sneiddar
½ blómkálshaus, frekar smátt skorið
½ broccolihaus, frekar smátt skorið
2 ferskir grænir chillý
400 ml vatn
150 ml matreiðslurjómi

Blandið saman í skál ab mjólk, tómatpúrru, garam masala, engifer, chillý duftinu, kardemommum, hvítlauk, kóríander, salt og pipar og setjið til hliðar.

Hitið smjörið og olíuna í djúpri steikarpönnu eða Wok pönnu. Bætið lauknum og kanilstöngunum við og steikið þangað til laukurinn er orðinn fallega brúnn á litinn. Hellið ab/krydd blöndunni saman við og snöggsteikið í um það bil eina mínútu.

Lækkið hitann og leyfið kryddunum að malla í rólegheitunum á meðan þið hafið til grænmetið. Bætið kartöflunum og grænmetinu smátt og smátt út í kryddblönduna. Látið vatnið út í. Eldið við lágan hita þangað til grænmetið er soðið, en passið upp á að mauksjóða það ekki. Bætið rjómanum við og hitið réttinn að suðupunkti.

Agúrku Raita

300 g ab mjólk
1 agúrka, sneidd í mjög litla bita
½ tsk. cumin duft (ekki kúmen)
½ tsk. salt
1 tsk. sykur
1 tsk sítrónusafi
(1 kraminn hvítlauksgeiri ef vill)

Blandið öllu saman í skál og berið fram með hrísgrjónunum.

Banana og kókossalat

3 vel þroskaðir bananar
1 agúrka, skorin í litla teninga
2/3 dl. kókosmjöl
1 tsk. sykur
3 tsk. sítrónusafi

Skerið bananana og gúrkuna í bita, hellið kókosmjölinu yfir og að lokum sítrónusafanum.

Chapati brauð

425 g heilhveiti
1 tsk. salt
300 ml. vatn

Blandið hráefnunum saman og myndið mjúkt deig. Hnoðið deigið með hnúunum þangað til það er viðráðanlegt, deigið má vera frekar blautt. Setjið í skál og klút yfir, látið standa í 10 mín. Skiptið deiginu í 8 hluta. Gerið kúlur úr þeim og fletjið þær út með hnúunum í frekar þunn hringlaga brauð. Hitið pönnuna vel og steikið brauðið í 10-15 sek. á hvorri hlið. Snúið því við eins oft og þarf. Notið blautt viskastykki eða klút til þess að þrýsta á brauðið þangað til það er tilbúið.

Ég skora á móður mína, Sigurbjörgu Kristinsdóttur sem getur töfrað fram ólíklegustu rétti.bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli