Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 14.10.2004 | 22:24Hvað gerum við þegar hlýnar?

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson flutti athyglisverða ræðu við setningu alþingis þann 1. október síðastliðinn. Ræða þessi vakti ekki verðskuldaða athygli þar sem hún féll í skuggann af þeirri uppákomu sem varð þegar Halldór Blöndal forseti alþingis notaði sama tækifæri til að flytja umdeilda ræðu sína þar sem hann kom inn á stjórnarskrána, guðlegt vald, hlutverk alþingis og forseta lýðveldisins. Eins og kunnugt er þá kusu margir af þingmönnum stjórnarandstöðu að ganga úr þingsal við flutning þeirrar ræðu og var höfundur þessa greinarpistils á meðal þeirra. Innblástur til ritunar þessarar greinar er þó ekki sóttur í ræðu Halldórs Blöndal, heldur ræðu Ólafs Ragnars.

Miklar umhverfisbreytingar

Í máli sínu vék forseti lýðveldisins að mikilvægri alþjóðlegri umræðu sem gerist sífellt háværari. Það eru málefni hafsins og áhrif þess á loftslag og veðurfar í heiminum. Fæstir velkjast lengur í vafa um að nú er hafið hlýskeið á norðurhveli jarðar. Lofthiti hækkar og jöklar hopa eða jafnvel hverfa. Allt bendir til að ísbreiðan mikla sem í daglegu tali er kölluð norðurheimskaut eigi eftir að minnka verulega á komandi árum og áratugum. Ljóst er að allar þessar breytingar munu hafa veruleg og varanleg áhrif á umhverfið og lífríkið. Ekki einungis hér í Norður Atlantshafi, heldur að öllum líkindum einnig á heimsvísu. Hafstraumar hlýna og þeir geta breytt um stefnur og styrkleika. Útbreiðsla plantna og dýra, bæði á láði og í legi breytist. Sumar tegundir munu fara halloka á meðan aðrar sækja í sig veðrið.

Hér er best að vitna beint í orð Ólafs Ragnars: „Ör bráðnun jökla og vöxtur stórfljóta á norðurslóðum hækka yfirborð sjávar um veröld víða og hafa að líkindum í för með sér að aflvélin í hafinu umhverfis Ísland sem knýr hafstraumabeltið, beltið sem umlykur allar álfur, kunni að stöðvast í næstu framtíð. Innan örfárra áratuga gætu slík umskipti hafa orðið í norðanverðu Atlantshafi að lífshættir allra jarðarbúa biðu af þeim sökum varanlegt tjón og stór hluti landa yrði óbyggilegur. Þessar breytingar munu einnig umturna öllum fiskstofnum sem veitt hafa okkur lífsbjörg frá landnámstíð, fiskstofnum sem útfærslu landhelginnar var ætlað að vernda. Sérfræðingar hafa og fyrir skömmu fært rök að því að jöklar Íslands kunni að hverfa með öllu á þessari öld eða þeirri næstu og mundi slíkt gerbreyta öllum vatnabúskap og virkjunarkostum sem við höfum lengi talið fjársjóð til framtíðarnota“.

Risavaxin úrlausnarverkefni

Þessi orð forseta Íslands eru ekki sögð af tilefnislausu. Loftlagsbreytingar á norðuhveli jarðar eru að komast í brennidepil þjóðanna. Á næstunni mun skýrsla um þessar loftlagsbreytingar, sem gerð hefur verið á vegum Norðurskautsráðsins verða kynnt á fundi í Reykjavík. Þessi skýrsla mun innihalda rannsóknaniðurstöður sem sýna að hlýnun á norðurskauti jarðar er miklu hraðari og meiri en menn töldu fyrr.

Hlýnunin gerir það að verkum að gífurleg rannsóknarverkefni bíða úrlausnar, enda mörgum aðkallandi spurningum ósvarað. Svörin við mörgum þeirra sem varða norðanvert Atlantshaf og landsvæðin við það, er að finna með rannsóknum í þeim löndum sem liggja á þessum slóðum og ráða bæði yfir landsvæðum og gríðarlegum hafsvæðum í Norður Atlantshafi. Það eru Ísland, Grænland, Færeyjar, Noreg og Norðvestur Rússland. Þessi verkefni eru svo umfangsmikil að vonlítið er að þessi lönd geti ein staðið undir þeim. Varla heldur hægt að ætlast til þess. Hér er um að ræða mál sem varða heimsbyggðina alla.

Tökum forystu núna

Íslendingar ættu þegar að taka til höndum og taka forystu í að hefja undirbúning að því að ofangreind lönd sameini krafta sína og framtíðarstefnu varðandi loftlagsbreytingar. Bæði rannsóknir á þeim og hvernig afleiðingum þeirra skuli mætt. Hér höfum við þegar í dag vettvang fyrir slíkt starf sem er Vest norræna ráðið sem í dag er skipað Vestur- Norðurlöndunum Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Markmið ráðsins er að meðal annars að starfa að hagsmunum aðildarlandanna, gæta auðlinda, fylgja eftir samvinnu ríkisstjórna og landsstjórna þeirra, auka samstarfið innan norrænnar samvinnu og vera þingræðislegur tengiliður milli samvinnuaðila aðildarlandanna og annarra fjölþjóðlegra hagsmunahópa og ríkjasamtaka.

Til að auka vægi Vest norræna ráðsins ætti að bjóða Noregi aðild. Norðmenn hafa hingað til sent áheyrnarfulltrúa á fundi þess, en hafa lýst yfir miklum áhuga á því að verða fullgildir aðilar. Þeir bíða bara eftir boði frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Vest norræna ráðið yrði að mörgu leyti betri vettvangur fyrir þetta starf en Norðurlandaráð, þar sem Vest norræna ráðið er eingöngu skipað þjóðum sem standa utan Evrópusambandsins. Svo myndi einnig verða ef Noregur fengi aðild að ráðinu. Hverfandi líkur eru á að Norðmenn sæki enn á ný um aðild að ESB á næstu árum. Til að svo megi verða, þurfa miklar breytingar að verða á skipan norska Stórþingsins og ekkert bendir til að þeirra þó þingkosningar fari fram í Noregi á næsta ári. Ekkert bendir heldur til að Ísland sendi inn umsókn á næstu árum, þar sem því fer fjarri að meirihluta vilji sé fyrir því á alþingi.

Tækist að safna Norðurlandaþjóðum utan ESB í Vest norræna ráðið væri búið að skapa samstarfsgrundvöll óháðan ESB, sem hægt væri að nota til samstarfs beggja vegna Atlantshafsins. Ekki síst til að vinna að þeim risavöxnu verkefnum sem eru framundan þegar umhverfismál eru annars vegar.

Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins á sæti í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli