Frétt

| 20.07.2001 | 15:56Sök þótti „ekki alveg nægilega“ sönnuð

Kona á sextugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag sýknuð af ákæru fyrir ölvunarakstur á Bíldudal í júlímánuði á síðasta ári. Ákærðu var gefið að sök að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis frá bifreiðastæði við golfskálann á Bíldudal, norður Dalbraut, inn á Tjarnarbraut og síðan inn á bifreiðastæði, þar sem lögreglan hafði afskipti af henni. Þess var krafist að ákærða yrði dæmd til refsingar og til sviptingar ökuréttar. Dómurinn taldi sök ákærðu „ekki alveg nægilega“ sannaða. Hins vegar taldi hann framburð ákærðu um áfengisneyslu sína eftir að akstri lauk með nokkrum ólíkindablæ.
Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða í dag segir:

Ákærða kveðst hafa ekið bifreiðinni eins og lýst er í ákæru, en segist ekki hafa verið undir áhrifum áfengis. Hún segist hafa fengið sér tvo litla bjóra um hádegi, en ekki neytt annars áfengis þennan dag, áður en hún ók frá golfskálanum. Hafi hún þá verið leið yfir slæmu gengi á golfvellinum um daginn. Þegar hún hafi verið komin heim hafi hún tekið viskíflösku og teygað af stút. Sig hafi brátt vantað vindlinga, sem hafi verið í handtösku hennar í aftursæti bifreiðarinnar. Hafi hún þá farið út í bifreiðina og af vana sest í ökumannssætið og ætlað að teygja sig í handtöskuna. Í þeim svifum hafi Árni Víðir Alfreðsson lögreglumaður komið og handtekið hana. Hafi þau síðan beðið komu Sveins Ólafssonar flokksstjóra frá Patreksfirði.

Ákærða var síðan færð á lögreglustöðina á Patreksfirði. Læknir tók blóðsýni úr henni klukkan 21:37. Samkvæmt frumskýrslu Árna Víðis Alfreðssonar var ákærða handtekin um kl. 20.05-20.10. Vínandamagn í sýninu reyndist 1,41?.

Árni Víðir Alfreðsson ber að hafa verið á frívakt þetta kvöld. Sveinn Ólafsson hafi hringt og beðið sig að kanna hvað væri hæft í tilkynningu sem borist hefði um að ákærða væri að aka ölvuð um Bíldudal. Vitnið fór þegar á stúfana og sá fljótlega hvar bifreið ákærðu stóð við golfskálann. Sinnti hann henni þá ekki meir og kvaðst ekki hafa talið ástæðu til að skipta sér af ákærðu, en skömmu síðar sá hann hvar bifreiðinni var ekið norður Dalbraut. Vitnið kveðst hafa farið á eftir og gefið ökumanni merki um að stöðva, án árangurs. Hafi bifreiðin ekki numið staðar fyrr en fyrir utan heimili ákærðu, þar sem hann hafi handtekið hana þá þegar, þar sem hún sat í ökumannssæti bifreiðarinnar. Skömmu síðar hafi Sveinn Ólafsson flokksstjóri komið á vettvang.

Sveinn Ólafsson ber að kært hafi verið símleiðis yfir ölvunarakstri ákærðu og hann hafi þá hringt í Árna Víði og síðan lagt af stað sjálfur til Bíldudals frá Patreksfirði. Hafi hann komið þangað skömmu eftir að Árni Víðir handtók ákærðu.

Vitnið Árni Víðir Alfreðsson ber samkvæmt framansögðu að hafa séð óslitið til ferða ákærðu við aksturinn, sem það hafi reynt að stöðva, en síðan fylgt henni eftir uns hún nam staðar utan við heimili sitt þar sem vitnið handtók hana þá þegar. Framburður ákærðu og vitnisins fer saman um það að vitnið handtók ákærðu þar sem hún sat í ökumannssæti bifreiðarinnar. Framburður vitnisins er í samræmi við frumskýrslu þess og ekkert liggur fyrir í málinu sem er sérstaklega til þess fallið að draga úr trúverðugleika hans. Gegn honum stendur framburður ákærðu um áfengisneyslu sína eftir að akstri lauk, sem er með nokkrum ólíkindablæ. Til þess er þó að líta að ákærða neitaði þegar í frumskýrslu sinni að hafa verið að aka bifreið og kvaðst ekki hafa verið við akstur er hún var handtekin, án þess að sjáanlegt sé af frumskýrslunni að hún hafi verið nánar spurð um atvik, þrátt fyrir greinargóðan framburð og skýrt málfar. Ákærða var ekki látin gefa þvagsýni í þágu rannsóknarinnar. Að þessu virtu og því að aðeins eitt vitni var að akstri ákærðu, þykir ekki sök hennar ekki alveg nægilega sönnuð. Verður hún því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Steingríms Þormóðssonar hrl., 80.000 kr.

Dóm þennan kveður upp Erlingur Sigtryggsson, dómstjóri.

DÓMSORÐ:

Ákærða [...] er sýkn af kröfum ákæruvaldsins.

Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu, Steingríms Þormóðssonar, hrl., 80.000 kr.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli