Frétt

| 20.07.2001 | 13:40Framkvæmdum við hringtorg flýtt um tvö ár og „þjóðvegur“ framlengdur að Sindragötu

Fagranesið hefur legið lengi bundið við bryggju á Ísafirði.
Fagranesið hefur legið lengi bundið við bryggju á Ísafirði.
Vegagerðin hefur auglýst að ferjan Fagranes, sem undanfarin misseri hefur legið og grotnað niður í Ísafjarðarhöfn, sé til sölu. Þegar rekstri skipsins sem ferju á Ísafjarðardjúpi var hætt var ætlunin að það yrði tiltækt á Ísafirði sem öryggisskip samkvæmt samkomulagi við Vegagerðina. Sú hefur þó ekki orðið raunin og hefur allmikið vantað upp á haffærni Fagranessins. Ísafjarðarbær hefur samþykkt að Vegagerðin losni undan kvöðum varðandi skipið og fái að selja það.
Í staðinn var gerð hringtorgsins á Ísafirði flýtt um tvö ár og auk þess tekur Vegagerðin á sínar herðar fleiri samgönguverkefni innanbæjar á Ísafirði. Þannig verður leiðin í framhaldi af Pollgötu um Suðurgötu og Njarðarsund að Sindragötu framvegis í þjóðvegatölu og verður þjónusta og viðhald hennar þar með í umsjá Vegagerðarinnar.

Það ákvæði í samkomulagi Ísafjarðarbæjar og Vegagerðarinnar, sem snertir Fagranesið sérstaklega, er svohljóðandi: „Aðilar eru sammála um að hlutverki ferjunnar Fagraness sem öryggistækis á Ísafirði sé lokið og ekki sé ástæða til að gera hana haffæra og sé Vegagerðinni heimilt nú þegar að selja hana eða taka til annarra nota.“

Eftir ferjurekstur á Ísafjarðardjúpi lungann úr nýliðinni öld var svo komið, að menn treystust ekki til þess að halda honum áfram með miklum og sívaxandi halla. Byggð og umsvif hafa dregist saman við Djúpið á liðnum árum jafnframt því sem vegirnir um Djúpið hafa stöðugt batnað. Ekki þótti lengur stætt á því, að ríkissjóður legði bæði fram fjármuni í uppbyggingu vegakerfisins við Djúp og til reksturs Fagranessins.

Ísafjarðarbær, sem átti 60% eignarhlut í Hf. Djúpbátnum, rekstrarfélagi Fagranessins, samþykkti því að félagið yrði gert upp og rekstri skipsins hætt. Þrátt fyrir meirihlutaeign Ísafjarðarbæjar í félaginu var ferjurekstur kominn á verksvið Vegagerðarinnar og á ábyrgð ríkisins. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar setti það skilyrði, sem Vegagerðin samþykkti, að skipið yrði áfram á svæðinu sem öryggisskip og mannað löglegri áhöfn.

„Svo hefur komið í ljós að þeir hafa ekki treyst sér til að gera þetta“, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. „Það vantar töluvert á að skipið sé haffært og þeir hafa ekki séð hvernig þeir gætu verið með sérstaka áhöfn. Um leið og þetta gerist er komið til Ísafjarðar miklu öflugra björgunarskip heldur en var þegar þessi samþykkt var gerð. Síðan gerist það líka, að framkvæmdir við nýja hringtorgið á Ísafirði, sem er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Ísafjarðarbæjar, frestast um þrjú ár. Þetta verk átti að vinna í fyrra en vegna þess að gerð var óraunhæf kostnaðaráætlun, þá voru öll tilboð langt umfram áætlunina. Við þetta frestuðust framkvæmdirnar við torgið til 2003.“

Í framhaldi af þessu heimiluðu bæjaryfirvöld á Ísafirði Halldóri bæjarstjóra að gera heildarsamkomulag við Vegagerðina, sem tæki bæði til Fagranessins og framkvæmda við hringtorgið og fleiri vegaframkvæmdir á Ísafirði. Samningar um þetta voru undirritaðir í byrjun maí í vor. Þar var Vegagerðin leyst undan kvöðum vegna Fagranessins og sala skipsins heimiluð, en jafnframt var samið um að gerð hringtorgsins yrði flýtt um tvö ár og stendur það verk nú yfir. Reyndar er þar um að ræða samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Ísafjarðarbæjar þó að það sé unnið sem ein heild. Þannig er frágangur gangstétta meðfram torginu og fleiri þættir á könnu bæjarins og kostnaður hans í heildarverkinu er nálægt einum þriðja á móti tveimur þriðju hjá Vegagerðinni.

Einnig var samþykkt að þjóðvegur 636 („Hafnarvegur, Ísafirði“) lengdist. Hann hefur legið frá gatnamótum Skutulsfjarðar og Pollgötu (frá þjóðvegi 61) og endað við Edinborgarhúsið eða rétt við lægi Fagranessins. Samkvæmt samkomulaginu skal hann halda áfram um hluta af Suðurgötu og síðan um Njarðarsund að Sindragötu. Þetta þýðir það að rekstrarkostnaðurinn af þessari leið fellur núna á Vegagerðina en ekki á Ísafjarðarbæ. „Þetta kemur sér vel fyrir okkur“, segir bæjarstjóri.

Í samkomulaginu kemur einnig fram að bærinn vinnur að breytingu á skipulagi við neðri enda Pollgötu eða rétt þar sem Edinborgarhúsið er. Fyrirhugaðar eru umtalsverðar uppfyllingar í krikanum þar sem Fagranesið liggur nú. „Vegagerðin kemur þar að því með okkur að færa Pollgötuna utar og búa til nýjar tengingar við Aðalstræti. Þetta gerist reyndar ekki strax þar sem fyrst þarf að vinna ákveðna skipulagsvinnu“, segir bæjarstjóri.

Tengdar fréttir:

BB 06.10.2000<

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli