Frétt

| 19.07.2001 | 14:04„GSM-síminn er ekki öryggistæki“ – enda þótt kerfið sé notað til neyðarboðunar

GSM-símar eru ekki öryggistæki, sagði kynningarfulltrúi Landssímans í samtali við Bæjarins besta í dag. Leitað var eftir skýringum á því, hvernig það mætti verða, að öll helstu samskipta- og öryggiskerfi í heilum landshlutum skyldu detta út í einu lagi, eins og gerðist síðdegis í gær. Hér á vefnum var í gær greint frá því, að auk þess sem útsendingar útvarps og sjónvarps duttu út var GSM-kerfið sambandslaust. Sjómaður sem hafði samband við BB í morgun kvaðst hafa verið á sjó í gær þegar öll hans fjarskiptatæki duttu úr sambandi. Hann náði ekki sambandi við land gegnum talstöð vegna þess að Gufunesradíó datt út og NMT-kerfið virkaði ekki heldur.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Landssímans kannaðist ekki við að þetta hefði gerst og var enn að leita upplýsinga þegar aftur var haft samband við hana. Að sögn Guðbjargar var ástæða bilunarinnar í gær sú, að byggingaverktaki að störfum á Akranesi olli skemmdum á ljósleiðaranum. Aðspurð um ábyrgð á tjóni og óþægindum, sem slíkt hefði í för með sér, beint eða óbeint, sagði Guðbjörg að það væri verktakinn sem bæri ábyrgðina. Varðandi Neyðarlínuna og boðunarkerfi slökkviliðs og sjúkraflutingsmanna, eins og hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar, sem notast við GSM-kerfið til þeirra hluta, sagði Guðbjörg: „Neyðarlínan er á sér kerfi og á ekki að hafa dottið út. Hins vegar eru GSM-símar ekki öryggistæki.“

Því má bæta hér við, til skýringar fyrir kynningarfulltrúa Landssímans og aðra, að ekki er hægt að ná GSM-sambandi við Neyðarlínuna eða nokkurn annan þegar GSM-kerfið er óvirkt. Svo einfalt er það. Að sögn Þorbjarnar J. Sveinssonar slökkviliðsstjóra á Ísafirði getur GSM-síminn þó ekki talist annað en öryggistæki. „Öll samskipti slökkviliða á landinu við Neyðarlínu eru í gegnum GSM-síma“, sagði Þorbjörn.

bb.is | 28.09.16 | 14:34 Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með frétt Nú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli