Frétt

bb.is | 08.10.2004 | 14:18„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill ekki samkeppni“

Lóðin á Skeiði sem ætluð er undir bensínstöð er skammt frá Bónus.
Lóðin á Skeiði sem ætluð er undir bensínstöð er skammt frá Bónus.
Stefán Kjærnested framkvæmdastjóri Framkvæmdaráðs ehf., sem sér um lóðamál Atlantsolíu, segir að með afgreiðslu sinni í gær sé bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að koma í veg fyrir samkeppni í sölu á bensíni og honum finnst móttökur þær sem umsókn félagsins hefur fengið hjá meirihluta bæjarstjórnar ótrúlegar. Hann segist tæplega trúa því að almenningur sætti sig við þessa afgreiðslu því hvarvetna þar sem þeir komi sé þeim tekið opnum örmum af sveitarfélögum. Eins og sagt hefur verið frá ákvað bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í gær að efna til útboðs á tveimur lóðum undir bensínstöðvar þrátt fyrir að aðeins sé ein lóð laus til ráðstöfunar undir bensínstöð samkvæmt skipulagi. Er ráðgert að hin lóðin verði á hafnarsvæðinu og að hún verði tilbúin innan árs.

Meðal umsækjenda um lóð á Skeiði var Atlantsolía ehf. sem hefur ekki verið með starfsemi á Ísafirði. Stefán Kjærnested hjá Framkvæmdaráði ehf, sem sér um lóðamál Atlantsolíu ehf. er mjög ósáttur við ákvörðun bæjarstjórnar í gær. „Ég verð að segja að við erum alveg ótrúlega hissa á þessari ákvörðun. Í raun er verið að koma í veg fyrir að við náum að komast inn á markaðinn þarna vestra. Í fyrsta lagi er verið að tryggja einokun í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar og íbúar bæjarins vita hvað það hefur í för með sér. Í öðru lagi er með útboði á lóðum verið að auka kostnað við bensínsölu, sem taka verður til baka í hærra útsöluverði. Þannig gengur bæjarstjórn gegn hagsmunum íbúa bæjarins. Það vita það allir sem vilja vita, að með tilkomu félags okkar hefur bensínverð til almennings lækkað um 10%. Þá lækkun er verið að hafa af bæjarbúum með þessari ákvörðun“, segir Stefán.

Aðspurður hvort ekki sé eðlilegt að viðhafa útboð á lóðum þegar svo margir sækja um segir Stefán það ekki rétt. „Í Reykjavík telja borgaryfirvöld ekki þörf á útboði þrátt fyrir að hart sé sótt eftir lóðum. Þar var okkur úthlutað lóð sem öðrum olíufélögum hafði verið synjað um. Engum hefur þótt það óeðlileg afgreiðsla þar sem við erum nýir á markaðnum og borgarfulltrúar í Reykjavík telja það skyldu sína að tryggja samkeppni og tryggja þannig hag íbúa sem best. Á Ísafirði gilda einhver önnur sjónarmið. Nú þarf allt í einu að bjóða í lóðir þar. Ég velti nú fyrir mér þeirri spurningu hvenær hefur verið útboð á lóðum á Ísafirði áður. Ég hef nú haft á tilfinningunni að frekar sé nú þörf á því að laða atvinnurekstur að svæðinu en að reyna að koma í veg fyrir að hann komi til staðarins. Við vorum ekki að biðja um neinar ölmusur. Við vildum komast inn á markað þar sem aðrir hafa verið í samrekstri um áratuga skeið. Við óskuðum eftir lóð sem tvö olíufélaganna hafa áður fengið úthlutað en ekki notað. Þá var ekki talin þörf á útboðum. Við vildum lækka útsöluverð á eldsneyti til almennings en því miður virðist bæjarstjórn ekki telja það þurfa.“

Stefán segir ekki ákveðið hvaða skref Atlantsolía stígur næst í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórnar. „Við erum bara svo hissa að við verðum að taka okkur tíma til þess að átta okkur á þessu. Sveitarfélög um land allt bjóða okkur velkomin því allir sjá hvað innkoma okkar á markaðinn hefur gert. Því koma móttökur meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar okkur mikið á óvart. Ég trúi því einfaldlega ekki að þetta verði niðurstaðan. Það getur bara ekki verið að almenningur sætti sig við þessa niðurstöðu. Hvað við gerum í framhaldinu verður tíminn að leiða í ljós“, segir Stefán Kjærnested.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli