Frétt

bb.is | 08.10.2004 | 11:53Útboð á tveimur lóðum fyrir bensínstöðvar innan árs

Bensínstöðin á Ísafirði.
Bensínstöðin á Ísafirði.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að efna til útboðs á tveimur lóðum fyrir bensínstöðvar í sama útboðinu. Annars vegar lóð á Skeiði og hinsvegar lóð á hafnarsvæði sem tilbúin verði innan eins árs. Fulltrúar Samfylkingarinnar vildu úthluta lóðinni á Skeiði til Atlantsolíu en sú tillaga kom ekki til afgreiðslu þar sem forseti bæjarstjórnar taldi tillögu meirihluta bæjarstjórnar ganga lengra. Bæjarfulltrúar minnihlutans telja að með samþykkt bæjarstjórnar sé verið að láta undan þrýstingi stóru olíufélaganna og framlengja núverandi ástand í bensínsölumálum á Ísafirði um óákveðinn tíma.

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær voru teknar fyrir umsóknir fjögurra olíufélaga um lóðir fyrir bensínstöðvar á Ísafirði. Forseti bæjarstjórnar, Birna Lárusdóttir, lagði fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að val á lóðarhafa vegna byggingar nýrra bensínstöðva á Ísafirði grundvallist á útboði á byggingarrétti, þar sem lóðum verður úthlutað til hæstbjóðenda. Í útboðinu skulu tilboðsgjafar einnig gera grein fyrir nýtingu lóðarinnar og þjónustuþáttum.Í útboðsskilmálum verður tryggt, að þeir sem ekki hafa aðstöðu til rekstrar bensínstöðvar á Ísafirði njóti forgangs. Sami aðili skal ekki eiga rétt á að fá báðum lóðum úthlutað í útboðinu. Boðnar verða út tvær lóðir í sama útboði. Annars vegar lóð fyrir bensínstöð á Skeiði með núgildandi skilmálum skv. deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir bensínstöð og tengdri þjónustu og hins vegar lóð á hafnarsvæði, sem verði tilbúin til úthlutunar innan eins árs fyrir sjálfsafgreiðslustöð. Bæjarstjórn beinir þeim tilmælum til umhverfisnefndar og stýrihóps um endurskoðun deiliskipulags á hafnarsvæðinu, að við endurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðisins, verði gert ráð fyrir lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð.“

Í greinargerð með tillögunni segir að með útboði sé farin leið sem tryggi betur, en huglægt mat á sambærilegum umsóknum eða hlutkesti, að umsækjendur um lóð undir bensínstöðvar sitji við sama borð. Þá er í greinargerðinni vísað til álits bæjarlögmanns þar sem segir að útboð er talin málefnaleg og lögleg aðferð. Þá segir einnig í greinargerðinni: „Með úthlutun lóðar, að undangengnu útboði, til annars aðila en þess sem rekur núverandi bensínstöð á Ísafirði er tryggt, að samkeppni verður virk á markaðnum til hagsbóta fyrir hinn almenna neytanda.“

Lárus Valdimarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram svohljóðandi tillögu: „Leggjum til að Atlantsolíu verði úthlutað lóðinni á Tunguskeiði undir starfsemi sína og jafnframt verði öðrum umsækjendum, að lokinni nauðsynlegri skipulagsvinnu, gefinn kostur á að sækja um aðrar lóðir undir starfsemi sína. Með þessu verði raunveruleg samkeppni tryggð í eldsneytissölu og hagsmunir bæjarbúa best tryggðir.“

Í greinargerð með tillögunni segir: „Nýverið samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að úthluta Atlantsolíu lóð undir eldsneytisafgreiðslu með þeim rökum að umrætt fyrirtæki hefði ekki aðstöðu innan borgarmarkanna. Um þessa ákvörðun var einhugur innan borgarstjórnar og fram kom við afgreiðslu málsins, að samkeppnissjónarmið réðu einnig þeirri niðurstöðu. Svipaðar áherslur hafa komið fram innan bæjarstjórnar Kópavogs þar sem Atlantsolía mun opna starfsstöðvar innan skamms. Ljóst má því vera að vísan til samkeppnissjónarmiða er talin fullgild við ákvörðun um lóðaúthlutanir hjá stærstu sveitarfélögum landsins og því vandséð hvers vegna sömu forsendur geti ekki gilt í Ísafjarðarbæ. Nú liggur einnig fyrir, að hin heilaga þrenning stóru olíufélaganna er enn í samrekstri hér og því verður að telja óeðlilegt, að hindra eðlilega samkeppni. Forsenda ofangreinds er, að sjálfsögðu sú, að menn telji eðlilega samkeppni á markaði æskilega yfir höfuð.“

Þegar til atkvæðagreiðslu kom taldi forseti bæjarstjórnar að tillaga sín gengi lengra og kom hún því til atkvæða á undan. Var hún samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur. Ragnheiður Hákonardóttir og Magnús Reynir Guðmundsson sátu hjá. Að lokinni atkvæðagreiðslu létu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar bóka: „Við hörmum þá samþykkt sem hér liggur fyrir því við teljum sýnt að með þeirri ákvörðun sé látið undan þeim þrýstingi sem stóru olíufélögin hafa beitt í aðdraganda þessa máls. Með ofangreindri ákvörðun verður eftirleikurinn þeim auðveldur, þ.e. að útiloka þann aðila sem nýr er á markaði og líklegastur til að hámarka samkeppni. Fram kemur í greinargerð með tillögu, með vísan til minnisblaðs bæjarlögmanns, að útboð sé talin lögmæt og málefnaleg aðferð. Forsenda þess að fara í útboð hlýtur að vera sú, að aðilar standi jafnfætis í slíkri samkeppni. Allir vita að svo er ekki í þessu máli og hin málefnalega forsenda er því ekki til staðar.“

Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra lét bóka: „Með tillöguflutningi sínum hefur meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar ákveðið að fresta úthlutun lóðar undir bensínstöð um óákveðinn tíma. Ljóst er að lóð á hafnarsvæði verður ekki til úthlutunar fyrr en deiliskipulagi hefur verið breytt með formlegum hætti og á meðan samrekstri olíufélaganna þriggja á bensínstöðinni við Hafnarstræti hefur ekki verið hætt, er Atlantsolía eini umsækjandinn sem til greina kemur samkvæmt tillögu meirihlutans. Það er því ljóst að hugur meirihlutans stendur ekki til þess, að Atlantsolía fái aðstöðu fyrir starfsemi sína á Ísafirði. Með tilliti til ofangreinds tek ég ekki þátt í atkvæðagreiðslu um málið að svo stöddu.“

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli