Frétt

bb.is | 08.10.2004 | 07:00Vill fella niður innheimtu löggæslukostnaðar

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum. Þar leggur hann til að fellt verði úr lögunum ákvæði sem heimila lögreglustjórum að binda útgáfu skemmtanaleyfis þeim skilyrðum að lögreglumenn verði á skemmtistað og að leyfishafi greiði kostnað af þeirri löggæslu. Aðalreglan verði því sú að allur kostnaður við löggæslu á skemmtistöðum sem öðrum stöðum greiðist úr ríkissjóði. Þetta ákvæði kom mjög til umræðu þegar unglingalandsmót ungmennafélaganna var haldið á Ísafirði árið 2003 og lögreglustjórinn á Ísafirði gerði mótshöldurum að greiða löggæslukostnað þrátt fyrir að engir dansleikir væru í tengslum við mótshaldið.

Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Hinn 8. ágúst 2001 skipaði dómsmálaráðherra starfshóp til að fara yfir gildandi lög og reglur um skemmtanahald á útihátíðum. Starfshópurinn skilaði ráðherra skýrslu um störf sín 11. júlí 2002. Í skýrslunni kemur m.a. fram að reglur um skemmtanir og skemmtanaleyfi byggist á ótraustum lagagrundvelli og að umboðsmaður Alþingis hafi oftar en einu sinni gert athugasemdir við gildandi fyrirkomulag. Bent er á að nauðsynlegt sé að setja skýrari lagaramma á þessu sviði.“

Þá segir einnig í greinargerðinni: „Nýleg dæmi sýna við hvaða vandamál er að etja. Ungmennafélag Íslands var sumarið 2003 krafið um greiðslu fyrir löggæslu á íþróttamóti sem haldið var um verslunarmannahelgina þrátt fyrir að aðgangur væri ókeypis. Grundvöllur kröfu lögreglustjóra um greiðslu fyrir löggæslukostnað virtist byggjast á því að um skemmtun væri að ræða sem skemmtanaleyfi þyrfti fyrir og þá jafnframt að um „skemmtistað“ væri að ræða. Í lögunum er ekki skilgreint hvers konar skemmtanir þurfi skemmtanaleyfi eða hvað sé „skemmtistaður“ í skilningi laganna. Ákvæði reglugerðarinnar mæla svo fyrir um hvaða skemmtanir þurfi skemmtanaleyfi og teljist þar með gjaldskyldar samkvæmt lögunum.“

„Lagaramminn um þátttöku í löggæslukostnaði er því mjög ótraustur og reglugerð nr. 587/1987 byggist vægast sagt á mjög hæpinni lagastoð. Dómsmálaráðherra hefur ekkert aðhafst til að gera nauðsynlegar breytingar þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar umboðsmanns Alþingis og niðurstöðu skýrslu starfshóps sem hann skipaði sjálfur fyrir tveimur árum. Nauðsynlegt er að eyða þeirri réttaróvissu sem ríkir á þessu sviði. Flutningsmaður frumvarpsins telur rétt að ríkið beri allan löggæslukostnað eins og aðalregla 33. gr. lögreglulaga gerir ráð fyrir og leggur því til að 34. gr. laganna verði felld brott. Samkvæmt lögum er það íslenska ríkið sem á að halda uppi allsherjarreglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Af þeim sökum er rétt að ríkið beri eitt þann kostnað.“

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli