Frétt

| 18.07.2001 | 15:22Bryggjuhátíðin á Drangsnesi er fagnaður fyrir unga sem gamla og alla þar á milli

Frá Bryggjuhátíð á Drangsnesi.
Frá Bryggjuhátíð á Drangsnesi.
Búist er við miklum fjölda gesta á Drangsnesi um helgina. Fólk er þegar farið að koma á staðinn til þess að vera á hinni árlegu Bryggjuhátíð sem haldin verður á laugardaginn, 21. júlí. Auk þess sem sama fólkið kemur ár eftir ár er alltaf að bætast í hópinn. Bryggjuhátíðin á Drangsnesi er alltaf á laugardegi sömu helgi í júlí og þann dag allan er eitthvað að gerast frá morgni til kvölds. Ekki er selt inn á svæðið og verði er mjög stillt í hóf þar sem greiðslu er á annað borð krafist.
Hátíðin hefst með dorgveiðikeppni í Kokkálsvíkurhöfn kl. 10 um morguninn. Boðið er upp á siglingar út í náttúruparadísina Grímsey á Steingrímsfirði en þær ferðir eru þó háðar veðri. Í grunnskólanum er Gylfi Ægisson með myndlistarsýningu og þar er einnig sýning á gömlum ljósmyndum sem sýna mannlíf í Kaldrananeshreppi. Settar eru upp nýjar myndir á hverju ári og er þetta einn af ómissandi þáttum Bryggjuhátíðarinnar. Er nú kominn dágóður vísir að ljósmyndasafni á Drangsnesi sem safnast hefur saman á þessum árlegu sýningum. Í skólanum er einnig rekið kaffihús í tilefni dagsins.

Við frystihúsið verður boðið upp á sjávarréttasmakk og verður þar í boði ýmislegt sem úr sjónum kemur. Sumt er framreitt á nýjan hátt en annað er hefðbundið. Þarna er boðið upp á grillaða grásleppu og sel ásamt tindabikkjukæfu, signum fiski og fleiru sem rennur ljúft niður við harmonikkuleik. Markaðstjald er á staðnum og gefst fólki kostur á að vera þar með sína söluvöru.

Strandahestar á Hólmavík verða þar ekki langt frá og bjóða börnum og fullorðnum á bak. Vináttulandsleikur milli Neistans á Drangsnesi og Geislans á Hólmavík er á boltavellinum kl. 15 og verður að venju hart barist. Söngvarakeppni er í samkomuhúsinu Baldri og þegar henni lýkur verður að öllum líkindum orðið heitt í kolunum hjá grillmeisturum Bryggjuhátíðar.

Þegar allir eru orðnir mettir er komið að kvöldskemmtuninni. Hún er í samkomuhúsinu og ókeypis inn meðan húsrúm leyfir. Að kvöldskemmtun lokinni er varðeldurinn kveiktur og þar er alltaf góð stemming. Meðan varðeldurinn brennur slá Synir Gunnu upp balli fyrir yngri kynslóðina og þar mæta þeir sem ekki hafa aldur til að fara á dansleikinn með Bít seinna um kvöldið.

Alltaf hefur verið mikil og almenn gleði á Bryggjuhátið og ekki vafi á að svo verður einnig nú. Fólk byrjar að koma strax upp úr miðri viku. Fyrir þá sem koma snemma er vert að benda á að Bæjarfellið er auðvelt uppgöngu og þaðan er mjög víðsýnt.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli