Frétt

mbl.is | 07.10.2004 | 08:09Deilur um Íraksstríðið harðna í ljósi niðurstöðu skýrslu Duelfers

Niðurstöður opinberrar bandarískrar skýrslu þess efnis, að Írakar hafi engin gjöreyðingarvopn átt er fjölþjóðaher undir forystu Bandaríkjamanna réðist inn í Írak í fyrra, hefur leitt til harðnandi deilna um réttmæti herfararinnar gegn Saddam Hussein. Jay Rockefeller, öldungadeildarmaður Demókrataflokksins, sagði að þúsundir manna hefðu dáið í herförinni þótt aldrei hafi stafað alvarleg eða vaxandi hætta af Írak.

Rannsóknarnefndin kemst þó að þeirri niðurstöðu að upplýsingar liggi fyrir um að Saddam Hussein hafi haft uppi áform um að hefja framleiðslu gereyðingarvopna á ný. Það eitt sýnir að ógn hafi stafað af Saddam, segir talsmaður George Bush forseta.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að þótt hann fallist nú á að Írak hafi engin gereyðingarvopn átt við upphaf innrásarinnar, leiði skýrslan í ljós að þvingunaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna hafi ekki skilað árangri.

John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sem sendi fjölmennt herlið til þátttöku í stríðinu, segir að skýrslan breyti engu og kvaðst ekki þurfa að biðjast afsökunar á aðild sinni að stríðinu.

Staðhæfingar bandamanna um að Írakar hefðu komið sér upp birgðum gjöreyðingarvopna voru aðal ástæða herfararinnar.

Charles Duelfer, formaður rannsóknarhópsins, sagði er hann gerði hermálanefnd Bandaríkjaþings grein fyrir niðurstöðunni, að Írakar hefðu engin kjarnorku-, lífefna- eða eiturvopn átt fyrir innrásina í fyrra.

Og hann bætti við að geta Íraka á sviði kjarnorkuvopnasmíði hefði dvínað í kjölfar Persaflóastríðsins 1991, ekki vaxið.

Bush forseti var á kosningaferðalagi í gær er skýrslan var birt. Hann sagði að þrátt fyrir allt væri heimurinn betri með Saddam Hussein á bak við lás og slá. Áhættan á að hann myndi útvega hryðjuverkahópum gjöreyðingarvopn hafi verið áhætta „sem við gátum ekki leyft okkur að taka.“

Rockefeller öldungadeildarmaður, sem var viðstaddur skýrslugjöf Duelfers á lokuðum fundi hermálanefndarinnar, var forsetanum algjörlega ósammála. „Við réðumst inn í land, þúsundir manna hafa dáið og af Írak stafaði aldrei alvarleg eða vaxandi hætta.“

Skiptar skoðanir eru á alþjóðavettvangi um niðurstöður nefndar Duelfers. Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður vopnaeftirlits SÞ, sagðist vona að Blair og Bush myndu nú viðurkenna að herförin í Írak hafi verið mistök.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli