Frétt

bb.is | 06.10.2004 | 16:47„Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa kallað á breytingar á mínum högum“

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir forsvarsmenn stórra sjávarútvegsfyrirtækja hafa haft áhrif á þingflokk Framsóknarflokksins þegar ákveðið var að svipta hann öllum nefndarsetum á vegum þingflokksins. Þetta kemur meðal annars fram í ítarlegu viðtali við Kristin í BB í dag. Í viðtalinu er farið yfir pólitískan feril Kristins allt frá því að hann gekk úr þingflokki Alþýðubandalagsins og þar til þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað að svipta hann öllum nefndarsætum á vegum þingflokksins.

Aðspurður hvort forkólfar stórra sjávarútvegsfyrirtækja hafi beitt áhrifum sínum á þingflokk Framsóknarmanna þegar sú ákvörðun var tekin að svipta hann nefndarsætum segir Kristinn: „Ég tel svo vera. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa kallað á breytingar á mínum högum. Sem formaður stjórnar Byggðastofnunar beitti ég mér fyrir því að teknar voru saman upplýsingar um þýðingu sjávarútvegsins fyrir byggðir landsins og þá sérstaklega smábátaútgerðina. Það var mjög gagnrýnt af LÍÚ og mönnum innan þeirra raða. Mönnum fannst ekki rétt að þessi opinbera stofnun væri að taka saman upplýsingar í þessa veru. Áhrifamiklir menn í sjávarútvegi hafa innan flokks og utan beitt sér gegn mér vegna þess að þeir telja að málflutningur minn hafi haft áhrif. Þeir væru ekki að berjast gegn mér annars.“

Um aðdraganda Byggðastofnunarmálsins segir Kristinn meðal annars í viðtalinu: „Ég þekki í raun ekki enn öll málsatvik í þessu einkennilega máli. Það er þó ljóst að um skipulagða árás var að ræða. Látið var til skarar skríða þegar ég var staddur erlendis í stuttu leyfi, var að fagna því ásamt gömlum félögum í 6. bekk X í Menntaskólanum í Reykjavík að 30 ár voru liðin frá stúdentsprófi. Birt var í Morgunblaðinu bréf frá nokkrum starfsmönnum Byggðastofnunar til iðnaðarráðherra þar sem mér var hallmælt verulega. Ég átti ekki gott með að færa fram varnir og fyrstu dagana hallaði verulega á mig í opinberri umræðu en eftir að ég var kominn til landsins og gat beitt mér af fullum þunga snerist málið við.

Oft hef ég velt því fyrir mér hvernig þetta bréf, sem aðeins átti að vera í höndum iðnaðarráðherra, komst til Morgunblaðsins. Sjálfur vissi ég ekki af því, starfsmennirnir höfðu ekki rætt efni þess við mig og ásakanir þeirra komu mér verulega á óvart. Eins og málið blasti við mér þá gerðu forstjórinn fyrrverandi og nokkrir starfsmenn þann ágreining, að ákvarðanir um lánveitingar ættu að vera í þeirra höndum en ekki stjórnar. Jafnframt að þeir væru andvígir ákvörðun stjórnarinnar um að ákveðinn þátt í starfsemi stofnunarinnar ætti að fela Sparisjóði Bolungavíkur og neituðu að framfylgja henni. Þetta samþykkti stjórnin einróma að tillögu Einars K. Guðfinnssonar þegar ákveðið var að flytja stofnunina út á land. Mér fannst þetta skynsamleg tillaga og lagði mig fram um að framfylgja henni.

Um þetta má allt deila en lögin ákvarða verksvið stjórnar og starfsmanna og eftir því á að fara. Sjónarmið mitt var að stofnunin er pólitísk, hefur pólitíska stjórn og stjórnmálamennirnir eiga því að ráða ferðinni en ekki embættismenn. Vilji menn ekki una því er eðlilegast að þeir hinir sömu beiti sér fyrir því að breyta lögunum. Forstjórinn fyrrverandi fór offari í andstöðu sinni og gekk gegn ákvörðunum stjórnar og óhlýðnaðist fyrirmælum. Hann átti áminningu yfir höfði sér frá ráðuneytinu og hafði ekki látið sér segjast við það, þannig að fyrirsjáanlegt var að hann yrði rekinn þegar hann ákvað að leita samninga. Niðurstaða þeirra samninga varð sú að hann lét af störfum en fékk greidd full laun út ráðningartímann og slapp við áminningu og brottrekstur. Formaður flokksins vildi þá ég hætti í stjórninni og taldi það nauðsynlegt til þess að friður kæmist á í stofnuninni. Ég varð við því en um það samdist milli okkar að hann sæi til þess að ákvörðun stjórnar stofnunarinnar um samninga við Sparisjóð Bolungavíkur yrði hrint í framkvæmd. Það gekk ekki eftir og ég hef engar skýringar á því.“

hj@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli