Frétt

mbl.is | 06.10.2004 | 14:27Ríkisstjórnin hvött til að beita sér fyrir lausn kennaradeilu

Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu á Alþingi í dag, að ríkinu bæri að beita sér fyrir lausn á launadeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna þar sem ríkið bæri nokkra ábyrgð á hvernig komið væri. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að launadeilan væri á vettvangi samninganefnda þessara aðila og það væri beinlínis rangt að trufla starfið þar og gefa falsvonir um lausnir annarstaðar.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp utan dagskrár á Alþingi. Sagði hann m.a. að tilgangurinn með því væri að vekja ráðherra af værum blundi og gera þeim grein fyrir ábyrgð sinni á stöðunni því ríkið hefði smám saman með ýmsum breytingum verið að þrengja að hag sveitarfélaganna. Það kæmi í veg fyrir að þau geti gengið til samninga við kennara sem yrðu viðunandi fyrir báða aðila.

Össur sagði að verkfall grunnskólakennara, sem staðið hefur á þriðju viku, geti haft afar skaðleg áhrif. Gagnrýndi hann Halldór Ásgrímsson fyrir að segja í stefnuræðu sinni á Alþingi að málið kæmi ríkisstjórninni ekki við; það hefðu verið óheppileg ummæli og ekki líklegt að greiða fyrir lausn verkfallsins. Sagði Össur, að ríkið hefði oft komið að lausn kjarasamninga sem það hefði ekki átt beina aðild að.

Össur sagði að ábyrgð ríkisins á stöðu mála væri þríþætt. Í fyrsta lagi hefði ríkið gert samninga við eigin kennara sem eðlilegt væri að grunnskólakennarar noti til samanburðar við eigin kjör. Þá hefði ríkisstjórnin þrengt að fjárhagsstöðu sveitarfélaganna með skattkerfisbreytingum sem hefðu leitt til þess að sveitarfélög hafa misst milljarð á ári úr sínum aski. Loks hefðu kröfur til grunnsólans breyst verulega frá því hann var færður til sveitarfélaganna. Sagði Össur að þjóðin öll, sveitarfélögin, Alþingi, kennarar og ríkisstjórnin bæri samfélagslega ábyrgð á málinu og það væri fullkomlega eðlilegt að gengið væri eftir afstöðu ríkisins. Þá spurði Össur, hvort ríkisstjórnin hefði haft samband við deiluaðila til að kanna hvort hægt sé að greiða fyrir lausn á deilunni.

Halldór Ásgrímsson sagðist deila áhyggjum Össurar af verkfallinu enda snerti það nánast hvert einasta heimili í landinu. Það hafi hins vegar verið ákveðið 1996 að færa þetta verkefni yfir á ábyrgðarsvið sveitarfélaganna og um það hefði verið full samstaða. Það þýddi að mál eins og þetta ætti að leysa á þeim vettvangi þar sem ábyrgðin væri.

Halldór sagði, að viðræður hefðu staðið yfir í deilunni undanfarna daga og eitthvað hefði þokast. Sagðist Halldór að sjálfsögðu ekki hafa haft samband við deiluaðila með beinum hætti heldur fylgst með málinu gegnum ríkissáttasemjara. Engin hefð væri fyrir því að forsætisráðherra blandi sér í alvarlegar deilur með samtölum við deiluaðila.

Halldór sagði síðan, að málið væri í höndum samninganefndar sveitarfélaga og að stjórn sveitarfélaganna kæmu allir stjórnmálaflokkar landsins. Sagði Halldór, að málið ætti að vera á vettvangi samninganefndanna og það væri beinlínis rangt og ábyrgðarlaust að trufla starfið þar og gefa falsvonir um lausnir annarstaðar.

Halldór sagðist hins vegar vænta þess að menn finni lausn hið fyrsta á málinu og nái sanngjarnri lausn. Sú niðurstaða verði að vera í samræmi við fjárhagslega getu þeirra sem þurfi að greiða launin. Halldór lagði áherslu á, að nýbúið væri að gera samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ákveðinn farveg fyrir fjárhagsmál og tekjumál sveitarfélaga og það væri algerlega ástæðulaust að blanda því inn í þá kjaradeilu sem nú stæði yfir. Sagði hann að þingmenn Samfylkingarinnar töluðu algerlega á skjön við Reykjavíkurlistann í þessu máli; það gerðu þingmenn Framsóknarflokksins ekki.

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði að deilan snérist um grundvallaratriði, skólaþróun sem byggðist á menntastefnu sem stjórnvöld settu. Þess vegna kæmi þetta ástand alþingismönnum og ríkisstjórninni við.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði skiljanlegt að sveitarféleg vildu stíga varlega til jarðar í samningamálum. Þau hefðu sýnt það í tvígang í samningum við kennara að þau gætu staðið undir þeirri ábyrgð, sem þessum málaflokki fylgdi.

Þorgerður Katrín sagði ljóst, að mikil harka lægi að baki kröfum kennara um launabætur. Það skipti þjóðfélagið miklu máli að kennarastarfið þyki eftirsóknarvert en greinilega væri mikil óánægja með kaup og kjör í röðum kennara. Sagði Þorgerður Katrín, að báðir aðilar yrðu að slá af ýtrustu kröfum, út á það gengu kjarasamningar.

Sigurjón Þ. Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að kennaraverkfallið gæti valdið tjóni sem erfitt verði að bæta. Sagði hann að ríkisstjórnin hefði ítrekað reynt að firra sig ábyrgð á bágri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og ljóst, að forsætisráðherra væri meira fyrir að eyða peningum Íslendinga í sendiráð og fínerí í útlöndum en styrkja fjárhagsstöðu sveitarfélaganna.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli