Frétt

| 18.07.2001 | 14:14Fiskveiðibrot Norðmanna

Landhelgisgæsla Íslands færði hvorki fleiri né færri en fjögur norsk skip til hafnar á Íslandi vegna brota á lögum um veiðar erlendra skipa í landhelgi Íslands. Að vonum tóku fjölmiðlar við sér og talað var um nýja Smugudeilu eða nýtt Sigurðarmál. Varðskipið Óðinn kom með skipið Magnarson til Ísafjarðar á mánudagsnóttina fyrir rúmri viku en Ægir síðar sama dag með þrjú til Seyðisfjarðar, Inger Hildi, Tromsöybuen og Torson. Langt er síðan svo mikið hefur verið umleikis hjá Landhelgisgæslunni.
Brot skipstjórans á Magnarson var að hafa tilkynnt mun minni loðnuafla til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar en síðar reyndist um borð í skipinu. Hinir skipstjórarnir voru sakaðir um að hafa veitt innan landhelgi Íslands. Brotin voru því ekki þau sömu. En margir íslenskir skipstjórar og sjómenn vildu meina að loks hefðu Norðmenn verið staðnir að verki við að drýgja loðnukvóta sinn, en norsk skip mega samkvæmt milliríkjasamningi veiða rúmlega fjörutíu og sex þúsund tonn af loðnu í íslensku landhelginni, auk einhvers magns í landhelgi Grænlands. Eru þeir sagðir leika þann leik að veiða Íslands megin en tilkynna aflann veiddan í grænlensku landhelginni.

Loðnan hefur víst ekki gefið sig þeim megin á yfirstandandi vertíð. Hún er eins og fleiri fisktegundir og fer sínar eigin leiðir. Það er líka sagt um Norðmennina við loðnuveiðarnar. En Magnarson kom til Ísafjarðar og strax á mánudeginum hófust yfirheyrslur og skýrslutökur. Löndun aflans hófst í Bolungarvík um kvöldið og lauk að morgni. Sýslumaðurinn á Ísafirði gaf út ákæru á þriðjudagsmorgni á hendur skipsstjóranum, Ivar Taranger. Héraðsdómarinn á Vestfjörðum hafði engar vöflur á og kallaði skipstjórann strax fyrir dóm. Þar játaði skipstjórinn brot sitt og bar við mistökum eða því sem lögin tala um sem gáleysi. Málinu lauk með viðurlagaákvörðun og hann gekkst undir sekt upp á eina milljón og átta hundruð þúsund krónur og að nærri sex hundruð og sjötíu tonna afli yrði gerður upptækur, hvort tveggja í Landhelgissjóð Íslands. Laust eftir hádegið 10. júlí var málinu lokið á Ísafirði, trygging fyrir sektinni hafði verið sett og skipið lét úr höfn samdægurs.

Á Seyðisfirði gengu mál þannig fyrir sig að skipstjórarnir voru ákærðir, tryggingar settar fyrir verðmæti afla samkvæmt mati og mögulegri sekt. Voru þær á bilinu 8 til 12 milljónir. Málin verða tekin fyrir í Héraðsdómi Austfjarða í september. En á meðan á öllu þessu gekk var ekkert varðskip á miðunum. Það vekur athygli á aðbúnaði Landhelgisgæslunnar, sem vegna fjárskorts heldur aðeins tveimur skipum úti í einu. Óðinn, sem færði skipið til Ísafjarðar, kom nýr til landsins í upphafi árs 1960 og Ægir var tekinn í notkun 1968. Þriðja skipið, Týr, kom til landsins 1975. Allt fé sem rennur í Landhelgissjóð er því vel þegið og skorað er á Alþingi og ríkisstjórn að hraða smíði nýs varðskips, sem þjónað getur hagsmunum Íslendinga, en þeirra þarf glögglega að gæta, samanber viðburði síðustu viku. Héraðsdómari Vestfjarða og sýslumaður ásamt lögreglu og Landhelgisgæslu eiga heiður skilinn fyrir skjót og góð vinnubrögð.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli