Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 06.10.2004 | 13:21Komið er að uppgjöri um Írak

Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír sameinast nú um að leggja fram þingsályktunartillögu í Alþingi um að Ísland dragi til baka stuðning sinn við hið ólöglega árásarstríð „viljugra“ þjóða í Írak, þar sem ljóst er að þetta stríð hafi brotið í bága við alþjóða lög allt frá upphafi. Einnig leggur stjórnarandstaðan til að Alþingi skipi nefnd sjö þingmanna sem fái það hlutverk að rannsaka hvers vegna ríkisstjórnin ákvað að lýsa yfir stuðningi við stríðið sem hófst með innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak 20. mars árið 2003. Þetta gerðist án nokkurs samráðs við Alþingi. Samkvæmt tillögunni á nefndin að fá aðgang að öllum gögnum stjórnvalda sem leiddu til þess að Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra ákváðu að gera íslenska þjóð í fyrsta sinn í sögu hennar ábyrga fyrir drápum á þegnum annarar þjóðar.

Stríð án tilgangs

Ekki sér fyrir endann á þessu viðbjóðslega stríði. Tugir þúsunda hafa særst og fallið. Saklausir líða mestar þjáningar. Rúmlega 1.000 hermenn úr innrásarliðinu hafa fallið. Þar af um 800 eftir að Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að „verkefninu væri lokið“. Upplausnarástand ríkir. Andspyrnuhópar stunda skæruhernað sem færist stöðugt í aukana með árásum á innrásarliðið, starfsmenn þess og saklaust fólk. Villimenskan ræður ríkjum á báða bóga. Ástandið versnar eftir því sem nær dregur forsetakosningum í Bandaríkjunum og fyrirhuguðum kosningum í Írak eftir áramót.

Innrásin í Írak var mjög umdeild ákvörðun á sínum tíma. Ótal margt benti til að ekkert réttlætti slíka aðgerð og lögmæti hennar. Nú er vitað að forsendur sem gefnar voru upp fyrir innrásinni voru í raun ekki fyrir hendi. Engin gereyðingavopn og engin tengsl stjórnvalda í Írak við hryðjuverkahópa sem staðið höfðu fyrir glæpaverkum gegn vestrænum þjóðum. Fyrir þremur vikum síðan lýsti Kofi Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna því síðan yfir að innrásin hafi ekki staðist alþjóðalög.

Útúrsnúningur og skætingur

Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir, þá kjósa báðir þeir menn sem hljóta að bera höfuðábyrgð á aðild Íslands, að svara gagnrýnisröddum meðal eigin þjóðar með þögn, útúrsnúning og skæting. Halldór Ásgrímsson fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra reynir að tala sem minnst um þetta mál, og tuldrar bara eitthvað sem túlka má að hann hafi verið plataður. Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra er forhertari. Hann notaði tækifærið við eldhúsdagsumræður í Alþingi síðastliðið mánudagskvöld til að hreykja sér af aðild Íslands að innrásarglæpunum í Írak. Davíð sagði: „Það er þannig að í 800 byggðarlögum í Írak er friður í 795. Það er óróleiki mikill í 4-5 byggðarlögum. Sú er breytingin sem hefur orðið frá því sem áður var að óttanum hefur verið bægt burtu úr þessum 795 byggðarlögum. Þar á fólkið von, líka litlu börnin sem áður dóu vegna vanrækslu og þess háttar. Þar eiga þau núna von. Vonin var ekki fyrir hendi áður en vonin hefur verið sköpuð. Einum versta harðstjóra aldarinnar var bægt í burtu og hýstur þar sem hann á heima. þess vegna er þar áfram von. Þess vegna hljótum við að vera stolt yfir því að hafa haft atbeina að því að þessi þróun yrði.“

Utanríkisráðherra lét þó ósagt með hvaða hætti hann skilgreinir örugg byggðalög í Írak. Eru borgir á borð við Samarra, Fallujah, Ramadi, Baquba, Bagdad, Najaf, Karbala, Kirkuk, Mosul og Basra meðal þeirra „byggðarlaga“ sem utanríkisráðherra telur örugg í dag? Væri hann tilbúinn að heimsækja þessa staði á morgun?

Gleymska Davíðs

Utanríkisráðherra gleymdi því líka að fyrir daga innrásar Íslands, Bandaríkjanna, Bretlands og annarra, ríkti miskunnarlaust viðskiptabann gegn Írak. Viðskiptabann sem svipti þúsundir barna lífi, m. a. vegna þess að ekki var hægt að kaupa handa þeim nauðsynleg lyf. Hann gleymdi líka að geta þess að Saddam Hussein komst upp með öll sín verstu glæpaverk gegn eigin þegnum, einmitt vegna þess að stjórnvöld í þeim löndum sem nú standa fyrir innrásinni í Írak héldu yfir honum verndarhendi og horfðu aðgerðalausar á.

Ekkert bendir til þess að sú aðgerð að ráðast inn í Írak með tæplega 200.000 manna herafla með þeim afleiðingum að landið er nú í rústum, þúsundir liggja í valnum og landið nú orðið vígvöllur sem getur af sér hryðjuverkaöfl sem blómstra sem aldrei fyrr, hafi verið lausn á þeim vanda sem blasti við í Írak. Hér helltu menn olíu á eldinn.

Lögbrot

Aðild Íslands að árásinni á Írak sem nú hefur staðið yfir í rúmlega eitt og hálft ár, eru mestu mistök sem okkur hafa orðið á í utanríkismálum. Þessi mistök verðum við að leiðrétta með því að draga okkur frá þátttöku í þessum voðaverkum. Síðan verður að rannsaka orsakir þess að ríkisstjórnin braut lög með því að gera okkur að stríðsaðila með því að skrá þjóðina á lista yfir hinar „viljugu“ þjóðir.

Samkvæmt þingsköpum Alþingis, sem eru lög, skal ríkisstjórnin ávallt bera meiriháttar utanríkismál undir utanríkisnefnd þingsins. Þetta var ekki gert og lögin því brotin. Hlálegt var að sjá skósvein Halldórs forsætisráðherra lýsa því yfir í Kastljósþætti í fyrradag, að einhver þingmaður hefði gerst brotlegur við þessi sömu þingskapalög með því að leka stefnuræðu forsætisráðherra í DV um síðustu helgi. Ég ætla ekki að verja þann sem lak þessari ræðu. Það ber að fordæma. En það hlýtur þó að teljast skömminni skárra að brjóta þingsköp með því að leka innihaldslausri ræðu sem ekkert nýtt hefur fram að færa í fjölmiðla, en að skrá þjóðina til þátttöku í stríðsglæpum að henni forspurðri og þannig brjóta þessi sömu þingskapalög. Hún er söm við sig, hræsnin á stjórnarheimilinu.

Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli