Frétt

mbl.is | 06.10.2004 | 08:07Cheney og Edwards tókust á um Írak, hryðjuverk og efnahagsmál

Bandarísku varaforsetaefnin tvö, Dick Cheney og John Edwards, tókust á um Írak, hryðjuverk og efnahagsmál í sjónvarpskappræðum í nótt, þeim einu sem þeir munu há fyrir kosningarnar eftir mánuð. Cheney, varaforseti George W. Bush, sagði að innrásin í Írak hafi verið „hið nákvæmlega rétta“ sem gera hefði þurft. John Edwards, varaforsetaefni John Kerry, frambjóðanda Demókrataflokksins, sakaði bandarísku stjórnina um að hafa ekki komið hreint fram við þjóðina í málefnum Íraks.

Kappræður varaforsetaefnanna, sem fram fóru í Cleveland í Ohioríki, þóttu skipta miklu máli þar sem Kerry þykir hafa borið Bush ofurliði í kappræðum þeirra í síðustu viku. Skoðanakannanir benda til að fylgi Kerry og Bush sé nú hnífjafnt.

Cheney varði stefnu stjórnar Bush í Írak en hann er almennt álitinn arkitekt þeirrar ákvörðunar að fara með her á hendur Saddam Hussein. Hann staðhæfði að Saddam hefði „komið á samandi“ við al-Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Laden.

Edwards svaraði því til að það samband þeirra tveggja hafi í besta falli verið lítilfjörlegt“. Hann sagði herförina gegn Írak hafa leitt menn af vegi baráttunnar gegn hryðjuverkum og stjórnin hefði engar áætlanir gert um hverig hún ætlaði að vinna friðinn í Írak.

Umræðurnar voru á stundum einkar persónulegar og notaði Edwards tækifærið og gagnrýndi milljarða samninga sem ríkisstjórnin hefði gert við fyrirtækið Halliburton, sem Cheney stjórnaði á sínum tíma. Varaforsetinn bar af sér misgjörðir í því sambandi.

Helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna fjalla varfærnislega um kappræður Cheney og Edwards og lýsa ekki yfir sigurvegara. Washington Post áréttar stóran þátt Cheney í einhverri afdrifaríkustu ákvörðun Bush; að segja Írak stríð á hendur. „Jafnvel þótt menn deili þeirri skoðun hans að ógn hafi stafað af Saddam Hussein, eins og við gerðum, má gagnrýna varaforsetann fyrir að hunsa viðvaranir sem reynst hafa á góðum rökum reistar og hafa að engu gögn sem gengu gegn viðteknum skoðunum hans,“ segir blaðið í ritstjórnargrein.

Blaðið segir að kappræður varaforsetaefnanna hafi skipt máli þar sem Edwards hafi litla pólitíska reynslu en hann er á sínu fyrsta kjörtímabili sem öldungadeildarmaður Norður-Karólínuríkis.

bb.is | 21.10.16 | 07:24 Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með frétt Ísafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli