Frétt

| 18.07.2001 | 11:40Tíunda skipið

Ingólfur Sverrisson.
Ingólfur Sverrisson.
Enn er hamrað á því að skipin níu sem komu ófrágengin frá Kína á dögunum séu ódýrari en ef þau hefðu verið smíðuð hér á landi, sbr. viðtal í Morgunblaðinu 13. júlí við þá félaga hjá Skipasýn. Það er því full ástæða til að endurtaka að þessi fullyrðing fær ekki með nokkru móti staðist, sama hvað hún er oft endurtekin. Nú er loks viðurkennt að gæði kínversku skipanna séu ekki eins mikil og í skipum sem smíðuð eru í Noregi og á Íslandi. Á móti er talað um íburð í íslenskum skipum og er þá væntanlega verið að segja við íslenska sjómenn og útgerðir að fara nú að minnka kröfur um aðbúnað til þess að geta látið stöðvar sem ekki geta uppfyllt þær fá verkin á silfurfati áfram og það fyrir hærra verð!
Afhent á réttum tíma

Á árinu 1999 voru ekki einasta gerðir samningar um smíði níu skipa. Það var einnig samið um smíði tíunda skipsins. Sú útgerð leitaði ekki langt yfir skammt heldur fól íslenskri skipasmíðastöð að vinna verkið. Þetta tíunda skip var smíðað og frá því gengið eins og óskað var eftir. Ekki var þörf á að útskýra fyrir íslenskum tækni- og iðnaðarmönnum hvernig ætti að standa að verki til þess að standast þær öryggis-, gæða- og aðbúnaðarkröfur sem krafist er og þykja sjálfsagðar í íslenska flotanum. Þess vegna gátu þeir íslensku gengið hiklaust til verks og luku smíðinni á umsömdum tíma.

Tíunda skipið var svo afhent fyrir tíu mánuðum, hefur reynst ágætlega í alla staði og aflað þeirra tekna sem stefnt var að.

Ódýrara

Fyrir þetta skip, sem var þó samið um smíði á nokkrum mánuðum síðar en þeim kínversku, voru greiddar 96 milljónir króna, fullbúið og fór beint á veiðar. Þegar greint er frá því að þau kínversku kosta hvert um sig um eða yfir 100 milljónir króna telst mörgum til að það sé ögn hærra verð en ekki lægra. Annað heitir að snúa staðreyndum á hvolf. Er þá ekki tekið tillit til þeirra tekna sem skipið, sem smíðað var á Íslandi, hefur aflað þessa tíu mánuði. Væri það gert færi nú að gamanið að kárna hjá talsmönnum kínversks skipaiðnaðar hér á landi. Gildir þá einu hversu oft er hamrað á því að ódýrast sé að smíða skipin austur þar. Rangar fullyrðingar verða ekki að sannindum með því að endurtaka þær nógu oft.

Niðurstaða

Staðreyndin er því sú að smíðatími íslenska skipsins var skemmri, frágangur vandaðri og heildarverð lægra en þeirra innfluttu. Það uppfyllir tvímælalaust betur þær kröfur sem íslenskar útgerðir og sjómenn gera til nútímaskipa og er þar að auki komið í rekstur fyrir löngu og gagnast eiganda sínum vel.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu í dag.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli