Frétt

mbl.is | 05.10.2004 | 15:06Rjúpnaveiðar leyfðar aftur næsta haust

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur ákveðið að leggja fram á Alþingi í haust frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með það að markmiði að styrkja stjórnun rjúpnaveiða. Ef frumvarpið verður að lögum og ekkert óvænt kemur fram um ástand rjúpnastofnsins á næsta ári, er gert ráð fyrir að rjúpnaveiðar hefjist á ný samkvæmt breyttum lögum haustið 2005.

Siv Friðleifsdóttir, forveri Sigríðar Önnu í umhverfisráðuneytinu, setti í fyrra bann við rjúpnaveiðum í þrjú ár eða fram á haustið 2006. Frumvarpið gerir ráð fyrir að bannið verði stytt um eitt ár. Þangað til verður rjúpan friðuð, enda þykir reynslan sýna að stjórn rjúpnaveiða skv. gildandi lögum hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir ofveiði og tryggja sjálfbærar veiðar á rjúpunni.

Umhverfisráðherra telur mikilvægt að tryggja að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar þegar þær hefjast á ný og að ekki þurfi að grípa aftur til tímabundinna friðunaraðgerða eins og nú er raunin. Til að ná þessu fram hefur ráðherra falið svokallaðri rjúpnanefnd að semja frumvarp það sem getið er um hér að ofan og hefur óskað þess að nefndin skili tillögum sínum um lagabreytingar fyrir 15. nóvember næst komandi. Reiknað er með því að nýtt stjórnkerfi rjúpnaveiða geti orðið fyrirmynd að stjórn veiða úr öðrum fuglastofnum í framtíðinni eftir því sem aðstæður krefjast. Við vinnu sína er því beint til rjúpnanefndar að hún skoði eftirfarandi þætti sérstaklega:

a) Heimild til að banna sölu rjúpna og rjúpnaafurða.
b) Heimild til að kvótabinda rjúpnaveiðar.
c) Takmörkun á notkun farartækja.
d) Hugsanlegar breytingar á veiðitíma, þ.e. upphaf og endir hefðbundins veiðitíma.
Auk þess sem rjúpnanefndinni hefur verið falið að semja frumvarp hefur þess verið farið á leit við hana að hún ljúki öðrum verkum eigi síðar en 1. júní 2005. Er þar einkum átt við tillögur um stofnun griðlanda eða friðlanda á varp- eða vetrarstöðvum rjúpunnar, sem komið gætu til framkvæmda um leið og veiðar hæfust á ný. Með þessari ákvörðun er störfum rjúpnanefndar flýtt um hálft ár.

Eins og kunnugt er ákvað þáverandi umhverfisráðherra að friða rjúpu gegn veiðum árin 2003-2005 og byggðist þessi ákvörðun í meginatriðum á tveimur þáttum. Annars vegar á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á ástandi rjúpnastofnsins frá því í ágúst 2002, rjúpnatalningum vorið 2003 og nýju endurmati á ástandi stofnsins sem byggði m.a. á veiðitölum undanfarinna ára. Hins vegar á því að Alþingi hafði ekki fallist á tillögur um að takmarka rjúpnaveiðar með sölubanni á rjúpu, en umhverfisnefnd Alþingis hafði lagt til að leitað yrði annarra leiða við að vernda rjúpnastofninn. Um leið og tilkynnt var um friðun rjúpunnar var skýrt frá ákvörðun um að skipa nefnd til að gera tillögur um fyrirkomulag veiðanna að loknu friðunartímabili, svokallaða rjúpnanefnd. Í nefndinni sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Fuglaverndarfélagi Íslands, Skotveiðifélagi Íslands, Bændasamtökum Íslands og umhverfisráðuneytinu.

„Friðun rjúpunnar fyrir veiðum hefur verið umdeild þó að ekki hafi verið ágreiningur um að til einhverra aðgerða þyrfti að grípa vegna ástands rjúpnastofnsins. Með ákvörðun ráðherra nú er lagður varanlegur grunnur að stjórnun rjúpnaveiða sem á að tryggja að hægt verði að stilla veiðar hverju sinni að ástandi rjúpnastofnsins og tryggja á þann hátt sjálfbærar veiðar. Við ákvörðun á fyrirkomulagi, veiðitíma og eftirliti með veiðunum hverju sinni mun ráðuneytið njóta ráðgjafar Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar. Þessi ákvörðun þýðir jafnframt að rjúpnastofninn fær að vaxa óáreittur fyrir skotveiðum eitt ár enn áður en veiðar hefjast á ný,“ segir í frétt frá umhverfisráðuneytinu.

„Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar á þessu ári sýna að rjúpnastofninn hefur styrkst mikið og samkvæmt talningu hefur hann ríflega tvöfaldast milli áranna 2003 og 2004. Frekari rannsóknir standa yfir á rjúpnastofninum og til að þær megi halda áfram eins og áformað var, þrátt fyrir minnkandi tekjur Veiðikortasjóðs þar sem virkum veiðimönnum hefur fækkað, hefur verið lagt til að aukið fé verði veitt til rjúpnarannsókna á fjáraukalögum 2004 og fjárlögum 2005. Þá er áformað að tillögu rjúpnanefndar að fá hingað til lands erlendan sérfræðing til að fara yfir rannsóknarniðurstöður Náttúrufræðistofnunar Íslands um ástand rjúpnastofnsins. Víðtæk sátt er meðal hagsmunaaðila og vísindamanna um að fá aðstoð þessa erlenda sérfræðings og er stefnt að því að hann skili niðurstöðum sínum snemma á næsta ári. Loks mun stofnlíkan rjúpunnar, sem Náttúrufræðistofnun Íslands hefur unnið að, verða tilbúið fyrir næstu áramót auk þess sem gert er ráð fyrir að niðurstöður rannsókna á veiðiafföllum liggi endanlega fyrir vorið 2005. Ef ekkert óvænt kemur fram um ástand rjúpnastofnsins í þeim rannsóknum sem munu standa yfir á stofninum fram á næsta ár, og munu raunar halda áfram eftir það, telur umhverfisráðherra ekkert því til fyrirstöðu að sjálfbærar veiðar í breyttu lagaumhverfi geti hafist næsta haust.“

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli