Frétt

bb.is | 05.10.2004 | 13:31Bæjarráð vísar lóðamáli bensínstöðvar til bæjarstjórnar án tillögu um afgreiðslu

Fánar þriggja olíufélaga blakta við hún við Bensínstöðina á Ísafirði.
Fánar þriggja olíufélaga blakta við hún við Bensínstöðina á Ísafirði.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ákvað á fundi sínum í morgun að vísa fjórum umsóknum um lóðir til frekari afgreiðslu bæjarstjórnar og gerir ekki tillögu um afgreiðslu málins. Bæjarstjórn hafði á sínum tíma vísað málinu til bæjarráðs í kjölfar tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að Atlantsolíu yrði úthlutað lóð þeirri sem nú er til reiðu undir benínstöð á Skeiði skammt frá verslun Bónus. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn á fimmtudaginn. Sem kunnugt er hafa þrjú olíufélög um áratuga skeið rekið í sameiningu bensínstöð á Ísafirði. Þrátt fyrir hagræðingu sem væntanlega felst í þeim samrekstri er benínverð á Ísafirði það hæsta á landinu. Í júlí og ágúst bárust bæjarstjórn hinsvegar umsóknir frá fjórum olíufélögum um lóðir undir bensínstöðvar. Aðeins ein lóð er til reiðu undir bensínstöð á Ísafirði og er sú lóð á Skeiði í Skutulsfirði skammt frá verslun Bónuss.

Þann 9. ágúst vísaði bæjarráð umsóknunum til umsagnar umhverfisnefndar og hafnarnefndar bæjarins. Umhverfisnefnd tók málið til umfjöllunar og þann 25. ágúst ritaði formaður nefndarinnar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar bréf þar sem ræddar eru hugsanlegar lóðir þar sem bensínstöðvar gætu risið auk þeirrar lóðar sem áður er getið.

Á fundi bæjarstjórnar þann 16. september lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar til að Atlantsolíu yrði úthlutað lóðinni á Skeiði. Töldu þeir að einungis með tilkomu Atlantsolíu yrði tryggð raunveruleg samkeppni á markaði og vísuðu til þess að eldsneytisverð á höfuðborgarsvæðinu væri lægst í næsta nágrenni bensínstöðva Atlantsolíu. Bæjarstjórn samþykkti hinsvegar að vísa tillögunni til bæjarráðs „þar sem lögmaður bæjarins hefur verið fenginn til þess að leiðbeina bæjarfulltrúum um úthlutun þeirra lóða sem óskað hefur verið eftir“ eins og sagði í tillögu Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar töldu neytendur engan tíma geta misst þegar samkeppni sé í boði og nefndu sem dæmi að engum hafi dottið í hug að leggja stein í götu Bónus á sínum tíma og slíkt eigi einnig að gilda um Atlantsolíu sem sé nýtt fyrirtæki á markaði.

Á fundi bæjarráðs þann 20. september var málinu frestað þar til lægi fyrir umrætt álit bæjarlögmanns. Á fundi bæjarráðs þann 27. september var málið enn á dagskrá bæjarráðs. Þá var álit bæjarlögmannsins lagt fram en málinu síðan frestað til næsta fundar. Sá fundur var í morgun og eins og áður sagði gerði bæjarráð enga tillögu í málinu heldur vísaði því til bæjarstjórnar. Næsti bæjarstjórnarfundur verður haldinn á fimmtudag.

Á bæjarráðsfundi í síðustu viku óskaði Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi eftir því að gengið yrði úr skugga um það með óyggjandi hætti „hvort olíufélögin þrjú, Olíufélagið hf. Olíuverslun Íslands hf. og Skeljungur hf., reki enn sameiginlega bensínstöðina við Hafnarstræti á Ísafirði.“ eins og segir í bókun Magnúsar. Í viðtali við bb.is þann 30. september staðfesti Ingólfur Steingrímsson deildarstjóri rekstrardeildar Olíufélagsins að bensínstöðin á Ísafirði væri ennþá rekin af áðurnefndum olíufélögum í sameiningu.

Neytendasamtökin og formaður þeirra hafa að undanförnu skorað á sveitarfélög að gæta að samkeppnishagsmunum við úthlutun lóða undir bensínstöðvar og auðveldi þannig nýjum aðilum innkomu á markaðinn þar sem þeir sem fyrir á honum eru hafi „sýnt eindreginn brotavilja gegn samkeppnislögum og hagsmunum viðskiptavina sinna, almennings í landinu“, eins og sagði í ályktun þings Neytendasamtakanna sem haldið var fyrir skömmu.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli