Frétt

| 29.03.2000 | 13:56Skiptir kvóti Básafells um lögheimili?

Enn berast vond tíðindi úr atvinnulífi á Ísafirði. Vondar fréttir af sjávarútvegi á Ísafirði jafngilda válegum tíðindum fyrir atvinnulíf á Vestfjörðum. Ísafjörður er mesta þéttbýlið í fjórðungnum. Ári illa þar hefur það áhrif á aðra byggð með sama hætti og slæmt gengi atvinnulífs annars staðar í kjördæminu, einkum í hinum fornu Ísafjarðarsýslum, Bolungarvík, Súðavík, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, hefur áhrif á Ísafirði.

Básafell hefur haft nokkra sérstöðu meðal fyrirtækjanna í sjávarútvegi í Ísafjarðarbæ. Það varð til við samruna nokkurra fyrirtækja á Ísafirði og Ísafjarðarbæ. Hið elsta og merkasta þeirra var ótvírætt Norðurtanginn.

Saga einstakra byggða og atvinnulífs þeirra er því marki brennd að á ýmsu gengur, stundum betur, stundum verr. Margir líta liðna tíð á Ísafirði með söknuði. Þá voru tvö stór frystihús á eyrinni við Skutulsfjörð, Norðurtanginn og Íshúsfélag Ísfirðinga, auk tveggja rækjuverksmiðja. Nú er vinnslu í ,,efra íshúsinu" hætt eftir margra ára taprekstur og af Norðurtanganum standa eftir húsin.

Meðal eigenda Básafells er Ísafjarðarbær, sem sat af sér tækifæri til að selja hlutabréf, og umboðsmenn launþega hafa tekið þátt í rekstrinum með fjármunum þeirra.

Svo virðist sem fátt hafi gengið upp hjá stjórnendum Básafells. Misjafnlega hefur gengið að koma þeirri hugsun til skila að atvinnurekstur er viðfangsefni sem krefst yfirlegu og þekkingar. Skil milli þeirra fyrirtækja sem eiga velgengni að fagna og hinna sem miður gengur ræðst gjarnan af stjórnun þeirra. Þá er ekki aðeins verið að tala um stjórnendur í fullu starfi heldur alveg jafnt þá sem sitja í kjörnum stjórnum fyrirtækjanna. Þeir bera ábyrgð á stefnumótun og verða að búa yfir þekkingu og færni á því sviði. Það eru vonbrigði að afskipti Olíufélagsins hafi ekki orðið til góðs.

Að vita hvert halda skal er jafn nauðsynlegt stjórnum atvinnufyrirtækja og skipstjóranum sem sækir sjóinn til að afla vel. Alltof lengi hefur verið horft framhjá þeirri einföldu staðreynd, að kvótakerfið og aðlögun á því skiptir sköpum í sjávarútvegi. Afstaða einstakra manna til fiskveiðistjórnunar breytir engu um veruleikann, sem starfað er í. Það sem er að gerast um þessar mundir er einmitt að í ljós er að koma hverjir hafa náð tökum á starfsumhverfinu og unnið í samræmi við veruleikann.

Í tilfelli Básafells er næsta víst að hlutafjáreigendur hafa tapað fjármunum, þar á meðal Ísafjarðarbær. Básafell ætlar að flytja suður eins og margir aðrir. Þar með fær kvótinn nýtt heimilisfang. Hvað gerist í framhaldinu er ekki víst. Þó má leiða að því getur, að kvótinn hafi aðsetursskipti og flytjist suður. Það er slæmt.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli