Frétt

politik.is – Elín Birna Skarphéðinsdóttir | 04.10.2004 | 22:35Taktlaust

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Fólk getur verið mismunandi taktlaust. Þar er ekki endilega átt við að fólk fylgi ekki rytma tónlistarinnar heldur er viss óskrifaður rytmi í mannlegum samskiptum. Fólk er mis móttækilegt fyrir þessum ósýnilega rytma. Þeir sem ekki kunna sig í mannlegum samskipum er oft kallaðir taktlausir. Á tímum fjölgreindarkenninga Gardners er þetta taktleysi úskýrt sem skotur á tilfinningagreind. Ég vil þó hallast að því að hundurinn liggi stundm grafinn í frekju og yfirgangssemi.

Forseti Alþingis er taktlaus maður. Hvort sem við kennum um skorti á tilfinningu fyrir hinni hátíðlegu stund sem setning Alþingis er eða við skellum skuldinni á frekju og yfirgangssemi þá fór hann yfir strikið í setningarræðu sinni. Það er svo sem erfitt að tjónka við fullorðinn mann og skamma hann fyrir taktleysi sitt en fólk gerir sér sem betur fer grein(d) fyrir hvenær nóg er komið. Þeir alþingismenn sem gengu út á meðan á ræðunni stóð og sýndu með því vanþóknun sína á dómgreindarleysi forseta Alþingis fengu sig fullsadda af dónaskapum og beittu þeirri aðferð sem þeir höfðu úr að spila til að siða hæstvirtan forseta. Þetta var smekklega gert. Ekki með látum og veseni heldur táknræn athöfn sem bar virðingu fyrir tilefninu en það er hreinlega ekki hægt að sitja undir öllu.

Nei það er ekki hægt að samþykkja og leggja blessun sína yfir það sem ekki fylgir sannfæringu manns. Þá sendur maður upp og segir hug sinn. En það er ekki vel séð hjá öllum. Ég hef áður gert það að umtalsefni mínu þegar Dagný Jónssdóttir tók heljastökk í þveröfuga átt í máli fjárveitinga til háskólans. Þar var hún í samþykkiskór Framsóknaflokksins um fjársvelti Háskóla Íslands. Þarna passaði hún sig á að sitja sem fastast og láta allt yfir sig ganga í skjóli samstöðu flokksins og tryggingu eigin framtíðar innan hans. En þeir eru til sem hafa skýrari hugsjónir og þora að fylgja eigin sannfæringu. Kristinn H. Gunnarsson fylgdi sinni sannfæringu og sigldi móti flokksbræðrum sínum. Þetta var óþægilegt fyrir alla aðila en sumt er bara ekki hægt að láta yfir sig ganga. Nú hefur flokksforysta Framsóknaflokksins aldeilis tryggt að ekki verða neinar óþægilegar flúðasiglingar innan flokksins í vetur. Kristinn var hreinlega rekinn útaf. En það sem framsóknarmenn virðast ekki gera sér gein fyrir er að þeir settu Kristinn alls ekki inná, það voru kjósendur. Nú er búið að ógilda þeirra atkvæði og þeirra maður settur á bekkinn. Um Kristinn gilda greinilega ekki sömu lögmál og hann Geir Haarde talaði um í fréttum í daginn. Þar sagði hann að fólk sem færi ekki eftir sannfæringu sinni hlyti aldrei frama í stjórnmálum. Einkennilegt, Kristinn fór einmitt eftir sinni sannfæringu og hann var bara settur útaf. Einkennilegur frami það.

politík.is

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli