Frétt

mbl.is | 05.10.2004 | 07:00Steingrímur: Viðskiptahalli 300 milljarðar næstu þrjú ár

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sagði í ræðu um stefnuræðu forsætisráðherra að því miður hefðu stjórnarliðar lært lítið af deilum sumarsins, um fjölmiðlafrumvarpið, ef marka mætti þingsetningu. Þar hafi forseti Alþingis kosið að nota þingsetningarfund til að hjóla beint í þessi brennheitu deilumál sumarsins með „afar hlutdrægum hætti“.

Steingrímur sagðist vera albúinn til þessarar umræðu, hefðu stjórnarliðar áhuga á að endurvekja hana. Hann hefði þó fyrirfram búist frekar við því að „litlu karlarnir“ kysu að gleyma þessu öllu saman, „en verði þeim að góðu.“

Steingrímur sagði að ekki þyrfti að hafa mörg orð um stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar. Hún hefði verið gerilsneydd upptalning. Af henni hefði helst mátt skilja að vandræði ríkisstjórnarinnar væru fyrst og fremst stjórnarandstöðunni að kenna. Hún hefði t.a.m. spillt því að samningar gætu náðst við kennara.

Steingrímur sagði fjárhagslega spennitreyju sveitarfélaga vera staðreynd. Hin harða kjaradeila væri líka staðreynd. Einnig væri staðreynd að ríkisstjórnin hefði gert samning við öryrkja rétt fyrir kosningar 2003 og að nú væri hún á hlaupum frá því að efna hann.

Fyndnasta setning stefnuræðunnar, að sögn Steingríms, var á blaðsíðu 2: „Líkt og undanfarin ár verður tekjuafgangi ríkissjóðs varið til niðurgreiðslu skulda.“ Hvaða tekjuafgangi? spurði Steingrímur og vísaði til þess að síðustu tvö ár hefði halli á rekstri ríkissjóðs numið 8 milljörðum króna.

Steingrímur gagnrýndi að skattar skyldu lækkaðir sérstaklega á hátekjufólk, líkt og hjá Bush Bandaríkjaforseta. Hann sagði að framsóknarmenn væru því með sömu skattapólitík og Bush. „Staðreyndin er sú að skattalækkanir eru efnahagslegt óráð eins og staðan er núna,“ sagði Steingrímur. Hann sagði velferðarmálin svelt. Ef ríkissjóður væri aflögufær, væri ekki nær að nota það svigrúm til að lagfæra stöðu sveitarfélaganna? Hann sagði að nær væri að nota opinbera fjármuni til að gera leikskóladvöl gjaldfrjálsa í áföngum, líkt og Vinstri grænir hefðu lagt til.

Steingrímur sagði lítið rætt um skuldasöfnun þjóðarbúsins erlendis. Staðreyndin væri sú að það stefndi í 65 milljarða viðskiptahalla á árinu, 105 milljarða halla 2005 og 140 milljarða 2006. Þarna væri um að ræða yfir 300 milljarða uppsafnaðan viðskiptahalla á þremur árum, ef þessi áætlun gengi eftir. Þar væri um að ræða rúmlega heil fjárlög eins árs. Steingrímur spurði hver væri er greiðslubyrðin af þeirri upphæð. Hann sagði lántökur vegna stóriðjuframkvæmda aðeins skýra helming af þessum halla og að skuldir heimilanna stefndu óðum í 200% af ráðstöfunartekjum.

„Hinir ábyrgu einkavæddu bankar lækka íbúðalánavexti. Ríkisstjórnin hellir olíu á eldinn með skattalækkunum og Seðlabankinn einn reynir að sporna við með hækkun vaxta,“ sagði Steingrímur. „Það stefnir í að hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins verði senn 1.000 milljarðar króna.“

Steingrímur sagði að „ömurlegt“ væri að sjá tilburði ríkisstjórnarinnar við að reyna að drekkja „svikum sínum við öryrkja“ með því að beina sjónum að fjölgun öryrkja. Fjöldi öryrkja væri enn lítill á Íslandi í norrænum samanburði.

Þá sagði Steingrímur að mikil þörf væri á breytingum í íslenskum stjórnmálum. „Með hverjum deginum sem líður verðum við þó einum deginum nær því að við losnum við þessa þreyttu ríkisstjórn.“

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli