Frétt

bb.is | 04.10.2004 | 14:19Á fimmta tug nema í MÍ vikið úr skóla tímabundið í kjölfar óvissuferðar

Nemendur leggja af stað í óvissuferð.
Nemendur leggja af stað í óvissuferð.
Óvissuferð nemenda Menntaskólans á Ísafirði á föstudag fór úr böndunum vegna mikillar áfengisneyslu og hefur hópi nemenda verið vikið tímabundið úr skóla. Mikil áfengisneysla var í ferðinni þrátt fyrir að leitað hafi verið í farangri nemenda og bifreiðum sem fóru í ferðina. Formaður nemendafélagsins segir nemendur nú þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. Skólameistari telur atvikið kalla á endurskoðun forvarnarstarfs í byggðarlaginu. Í fyrrnefndri ferð voru um 120 nemendur og var haldið með rútum í Bjarnarfjörð á Ströndum þar sem gist var eina nótt. Ferðir sem þessi hafa verið árlegur viðburður í félagslífi nema í nokkur ár. Svo virðist sem nemendur hafi skipulagt töluverða drykkju því um kl. 15 á föstudeginum fékk lögreglan á Ísafirði ábendingu um óhófleg áfengiskaup unglinga úr ÁTVR. Fóru lögreglumenn og ræddu við afgreiðslufólk sem sagði áfengiskaup hafa verið gífurleg. Þegar lögreglumenn voru við áfengisverslunina voru ungmenni allt í kringum verslunina með bakpoka og innkaupapoka úr verslunum. Við athugun kom í ljós að um var að ræða nemendur úr Menntaskólanum sem voru á leið í óvissuferðina.

Var skólayfirvöldum gert viðvart um málið, en þau höfðu þá gripið til þess ráðs að leita í farangri nemenda fyrir brottför, með þeirra samþykki. Var þar gert upptækt töluvert magn áfengis. Ekki dugðu þessar ráðstafanir skólayfirvalda því nokkrir nemendur fóru í Bjarnarfjörð á eigin bílum og munu þeir hafa haft með sér töluvert af áfengi. Lögreglan á Hólmavík stöðvaði nokkra bíla á leið í Bjarnarfjörð og gerði upptækt talsvert magn áfengis hjá ungmennum sem ekki höfðu aldur til að vera með slíka vöru.

Þrátt fyrir þessar ráðstafanir lögreglu og skólayfirvalda tókst ekki að koma í veg fyrir drykkju nemenda og var drykkja töluverð. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir formaður nemendafélags skólans segir að ferðin hafi farið úr böndunum og nemendur taki nú afleiðingum gjörða sinna. Á fimmta tug nemenda hefur verið vísað úr skóla tímabundið. „Þessi viðbrögð skólastjórnenda þurfa ekki að koma á óvart. Það var gengið í skólastofur fyrir ferðina og ítrekað að skólareglur giltu í þessari ferð. Það var einnig leitað við brottför í farangri þannig að það vissu allir að það var vel fylgst með. Því miður dugði þetta ekki og það var töluverð drykkja og á næstu dögum taka nemendur afleiðingunum“, segir Guðbjörg.

Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði segir að upp hafi komið agavandamál í óvissuferðinni og að tiltekinn hópur nemenda þurfi nú að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Málið hafi fengið viðeigandi meðferð innan skólans. Samkvæmt heimildum blaðsins mun vera um að ræða tímabundnar brottvísanir úr skólanum. Alls eru um 430 nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði og þeim hefur fjölgað mikið á undanförnum árum.

Aðspurð segist skólameistari líta á þennan atburð sem alvarlegt umhugsunarefni fyrir forvarnaraðila á svæðinu. „Ég sé ekki betur en að nú verði til þess bærir aðilar að setjast sameiginlega á rökstóla og taka höndum saman um að ná unglingamenningu staðarins upp úr því fari sem verið hefur. Þar þurfa allir að leggjast á eitt, skólasamfélagið, foreldrar, löggæsla og æskulýðsyfirvöld staðarins”, segir Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli