Frétt

| 18.07.2001 | 07:22Mjög hert viðurlög við brotum

Sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum hækka og þyngjast verulega með gildistöku nýrrar reglugerðar um næstu mánaðamót. Í heildina verður um 50% hækkun á sektum. Hlutfallslega meiri hækkun verður þó á sektum vegna svokallaðra hættubrota, svo sem ölvunaraksturs og hraðaksturs. Hæsta sekt fyrir verulegt áfengismagn í blóði hækkar úr 60 þúsund krónum í 100 þúsund.
Í reglugerðinni er fjallað um viðurlög við brotum sem lögreglustjóra er heimilt að ljúka með sektargerð og varða sekt allt að 100 þúsund krónum auk sviptingar ökuréttar þar sem það á við. Með reglugerðinni verða ýmsar breytingar á tilhögun sekta og sektafjárhæða vegna umferðarlagabrota sem stefna einkum að því að þyngja refsingu vegna þeirra, bæði vegna verðlagsþróunar en fyrst og fremst vegna endurskoðaðs mats á refsinæmi brotanna.

Í meginatriðum eru breytingarnar þríþættar:

Í fyrsta lagi eru sektarfjárhæðir einfaldaðar þannig að þær standa annaðhvort á hálfum eða heilum tug þúsunda króna, þ.e. 5 þúsund, 10 þúsund, 15 þúsund o.s.frv. Á heildina litið leiðir þetta til um 50% hækkunar á sektum.

Í öðru lagi er sérstök áhersla lögð á að hækka sektir vegna svokallaðra hættubrota í umferðinni, t.d. vegna hraðaksturs og ölvunaraksturs. Lægsta sekt fyrir ölvunarakstur hækkar til að mynda (áfengismagn 0,50-0,60 o/oo áfengismagn í blóði) úr 30 þús. í 50 þús. og hæsta sekt (áfengismagn í blóði 1,20-1,50 o/oo) hækkar úr 60 þús. í 100 þús.

Í þriðja lagi verður framvegis ekki heimilt að ljúka með sektargerð lögreglustjóra málum vegna ýmissa alvarlegra brota á umferðarlögunum, heldur munu þau leiða til útgáfu ákæru og höfðunar refsimáls fyrir dómstólum. Heimild til að ljúka hraðabroti með sektargerð lögreglustjóra takmarkast framvegis við hámark 80 km/klst. hraða umfram hraðamörk í stað 110 km/klst. samkvæmt gildandi reglugerð, þ.e. 30 km/klst. minni ökuhraða en áður. Við ölvunarakstur takmarkast heimildin við 1,50 o/oo áfengismagn í blóði ökumanns samkvæmt nýju reglunum sem er óbundið samkvæmt gildandi reglugerð.

Sem dæmi um sektir má nefna að ef ekki er notað öryggisbelti nemur sektin 5.000 krónum og ef sérstakur öryggisbúnaður fyrir barn er ekki notaður þá er sektin kr. 10.000. Sama sekt er þegar þess er ekki gætt að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- eða verndarbúnað.

Hvað ljósanotkun varðar er 5.000 króna sekt ef ekki er kveikt á ökuljósum í dagsbirtu og sama sekt er ef ekki er kveikt á ökuljósum þegar birta er ófullnægjandi eða ef notkun á ljósum er röng.

Þá er þess jafnframt getið að ef eigi er virtur forgangur hópbifreiðar til aksturs frá biðstöð þá nemur sektin 10.000 kr. Sama sekt er ef stjórnandi hópbifreiðar vanrækir aðgát við akstur frá biðstöð.

Breytingar hafa ekki orðið á fjárhæð sekta vegna umferðarlagabrota frá árinu 1998 en þá voru sektir hækkaðar verulega frá því sem áður var. Þær breytingar sem nú hafa verið ákveðnar taka m.a. mið af tillögum starfshóps sem dómsmálaráðherra skipaði til að fara yfir umferðarlöggjöfina til þess að auka umferðaröryggi, en hópurinn lauk störfum í febrúarmánuði 2001. Taldi starfshópurinn m.a. að sektir fyrir alvarleg umferðarlagabrot þyrfti að hækka verulega, enda sýndu rannsóknir að háar sektir virtust hafa veruleg áhrif á hegðun ökumanna.

Morgunblaðið

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli