Frétt

| 17.07.2001 | 16:25Ísafjarðarbær sýknaður af bótakröfum

Ísafjarðarbær var í Héraðsdómi Vestfjarða í dag sýknaður af skaðabótakröfu Margrétar Ólafsdóttur og Eiríks Kristóferssonar vegna húseignarinnar að Seljalandi 9 á Ísafirði. Stefnendur töldu tjón sitt af því að hafa reist hús sitt á lóð á snjóflóðahættusvæði vera algert. Þau geti ekki búið í húsinu til frambúðar og verði því að hefjast handa við að byggja sér hús annars staðar frá grunni. Stefndi (Ísafjarðarbær) hefði getað komið í veg fyrir þetta tjón með því að greina þeim rétt frá niðurstöðum rannsókna á snjóflóðahættu þegar þær lágu fyrir. Stefndi beri því alla sök í málinu og eigi að greiða fullar bætur. Dómurinn féllst ekki á röksemdir stefnenda en málskostnaður var látinn niður falla.
Dómurinn fer hér á eftir í heild.

Ár 2001, þriðjudaginn 17. júlí, er dómþing Héraðsdóms Vestfjarða sett í dómsal embættisins að Hafnarstræti 1, Ísafirði og háð þar af Erlingi Sigtryggssyni, dómstjóra.

Fyrir er tekið:
Mál nr. E-223/2000:
Eiríkur Kristófersson og Margrét Björk Ólafsdóttir
gegn
Ísafjarðarbæ.

Er nú kveðinn upp í málinu svohljóðandi

dómur:

Mál þetta, sem var dómtekið þann 19. júní sl. að undangengnum munnlegum málflutningi, hafa Eiríkur Kristófersson, kt. 050448-4289, Seljalandi 9, Ísafirði og Margrét Björk Ólafsdóttir, kt. 310153-6809, sama stað, höfðað hér fyrir dómi þann 29. nóvember sl. með stefnu á hendur Ísafjarðarbæ.

Stefnendur krefjast þess aðallega að stefndi leysi til sín húseignina að Seljalandi 9, Ísafirði, og greiði stefnendum skaðabætur að fjárhæð 21.346.000 kr. gegn útgáfu afsals, en til vara að stefndi leysi húseignina til sín og greiði stefnendum 14.200.000 kr. í skaðabætur gegn útgáfu afsals. Til þrautavara er þess krafist að stefndi greiði stefnendum 9.000.000 kr. í skaðabætur vegna verðrýrnunar húseignarinnar. Í öllum tilvikum er krafist dráttarvaxta samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá þingfestingardegi til greiðsludags. Krafist er málskostnaðar samkvæmt framlögðum reikningi.

Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnenda og að stefnendur in solidum greiði stefnda málskostnað að skaðlausu að mati dómsins.

Við aðalmeðferð málsins voru teknar skýrslur fyrir dómi af stefnanda Eiríki Kristóferssyni, Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra stefnda, Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra og Arnari Geir Hinrikssyni, lögmanni.

I

Fyrirtækið Eiríkur og Einar Valur hf., sem stefndi kveður hafa verið byggingaraðila að fasteign stefnenda að Seljalandi 9, fékk samþykkta úthlutun byggingarlóðar þar frá stefnda 23. febrúar 1994. Hófust framkvæmdir fljótlega og voru sökklar teknir út 8. júní 1994. Húsið varð fokhelt 26. júlí 1995.

Í mars og apríl 1994 féllu nokkur snjóflóð í Skutulsfirði og í kjölfar þess fólu Almannavarnir ríkisins verkfræðistofu að endurskoða hættumat vegna snjóflóða á Ísafirði. Gildandi hættumat fyrir Tungudal og Seljalandsdal hafði félagsmálaráðherra staðfest 19. október 1992. Svæðið sem Seljaland 9 stendur á taldist utan hættusvæða samkvæmt því.

Stefnendur rituðu bæjarráði og bygginganefnd stefnda bréf dags. 10. mars 1995 og spurðu um það hvort ráðlegt væri að halda áfram framkvæmdum við húsið að Seljalandi 9 og ef svo væri, hvort styrkja bæri efri hlið þess. Tilefni bréfsins var að stefnendur höfðu ávæning af því að lóð þeirra að Seljalandi 9 væri inni á hættusvæði samkvæmt nýju hættumati. Í svarbréfi bæjarstjóra, dags. 19. mars 1995, segir að staðfest hættumat fyrir Ísafjarðarkaupstað vegna snjóflóða sé frá árinu 1992, en þegar snjóflóð hafi fallið á Seljalandsdal þann 5. apríl 1994 hafi þetta málefni verið tekið til endurskoðunar og óskað eftir nýju hættumati. Bráðabirgðaniðurstöður að nýju mati hafi verið kynntar bæjaryfirvöldum stefnda á fundi í ágúst 1994 og á þeim fundi hafi einnig verið rætt um væntanlega reglugerð, sem myndi gera ráð fyrir því að hættusvæði yrðu merkt með litum eftir metinni snjóflóðahættu. Þrátt fyrir eftirgangsmuni hafi gerð hættumats ekki lokið og samkvæmt síðustu svörum verði nýtt hættumat ekki staðfest á næstunni. Rétt sé hins vegar að geta þess að ýmsar sögusagnir séu uppi um það að allar forsendur fyrir nýju hættumati verði þess eðlis að hættusvæðum vegna snjóflóða muni fjölga og þau sem fyrir séu muni stækka. Yfirvöld stefnda séu í þessu ljósi komin í nokkuð einkennilega stöðu í þeim málum sem fyrirspurn stefnenda lúti að. Fyrir liggi staðfest hættumat, sem ásamt bráðabirgðamati frá ágúst 1994 gefi ekki til kynna að lóðin sé innan dreginnar hættulínu. Umræða í þjóðfélaginu um snjóflóðasvæði, hættumat og forsendur þess sé nær öll byggð á tilfinningu manna, fremur en hlutlægu mati. Meðan svo hátti til hljóti það að ve

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli