Frétt

bb.is | 01.10.2004 | 15:36Framfarir í samgöngumálum forsenda frekari sameininga

Gert er ráð fyrir því í tillögum sameininganefndar að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinist í eitt.
Gert er ráð fyrir því í tillögum sameininganefndar að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum sameinist í eitt.
Sveitarstjórnamenn á norðanverðum Vestfjörðum virðast sammála um að forsenda frekari sameininga sveitarfélaga séu verulegar samgöngubætur á svæðinu. Er þá einkum horft til jarðaganga á milli Álftarfjarðar og Skutulsfjarðar ásamt verulegum vegabótum eða jarðgöngum á Óshlíð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Af svörum sveitarstjórnarmanna má ráða að litlar líkur eru að óbreyttu til þess að sameining sveitarfélaga á þessu svæði verði samþykkt í boðaðri atkvæðagreiðslu. Guðni Geir Jóhannesson formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir tillögur um sameiningar á Vestfjörðum í takt við það sem hann hafði búist við. Það eina sem sér hafi komið á óvart í tillögunum hafi verið tillagan um að Reykhólahreppur sameinaðist í suður.

„Ég var hissa á þessari tillögu því mér virtist áhugi fólks í Reykhólahreppi vera sá að sameinast yfir á Strandir að því gefnu að framfarir verði í samgöngumálum. Sveitarfélögin hafa nú tvo mánuði til þess að gera athugasemdir við þessar tillögur og ég er viss um að einhverjar athugasemdir muni koma fram“, segir Guðni Geir.

Aðspurður um nýtt sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum segir Guðni að eflaust sé það sem koma skal en hvort að það skref sé tímabært nú sé annað mál. Menn á þessu svæði hafa bent á nauðsyn bættra samgangna á milli staða og sú skoðun eigi örugglega eftir að koma í ljós með auknum þunga á næstunni. „Ég hef sagt það áður og segi það nú að þessar tillögur munu kosta það að ríkið verður að taka til í sínum málum. Það verður að skoða tekjustofna sveitarfélaganna áður en menn fara að færa frekari verkefni til þeirra. Menn verða að byrja á grunninum þegar byggja skal hús. Tekjuskiptingin í dag er röng og frá því máli verður að ganga áður en fleira gerist. Nú verða sveitarstjórnarmenn á svæðinu að setjast niður og fara yfir þær forsendur sem þurfa að vera til staðar áður en til frekari sameininga kemur.“

Lárus Valdimarsson bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar sem jafnframt á sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að þessar tillögur komi ekki á óvart. Hann segir það grunnforsendu að sínu mati fyrir frekari sameiningu að verulegar samgöngubætur komi á milli þessara staða. Hann segir hug íbúa nokkuð ljósan á þessu svæði til sameininga. „Eigi frekari sameiningar að koma til verður sá aðili sem á þær sækir að skapa aðstæður til þess að af þeim geti orðið“, segir Lárus.

Elías Jónatansson forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur segir bæjarstjórn Bolungarvíkur hafa að undanförnu skoðað ýmsa þætti í sveitarfélaginu, þar með talið hugsanlega samvinnu og/eða sameiningu við önnur sveitarfélög. „Við munum halda þeirri vinnu áfram og á næstunni verður haldið íbúaþing þar sem ýmis mál verða rædd. Þar segjum við frá okkar vinnu og heyrum hug fólks. Eftir það munum við meta stöðuna og skila inn okkar athugasemdum við þessar tillögur ef einhverjar eru. Almennt séð finnst mér óraunhæft að ræða frekari sameiningar fyrr en forsendur eru til staðar. Þar vil ég nefna samgöngur. Bættar samgöngur eru ein af forsendum hugsanlegrar sameiningar. Þá er ég að tala um að þeim framkvæmdum verði að vera lokið áður en til sameiningar kemur. Forsendur koma ekki eftirá, það hlýtur öllum að vera ljóst. Ég vil ekki sameina sveitarfélög útá áætlanir heldur eingöngu raunverulegar aðstæður“, segir Elías.

Soffía Vagnsdóttir bæjarfulltrúi í Bolungarvík segist vilja fara mjög varlega í umræðu um sameiningar sveitarfélaga. „Mín skoðun er sú að með minnkandi sjálfstæði byggðarlaga er mikil hætta á minnkandi frumkvæði sem er mjög hættulegt litlum byggðarlögum. Hér í Bolungarvík er mjög gott mannlíf, hér er mjög góð þjónusta veitt af sveitarfélaginu og sú staðreynd að við sækjum hluta okkar þjónustu annað eins og í barnaverndarmálum kemur til vegna lagaboðs en ekki vegna þess að við treystum okkur ekki til þess að sinna málaflokknum. Þegar samfélög hafa það sem við höfum þá þurfa að vera mjög ríkar ástæður til sameiningar við önnur sveitarfélög. Þær ástæður hef ég ekki séð fram að þessu. Verði hinsvegar mjög miklar breytingar á okkar umhverfi t.d. með gjörbreyttum samgöngum mætti fyrst fara að velta þessum hlutum fyrir sér. Fyrr ekki“, segir Soffía.

Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðavíkurhrepps segir tillögurnar í sjálfur sér ekki hafa komið á óvart. „Ríkið hefur rekið mjög harða stefnu varðandi sameiningar sveitarfélaga. Með því hefur ríkissjóður sparað umtalsverða fjármuni. Slíkar sameiningar geta aldrei orðið eingöngu vegna hagsmuni ríkisins. Það verður líka að vera hagur þeirra sem búa í sveitarfélögunum. Við eigum heldur ekki að þurfa að eyða kröftum okkar í að setja einhver skilyrði fyrir sameiningu. Þar verður ríkið að ganga á undan og sýna svart á hvítu hvaða framfarir felast í sameiningu fyrir íbúa sveitarfélaganna. Við unum glöð við okkar hér í Súðavík og það þarf töluvert mikið til þess að við sjáum hag okkar betur borgið með öðru skipulagi. Skapi ríkisvaldið aðrar forsendur munu íbúar sjálfsagt skoða málið með opnum huga“, segir Ómar Már.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli