Frétt

bb.is | 01.10.2004 | 10:46Fækkar sveitarfélögum á Vestfjörðum úr ellefu í þrjú?

Núverandi sveitarfélagaskipan á Vestfjörðum.
Núverandi sveitarfélagaskipan á Vestfjörðum.
Sveitarfélög á Vestförðum samkvæmt tillögum sameininganefnar.
Sveitarfélög á Vestförðum samkvæmt tillögum sameininganefnar.
Sveitarfélög á Vestförðum samkvæmt tillögum sameininganefnar.
Sveitarfélög á Vestförðum samkvæmt tillögum sameininganefnar.
Sveitarfélögum á Vestfjörðum mun fækka úr ellefu í þrjú ef tillögur sameiningarnefndar sem kynntar voru í gær ná fram að ganga. Eitt sveitarfélag verður á sunnanverðum Vestfjörðum, eitt á norðanverðum fjörðunum og eitt í Strandasýslu. Auk þess er gerð tillaga um að Reykhólahreppur og Bæjarhreppur á Ströndum sameinist út fyrir fjórðunginn. Í desember 2003 skipaði félagsmálaráðherra verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins og sameiningu sveitarfélaga. Hlutverk verkefnisstjórnar var að hafa yfirumsjón með starfi nefndar um sameiningu sveitarfélaga og nefndar um aðlögun tekjustofna sveitarfélaga að nýrri sveitarfélagaskipan, tryggja nauðsynlegt upplýsingastreymi milli þessara verkefna og leggja fram tillögur til ráðherra um breytingar á sveitarfélagaskipan og tekjustofnum sveitarfélaga á grundvelli þess sem nefndirnar leggja til.

Í verkefnisstjórnina voru skipuð Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Hjálmar Árnason sem var skipaður formaður verkefnisstjórnarinnar. Í sama mánuði skipaði félagsmálaráðherra sameininganefnd sem starfar undir og með verkefnisstjórn. Nefndin skal samkvæmt erindisbréfi leggja fram tillögu um breytta sveitarfélagaskipan með það að markmiði að hvert sveitarfélag verði heilstætt atvinnu- og þjónustusvæði.

Við gerð tillagna sinna var nefndinni falið að hafa hliðsjón af sjónarmiðum hlutaðeigandi sveitarstjórna, landshlutasamtaka og landfræðilegum og félagslegum aðstæðum. Nefndin skal í kjölfarið kynna sveitarstjórnum og samtökum þeirra tillögur sínar og veita nauðsynlega ráðgjöf um meðferð tillagnanna, þ.á m. um undirbúning og framkvæmd atkvæðagreiðslu um þær. Nefndin hefur enn fremur umboð til að leggja fram tillögur um breytingar á sveitarstjórnarlögum er miði að því að efla lýðræði í sveitarfélögum.

Fulltrúar í sameiningarnefndinni eru Elín R. Líndal, Helga Halldórsdóttir, Smári Geirsson, Magnús Stefánsson, Guðjón Hjörleifsson, Margrét Frímannsdóttir og Guðjón Bragason sem er formaður.

Nefndin hélt samráðsfundi á Patreksfirði, Hólmavík og Króksfjarðarnesi. Ekki var haldinn samráðsfundur með sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum. Að auki sendi Fjórðungssamband Vestfirðinga nefndinni greinargerð sem sagt hefur verið frá í fréttum. Í þeirri greinargerð treysti Fjórðungssambandið sér ekki til þess að gera ákveðnar tillögur um sameiningu sveitarfélaga.

Samgöngubætur stuðla að sameiningu

Í tillögum nefndarinnar er meðal annars komið inn á samgöngumál og þar segir m.a.:
„Samgöngubætur eru virk leið til að stuðla að sameiningu sveitarfélaga. Sameinuð sveitarfélög þurfa að njóta velvildar hvað það varðar. Þar sem sameining nær yfir stórt landsvæði verða til landmikil sveitarfélög. Víða eru safnvegir og tengivegir stór hluti samgöngukerfis í þeim landshlutum. Til að kostir sameiningar komi fram að fullu er mikilvægt að fjármagn komi til endurbóta og styttingar á þessu vegakerfi eins og hægt er. Ánægja íbúa og trú þeirra á hið nýja sveitarfélag mun meðal annars vera tengd þeim samgöngubótum sem í verður ráðist í kjölfar sameiningar. Sameiningarnefnd hefur tekið saman ábendingar sem komu fram í greinargerðum landshlutasamtaka sveitarfélaga og komið þeim áfram til samgönguyfirvalda.“

Þær tillögur sem kynntar voru í gær eru fyrstu tillögur nefndarinnar og þær eru lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórnarmönnum og almenningi er gefinn kostur á því að koma á framfæri við nefndina rökstuddum athugasemdum sem nefndin mun meta áður en hún setur fram endanlegar tillögur í desember. Þær tillögur verða bindandi og verða greidd um þær atkvæði 23. apríl 2005. Athugasemdir þurfa að hafa borist nefndinni fyrir 1. desember.

Reykhólahreppur sameinist suður

Nefndin gerir tillögu um að Reykhólahreppur sameinist Dalabyggð og Saurbæjarhrepp. Íbúar þess sveitarfélags verða um 1.000. Á rökstuðningi nefndarinnar má skilja að þessi tillaga sé komin fram vegna vilja sveitarstjórnarmanna á svæðinu. og að jafnfram væri heillavænlegt að stefna að sameiningu þessara sveitarfélaga við Strandasýslu eða Borgarfjörð í framtíðinni. Árið 2002 var kosið um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga en hún var felld með miklum mun í Saurbæjarhreppi og Reykhólahreppi. Sameininganefndin telur að síðan hafi aðstæður breyst það mikið að raunhæft sé að kjósa aftur um sömu tillögu.

Vesturbyggð og Tálknaförður sameinist

Þá gerir nefndin tillögu um að Vesturbyggð og Tálknafjörður sameinist. Íbúar þessara sveitarfélag eru í dag um 1.400. Í greinargerð nefndarinnar segir: „Á fundi nefndarinnar með sveitarstjórnarmönnum í Vestur-Barðastrandarsýslu kom fram að samstarf milli sveitarfélaganna tveggja hafi sjaldan eða aldrei verið eins náið og gengið eins vel og nú. Auk þess kom fram að svæðið myndi nú þegar heilstætt atvinnu- og þjónustusvæði og í raun sé aðeins tímaspursmál hvenær svæðið renni saman í eitt sveitarfélag. Sameininganefnd telur að með sameiningu sveitarfélaganna geti orðið til öflugt fjarðasamfélag, á svipaðan hátt og gerst hefur á Austfjörðum, sem getur sótt fram af krafti í atvinnu- og byggðamálum.“

Eitt sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum

Nefndin gerir tillögu um að Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur sameinist og þar verði til sveitarfélag með um 5.300 íbúa. Um það sveitarfélaga segir m.a. í greinargerð nefndarinnar: „Ísafjarðarbær er nú þegar öflugt sveitarfélag sem getur sinnt öllum helstu lögbundnu verkefnum sveitarfélaga. Það sama verður ekki sagt um Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp, en þau sveitarfélög hafa treyst á samstarf við Ísafjarðarbæ við úrlausn ýmissa málaflokka, svo sem um barnaverndarmál. Sameinað sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum með um 5.300 íbúa verður nógu öflugt til að sinna öllum helstu lögbundnum verkefnum sveitarfélaga og er líklegt að þjónustustig muni hækka í minni sveitarfélögunum tveimur. Enn fremur verður sameinað sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum nógu öflugt til að taka að sér ný verkefni á sviði velferðarþjónustu, svo sem öldrunarþjónustu og málefni fatlaðra.“

Eitt sveitarfélag í Strandasýslu

Sameininganefndin gerir tillögu um að Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Hólmavíkurhreppur og Broddaneshreppur verði sameinaðir í eitt sveitarfélag. Íbúafjöldi þess sveitarfélags verður um 700. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að þessar tillögur eru settar fram þrátt fyrir að á fundi nefndarinnar með sveitarstjórnarmönnum í Strandasýslu hafi komið fram skýr vilji margra fundarmanna til að halda núverandi sveitarfélagaskipan óbreyttri og að horft hafi verið frekar til aukinnar samvinnu sveitarfélaganna á vegum Héraðsnefndar Strandasýslu og í framtíðinni við Reykhólahrepp með tilkomu vegar um Arnkötludal.

Bæjarhreppur í Húnavatnssýslu

Að síðustu gerir nefndin þá tillögu að Bæjarhreppur í Strandasýslu sameinist Húnaþingi vestra og þar verði til sveitarfélag með 1.300 íbúum. Er sú tillaga fram komin í kjölfar óformlegrar viðhorfskönnunar meðal íbúa Bæjarhrepps. Þar kom fram að ef til sameiningar þyrfti að koma við önnur sveitarfélög væri eðlilegt að líta til Húnaþings vestra sem fyrsta valkosts.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli