Frétt

| 17.07.2001 | 13:39Ræninginn fékk fjögurra ára fangelsi

Örn Smári Gíslason, rafvirki á Ísafirði.
Örn Smári Gíslason, rafvirki á Ísafirði.
Örn Smári Gíslason rafvirki á Ísafirði varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu í hafnarborginni Gdynia í Póllandi fyrir skömmu. Örn var ytra að vinna í rafkerfi í togara fyrir fyrirtæki sitt, Rafskaut á Ísafirði, og hafði þann sið að skokka við ströndina á kvöldin. Þegar hann var eitt sinn á skokki sínu komu að honum fjórir karlar og ein kona. „Þau mæltu á pólsku. Ég þóttist ekkert skilja en sá alveg í hvað stefndi og skynjaði að það ætti að ræna mig.
Þá kom að lögreglubíll og ég nýtti tækifærið og stakk því verðmætasta ofan í buxnastrenginn og kom þannig undan vegabréfinu og megninu af peningunum. Lögreglubíllinn ók framhjá og þá ógnaði einn mannanna mér með hnífi. Ég þóttist ekkert skilja en hann kafaði ofan í vasana og tók það sem hann fann, sem var um 500 krónur í peningum og GSM-sími“, segir Örn.

„Þegar þjófarnir voru á brott leitaði ég uppi næsta lögreglubíl. Við rúntuðum um og reyndum að finna fólkið. Miklir tungumálaörðugleikar urðu til þess að ég sagðist bara myndu koma með túlk á lögreglustöðina næsta morgun og útskýra málið betur“, segir Örn.

Þegar Örn kom næsta dag á lögreglustöðina lýsti hann manninum með aðstoð túlksins. „Þá benti lögregluþjónninn á mynd fyrir aftan mig og spurði hvort hún væri af sama manninum. Svo reyndist vera og þetta var greinilega einhver góðkunningi lögreglunnar. Þeir handsömuðu manninn og ég var sendur í sakbendingu. Þar treysti ég mér bara til að benda á þennan eina en hann hafði sig mest í frammi meðan á ráninu stóð, talaði og hótaði mér með hnífnum“, sagði Örn.

Málið fékk flýtimeðferð fyrir pólskum dómstólum og var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. „Það var vitni að ráninu sem staðfesti frásögn mína. Það er tekið mjög hart á því þarna úti þegar menn hóta með hnífum“, segir Örn Smári Gíslason, rafvirki hjá Rafskauti á Ísafirði.

bb.is | 29.09.16 | 07:50 Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með frétt Átta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli