Frétt

bb.is | 29.09.2004 | 16:34„Eins og hjónaband sem byrjar í rómantík en endar í ástleysi og vantrú“

Hjálmar Árnason. Mynd: althingi.is.
Hjálmar Árnason. Mynd: althingi.is.
Hjálmar Árnason formaður þingflokks Framsóknarflokksins lýsir samskiptum þingflokksins og Kristins H Gunnarssonar alþingismanns sem hjónabandi sem hafi byrjað í mikilli rómantík en endað í ástleysi og vantrú. Hann telur að stjórnmálaflokkar séu liðsheildir þar sem allir verði að stefna að sömu niðurstöðu og að flokkurinn geti áfram höfðað til stuðningsmanna Kristins og að málið hafi verið mjög vel undirbúið. Blaðamaður bb.is ræddi við Hjálmar um brotthvarf Kristins úr nefndum og hvort haft hafi verið samráð við flokksmenn í kjördæmi hans við ákvörðunartökuna.

- Nú hefur þú sagt í fréttum að þingflokkurinn treysti Kristni H. Gunnarssyni ekki lengur til ábyrgðarstarfa fyrir hönd þingflokksins. Nú hefur hann m.a. gegnt formennsku í iðnaðarnefnd þingsins auk fleiri starfa. Var það vegna frammistöðu hans í þessum störfum sem þið tókuð þessa ákvörðun?

„Nei, þessi ákvörðun þingflokksins snertir ekki eitt einstakt mál. Það má frekar líkja þessu við hjónaband sem byrjar í mikilli rómantík. Sannarlega fékk Kristinn góðar móttökur þegar hann kom í Framsóknarflokkinn. Það hefur fáum verið hampað jafn mikið við komuna í þingflokkinn. Hann var gerður að formanni þingflokksins og stjórnarformanni Byggðastofnunar. Síðan hefur hinsvegar hallað undan fæti. Það hefur komið brestur í samskipti hans og annarra í þingflokknum. Síðan hefur hver strengurinn af öðrum slitnað. Traustið, ástin og vináttan hverfur og á einhverju augnabliki átta menn sig á því að þetta samstarf er búið.“

- Hvaða mál eru það sem valda því að þessir strengir byrja að slitna?

„Það eru engin ákveðin mál sem gera þetta að verkum. Þetta gerðist smám saman.“

- Þú líkir ykkar samskiptum við hjónaband. Höldum okkur við hjónabandslíkinguna þína. Leita hjón í skilnaðarhugleiðingum sér ekki hjálpar?

„Jú það má orða það þannig. Það var ekki hægt í þessu tilfelli. Menn voru einfaldlega búnir að fá nóg vegna samstarfsörðugleika.“

- Eruð þið ekki með ákvörðun ykkar í raun að vísa Kristni úr flokknum. Er hægt að gagna lengra í þá átt?

„Við erum ekki að reka hann úr flokknum. Við erum einungis að segja að hann hefur ekki traust okkar til þess að fara með umboð þingflokksins í þingnefndum. Menn verða að átta sig á því að það er engin tilviljun að hann hefur orðið að hverfa úr þeim störfum sem ég nefndi í upphafi. Það er ástæða fyrir því að hann missir sitt traust.“

- Er það ekki vegna þess að hann hefur leyft sér að hafa sjálfstæðar skoðanir?

„Það má kalla það ýmsum nöfnum. Aðalmálið er að það er ekki traust milli aðila lengur. Menn geta ekki unnið saman lengur.“

- En eruð þið ekki að senda skrítin skilaboð til þess fólks sem kosið hefur Kristinn og verið sammála hans áherslum. Á það fólk nokkra samleið með flokknum eftir þessa ákvörðun?

„Við eigum auðvitað samleið með því fólki sem hefur svipaðar hugsjónir og við. Með því fólki sem vill mynda liðsheild til þess að starfa að ákveðnum markmiðum. Liðsheild sem ávallt er með einn liðsmann sem vinnur gegn hinum nær ekki góðum árangri.“

- Sveinn Bernódusson formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur orðar það svo að menn megi ekki rugla saman trúfélögum og stjórnmálaflokkum.

„Nei það er rétt. Þess vegna eru menn með flokka. Þar starfar fólk saman. Það er mikið tekist á innan þingflokks Framsóknarflokksins. Menn komast síðan að ákveðinni niðurstöðu og fylgja henni. Það er grundvallaratriði í starfi stjórnmálaflokka að fylgja ákvörðunum sem teknar hafa verið á lýðræðislegan hátt.“

- Nú hefur verið sagt að svona stór ákvörðun hafi tæpast verið tekin án samráðs og stuðnings í kjördæmi þess þingmanns sem á í hlut. Var það gert í þessu tilviki?

„Ég vil ekki segja annað en það að svona sársaukafulla ákvörðun taka menn ekki nema að vandlega athuguðu máli.“

- Var þessi ákvörðun tekin í samráði og með stuðningi flokksmanna í kjördæmi Kristins?

„Ég vil ekki svara því að öðru leyti en því að þetta mál var mjög vel undirbúið.“

Í framhaldi af þessum ummælum Hjálmars Árnasonar má minna á ummæli Magnúsar Ólafssonar, formanns Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi í frétt hér á bb.is fyrr í dag. Hann segist hafa verið látinn vita fyrir þingflokksfundinn í gær hvaða tillaga yrði lögð þar fram en að öðru leyti hafi kjördæmissambandið ekki komið að ákvörðuninni. „Mér var einfaldlega tilkynnt um þessa tillögu en að öðru leyti kom ég ekki að málinu og enginn hefur ráðfært sig við mig vegna hennar.“

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli