Frétt

Guðjón Arnar Kristjánsson | 28.09.2004 | 15:07Ekki lög á kennara

Ríkið getur ekki skorast undir ábyrgð í kennaraverkfallinu sem nú hefur staðið í viku. Öllum sem fylgst hafa með þessari kjaradeilu hlýtur að vera ljóst að deilan er til komin vegna launa- og starfskjara grunnskólakennara og þeirra verkefna sem voru kostnaðaráætluð við yfirtöku sveitarfélaganna á verkefninu, en nægar fjárveitingar fylgdu ekki með eins og margir forsvarsmenn sveitarfélaga hafa viðurkennt. Ríkisvaldið á hlut að þessu máli og það vita ráðherrarnir mætavel, eins og við það varð skilið. Í ljósi þessa er undarlegt að verða vitni að því hvernig menntamálaráðherra og forsætisráðherra reyna að firra sig ábyrgð í þessari deilu.

Ríkið ber þunga ábyrgð

Þegar málavextir þessa verkfalls eru skoðaðir má ekki gleyma þeirri staðreynd að skólamálin voru sett til sveitarfélaganna fyrir örfáum misserum, án þess að fé fylgdi með. Mörg sveitarfélög víða um land hafa barist í bökkum fjárhagslega um margra ára skeið. Tekjur þeirra hafa lækkað, ekki síst samfara samdrætti í atvinnulífi víða á landsbyggðinni sem leitt hefur til lækkunar á útsvari, og öðrum lögbundnum gjöldum sem renna til sveitarfélaganna.

Að taka yfir kostnað vegna rekstur grunnskóla hefur bætt gráu ofan á svart. Ástandið versnar síðan enn ef þessi sveitarfélög eiga alfarið að taka á sínar herðar launahækkanir til kennara. Þeir eiga rétt á sínum kjarabótum eins og aðrir þegnar í þessu landi, en í því tilliti er vandséð að nokkuð annað sé til ráða en að ríkið komi að lausn þeirra mála með einum eða öðrum hætti.

Mikilvæg starfstétt

Við skulum ekki gleyma því að kennarastéttin skiptir mjög miklu máli fyrir þjóðfélagið. Framtíðarheill þjóðarinnar veltur á því að þessi stétt sé á hverjum tíma skipuð hæfum einstaklingum sem sinna skyldustörfum sínum af alúð. Ef kjör kennara eru léleg til langframa er hætt við að atgervisflótti bresti á í stéttinni þegar fram líða stundir. Slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þess vegna teljum við í Frjálslynda flokknum að sýna beri kennurum bæði umburðarlyndi og þolinmæði í þeirra kjarabaráttu, þó við séum vissulega þeirra skoðunar að þeir hefðu mátt sýna aðstæðum fatlaðra barna meiri skilning. Við erum andvíg því að lög verði sett á verkfall kennara. Þeir hafa fullan rétt til að beita verkfallsvopninu með lögmætum hætti, þótt vissulega sé það baráttutól sem bæði bítur og er óþægilegt.

Furðuleg forgangsröðun

Framtíð okkar sem þjóðar er undir því komin að við veitum fjármagni til menntunar. Það er því undarlegt að á sama tíma og neyðarástand er að skapast í grunnskólamenntun landsins, þá er ekki annað að sjá en að nægir fjármunir séu til staðar fyrir aðra hluti sem hljóta að skipta minna máli.

Alþekkt er hvernig utanríkisþjónustan hefur bruðlað með fjármuni landsmanna á erlendum vettvangi, í síauknum mæli á undanförnum árum undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar. Nýjasta dæmið um þetta hlýtur að teljast sú ótrúlega aðgerð að flytja nálega 20 tonna ísjaka úr heimahéraði forsætisráðherra alla leið til Parísar.

Af fréttum gærdagsins var ekki hægt að dæma annað en þennan ísklump hefði elt her ráðherra, embættismanna og annarra sem þóknanlegar eru núverandi valdhöfum, sem flugu til Frakklands á lúxus farrými og bjuggu eflaust í París yfir helgina á flottum hótelum og fullum dagpeningum í dýrðlegum fagnaði til að halda upp á 17 tonn af frosnu vatni, sem reyndar hafði rýrnað um þrjú tonn frá því ferðin hófst við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Hvað skyldi þetta ævintýri hafa kostað okkur í peningum talið?

Haft var eftir jarðfræðingi að líklega yrði ísklumpurinn orðinn að engu eftir tíu daga dvöl í hlýindum Parísarborgar. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort kjaradeila sveitarfélaga og kennara verði orðin að engu á sama tíma. Því miður er ekki ástæða til að vera bjartsýnn á það, þegar við sjáum hve forgangsröðunin í fjármálum þjóðarinnar er galin af hálfu ríkisstjórnarinnar sem ber ábyrgð á orðnum hlut í menntamálum barnanna okkar.

Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli