Frétt

Einar Kristinn Guðfinnsson | 28.09.2004 | 14:14Þorskastríð 21. aldarinnar?

Öðru hvoru blossa upp umræður í fjölmiðlum um að útlendingum verði heimilað að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Að undanförnu hefur ein slík lota staðið yfir, þó að ljóst sé að umræðan er að deyja út að nýju. Það ber að gjalda mikinn varhug við slíkum hugmyndum. Það er ekki tilviljun að við Íslendingar höfum ekki viljað erlendar fjárfestingar í sjávarútveginn. Við háðum nefnilega ekki landhelgisstríðin til þess að hleypa síðan útlendingum inn í fiskveiðilandhelgi okkar síðar meir – bakdyramegin.

Lítum nú aðeins á nokkrar þeirra röksemda sem færðar eru fyrir því að erlend fjárfesting verði heimiluð í íslenskum sjávarútvegi.

Er það einhver mótsögn?

Í fyrsta lagi segja menn að það sé mótsagnarkennt að við Íslendingar fjárfestum í sjávarútvegi annarra þjóða, en séum með hamlandi reglur gagnvart okkar eigin sjávarútvegi. Í þessu felst þó engin mótsögn. Okkar sjávarútvegur hefur nær algjöra sérstöðu á meðal þróaðra iðnvæddra ríkja. Sjávarútvegurinn okkar er sjálft hryggstykkið í efnahagsstarfseminni. Vel rekin atvinnugrein, sem ekki þiggur ríkisstyrki, en hefur verið drifkraftur efnahagslegra framfara á mesta framfaraskeiði þessarar þjóðar. Þekking á sviði sjávarútvegs er einstök. Innan greinarinnar hefur byggst upp eigið fé og fjárhagslegur styrkur. Frá sjónarhóli aðila í sjávarútvegi í löndum þar sem sjávarútvegur er vanmegnugur, er það eðlilega eftirsóknarvert að fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki til liðs við sig. Fyrirsvarsmenn í íslenskum sjávarútvegi sjá tækifæri í slíkum fjárfestingum, sem eru hins vegar hulin þeim sem ekki hafa yfir að ráða viðlíka þekkingu, jafnvel þó að fjármagnið sé til staðar. Erlendis sækjast menn þess vegna eftir íslenskri fjárfestingu. Menn gera engar kröfur um einhverja gagnkvæmni. Slíkar kröfur eru hvergi reistar, - a.m.k.opinberlega,- nema hér á landi og það þá helst utan sjávarútvegsins sjálfs.

Innlent þorskastríð á 21. öldinni

Í annan stað er mikilvægt að gleyma því ekki hver staða sjávarútvegsins er í íslenskum þjóðarbúskap. Nær tvær krónur af hverjum þremur, sem verða til við vöruútflutning okkar, koma úr sjávarútvegi. Landhelgin okkar er algjörlega ómetanleg auðlind, sem við viljum ekki fyrir nokkurn mun missa stjórn á. Og hvers vegna í dauðanum ættum við að koma fram með hugmynd af slíku tagi sjálfir. Hér fyrr meir tókum við slaginn af því að aðrar þjóðir vildu fá sinn skerf úr auðlindinni okkar. Vonandi þurfum við ekki að heyja einhvers konar þorskastríð á 21. öldinni við aðila hér innanlands!

Vantar áhugasama fjárfesta í sjávarútveginn?

Menn hafa sagt að sjávarútvegur standi illa gagnvart fjármögnun vegna þess að útlendingar hafi ekki leyfi til fjárfestinga. En er það svo? Skoðum þetta nú aðeins nánar. Í fyrsta lagi mega menn ekki gleyma að útlendingar hafa heimild til óbeinnar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi. Þær heimildir eru rýmri en margir hafa gert sér grein fyrir. Í öðru lagi þá geta útlendingar fjárfest í íslenskum sölufyrirtækjum, svo dæmi séu nefnd og þess hefur raunar orðið vart síðustu misserin. En síðast en ekki síst, þá verður því einfaldlega ekki haldið fram með neinum rétti að ekki séu til staðar áhugasamir innlendir fjárfestar þegar kemur að fjárfestingum í íslenskum sjávarútvegi. Mesta sala íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fór fram fyrir tiltölulega skömmu síðan, þegar Brim, sjávarútvegshluti Eimskips, var seldur. Hver voru viðbrögðin? Bentu þau til áhugaleysis, fjármagnsskorts, eða vantrúar lánastofnana að lána til slíkra fjárfestinga. Öðru nær. Það var barist hart um fyrirtækin sem seld voru. Verðið sem greitt var, reyndist mjög hátt og engum sögum fer af því að bankastofnanir hafi hikað við að fjármagna fjárfestinguna. Ekkert af þessu knýr þá væntanlega á að gefa Unilever-forstjórunum eða Kjell Inger Rökke færi á að ráða í íslenskum útvegi, hafa afskipti af íslenskri hagmunagæslu, - eða sitja til dæmis LÍÚ þingin!

Hvað með takmarkaða fjárfestingu?

Loks er ástæða til að fjalla með nokkrum orðum um hugmyndir sem ganga í þá átt að leyfa takmarkaða fjárfestingu, minnihlutafjárfestingu, eða fjárfestingu í tilteknum gerðum sjávarútvegsfyrirtækja. Allt hljómar þetta ósköp yfirvegað og varfærið; svona við fyrstu sýn. En er þessi hugmynd jafn saklaus og hún sýnist uppmáluð? Ekki er það nú svo.

Við skulum ekki gleyma því að ekki þarf að eiga stóran hlut í fyrirtækjum með sæmilega dreifða eignaraðild til þess að fá þar ráðandi hlut. Þetta sjáum við sífellt þessi dægrin í fyrirtækjunum í landinu. Eignarhald útlendinga jafnvel upp að 50 prósentum eins og nefnt er, myndi því þýða yfirráð útlendinga á tiltekinni prósentu úr íslensku fiskveiðiauðlindinni. Og ekki má gleyma því að við erum með sérstakar reglur um yfirtökuskyldur stórra fjárfesta, til þess að tryggja hagsmuni þeirra minni. Yrði slíkt ekki að gilda í sjávarútvegi og hver yrði staðan þegar útlendingar næðu slíkri stöðu og yrðu að fara að borga út hinum minni hluthöfum.

Þessu svara menn þannig að ætlunin sé sú að fara varlega og heimila bara fjárfestingu þannig að Íslendingar hefðu alltaf hin raunveruleg yfirráð. Þetta er athyglisvert. Setjum okkur nú í spor hins útlenda fjárfestis. Honum yrði gert það ljóst að hann mætti fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi, - en aðeins þannig að hann yrði minnihlutaaðili -og helst án umtalsverðra áhrifa og valda. Er líklegt að slíkt laðaði menn til fjárfestingar hér á landi. Varla, nema í takmörkuðum mæli

Dettur nokkrum manni þá í hug að það yrði látið staðar numið við takmarkaðar fjárfestingar. Hvað ætli að langur tími liði þar til menn segðu að heimildirnar yrði að rýmka. Ella stæði sjávarútvegurinn svo höllum fæti. Og af því að menn hefðu þegar gefið eftir, fallist á rökin hið fyrsta sinnið, yrði óhugsandi að spyrna lengi við fótum. Hin varfærna, hægfara leið, myndi enda í sama markinu; hægt og rólega.

ESB – sinnar kætast

Og svo er það eitt að lokum. Það var athyglisvert í útvarpinu um daginn að heyra mikinn áhugamann um ESB aðild fagna hugmyndinni um erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi. Réttilega benti hann á að ef slík fjárfesting yrði heimiluð, væri útrýmt helstu mótbárunni gegn ESB aðild. Eða hvernig gætum við haldið því fram að ekki væru rök fyrir ESB aðild sakir sjávarútvegshagsmuna, þegar sjávarútvegur okkar væri allt eins kominn í hendurnar á evrópskum stórfyrirtækjum.

Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli